Fréttir Fimmtudagur, 6. júní 2024

Jarðvarmi HS Orka fær einkarétt á rannsóknum og virkjunum.

Semja um auðlindir Krýsuvíkur

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gær samning bæjarins og HS Orku um einkarétt fyrirtækisins til að rannsaka og síðan virkja jarðvarma sem og að afla ferskvatns í Krýsuvík sem er í eigu bæjarins Meira

Leggja til þverfaglegt nám í hamfarafræðum

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, og Ásmundur Friðriksson alþingismaður leggja til að komið verði á laggirnar þverfaglegu meistaranámi á háskólastigi í hamfarafræðum Meira

Fleiri taka út lífeyri 65 ára

Nærri 43% fólks á aldrinum 65-66 ára fá lífeyrisgreiðslur Meira

Carl Baudenbacher

Ísland óbundið af EES

Heimilt að hagræða í landbúnaði hér á landi Meira

Gufunes Lóðaúthlutanir borgaryfirvalda í Gufunesi vekja spurningar.

Telur óeðlileg sjónarmið ráða för

Sjálfstæðismenn spyrja um lóðaúthlutanir í Gufunesi • „Það er að málast upp mynstur gjafagerninga við úthlutanir lóða,“ segir Hildur Björnsdóttir • Óeðlilega lágt lóðaverð • Greiðslufrestir ítrekað veittir Meira

Eldgos Hrauntungan sem skreið yfir Grindavíkurveg í átt að Svartsengi.

Engin ákvörðun um nýjan varnargarð

Engin ákvörðun eða beiðni er komin um að byggja varnargarð á milli Þorbjarnar og Hagafells, til að hindra hraunflæði niður í Svartsengi, en fylgst er með stöðu mála hverju sinni, segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu Meira

Samningur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Tómas Már Sigurðsson undirrita samning aðila um auðlindanýtingu í Krýsuvík.

Stefnt að byggingu orkuvers í Krýsuvík

Gæti hitað upp 50 þúsund manna byggð • 100 MW raforka Meira

Brákarey Áform eru um mikla uppbyggingu í eynni á næstu árum.

Nýtt skipulag fyrir Brákarey kynnt

Miklar breytingar gætu mögulega orðið í Brákarey í Borgarbyggð ef nýjar hugmyndir um nýtingu svæðisins verða að veruleika. Boðað hefur verið til íbúafundar í Borgarnesi í kvöld klukkan 20 þar sem hugmyndir um nýtt skipulag verða kynntar Meira

Vetur Hrossagaukur leitar sér að æti í snjónum í Axarfirði

Snjóþungi fellir spörfugla

Óveðrið sem geisað hefur á Norðausturlandi síðan á mánudag hefur ekki aðeins sett samgöngur og atvinnustarfsemi úr skorðum, heldur gætir áhrifa þess einnig í lífríkinu. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, telur áhrif snjóþungans á lífríkið mikil, einkum á fugla Meira

Færeyjar Samningaviðræður hafa gengið hægt milli deiluaðila.

Stefnir í neyðarástand í Færeyjum

Stríðandi fylkingar hyggjast setjast að samningaborðinu í Færeyjum á morgun, föstudag, í von um að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa síðan 14. maí. „Samfélagið hefur verið gjörsamlega lamað og það er ekkert hægt að gera Meira

Hildur Ingvarsdóttir

„Höfum metnað til að gera vel“

Skólastjóri Tækniskólans svarar Félagi skipstjórnarmanna • Heilt yfir er upplifun nemenda jákvæð l  „Þessi menntun á betur heima í skólasamfélagi með öðrum greinum“ l  Gamlir munir eru varðveittir   Meira

Vextir ekki lagðir á skuldirnar við TR

Lífeyrisþegar sem eru í skuld við Tryggingastofnun vegna ofgreiðslu lífeyris á seinasta ári þurfa að hefja endurgreiðslur frá og með 1. september. Ekki er veittur afsláttur af upphæðinni ef hún er greidd í einu lagi en einnig er hægt að dreifa greiðslunum Meira

Umferðin Nýtt umferðarmet var slegið í nýliðnum maímánuði.

Umferð jókst um 6,3% á milli ára

Jókst mest á og við höfuðborgarsvæðið • Minnst aukning á Norðurlandi Meira

Hildur Sverrisdóttir

Um 60 stjórnarfrumvörp bíða

„Nú erum við stödd á þeim tímapunkti ársins að við horfum á hvaða þingmál er raunhæft að klára. Undir eru um 60 mál frá ríkisstjórninni og eru langflest þeirra komin vel á veg, en misumfangsmikil eins og gengur Meira

Áberandi Auglýsingaskiltið við Miklubraut fer ekki fram hjá vegfarendum. Nú er deilt um lögmæti þess.

Skiltið sagt „ógna umferðaröryggi“

Deilt um auglýsingaskilti á lóð Orkunnar við Miklubraut • Reykjavíkurborg vill skiltið á brott ella verði lagðar 150 þúsund króna dagsektir á eigendur • Kæra og segja að jafnræðis sé ekki gætt Meira

Flugdagur Margt spennandi að sjá. Áhugaverðar vélar á jörðu og í lofti.

Drónar, þyrlur, listflug og þoturnar taka yfirflugið

Flugdagur í Reykjavík á laugardag • Hátíð og menning Meira

Hagræðing Tekist er á um heimildir kjötframleiðenda á Íslandi til að eiga í samstarfi um vinnslu.

Íslandi frjálst að móta stefnuna

Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir EES-samninginn ekki binda hendur Íslands l  Því hafi Íslendingar rétt til að ákvarða stefnu í framleiðslu og vinnslu á landbúnaðarafurðum  Meira

Þórshöfn Steinfuglar og andarnefjuhauskúpur við fjöruborðið hjá Sandvík. Listasmiðurinn Guðjón Gamalíelsson lagði nýverið lokahönd á frágang þeirra.

List í fjörunni framan við Sandvík

Stoltir steinfuglar og stórfenglegar andarnefjuhauskúpur láta ekki stórvirkar vinnuvélar raska ró sinni á Þórshöfn. Meira

Sálumessa Útför Halldórs Kiljans Laxness í Landakotskirkju í febrúar 1998. Mikill andans maður var kvaddur.

Vakti þjóð sína með andfælum

Laxness lést 8. febrúar 1998 og þjóðin minntist síns mikla skálds • Túlkaði örlögin og reyndi að hafa áhrif á framvindu þeirra • Rauður penni sem sneri við blaðinu • Hernaðurinn gegn landinu Meira

Samgöngur Grímseyjarferjan Sæfari sem áður var rekin af Samskipum.

Ekkert útboð á næstunni

„Það er ekkert nýtt að gerast í þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar um rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara. „Við erum ennþá að reka Grímseyjarferjuna og það er ekki búið að taka neina ákvörðun um framhaldið,“ segir Pétur Meira

Landlæknir gagnrýnir frumvarp

Embætti landlæknis gerir athugasemdir við frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gagnrýnin kemur fram í umsögn til velferðarnefndar Alþingis en landlæknir telur orðalag í breytingartillögu um aðgang að rannsóknum geta valdið misskilningi og leggur til nýtt og skýrara orðalag Meira

Ungmenni Þrek unga fólksins er ekki upp á það besta nú um stundir.

Þrek íslenskra ungmenna fer minnkandi

Sýnt fram á tengsl á milli þreks og geðheilsu ungmenna Meira

Ódæði Kafr Aza-samyrkjubúið í Ísrael eftir árásina 7. október.

Gyðingar á Íslandi óttaslegnir

Birgir Þórarinsson alþingismaður segir gyðinga búsetta á Íslandi fara leynt með uppruna sinn l  Dæmi séu um að gyðingar íhugi að flytja frá Íslandi þar sem þeir upplifi öryggisleysi hér á landi Meira

Magisterinn Eva Hrund Sigurjónsdóttir rannsakaði höggmæli í meistaraprófsverkefni sínu og lauk prófi í febrúar.

Fólk sem rannsakar höggmæli

Framburðarafbrigðið höggmæli er ekki á allra vörum • Ný meistaraprófsritgerð fjallar um útbreiðslu • Felur í sér munnholsveiklun lokhljóða á atkvæðaskilum • Yngra fólkið telst líklegra til höggmælis Meira

Skagafjörður Höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru á Sauðárkróki.

Kanna mikilvægi þjónustu

Byggðastofnun freistar þess að fá skýrari mynd af því hvaða þjónusta skiptir íbúa á landsbyggðinni mestu máli með því að leggja fyrir þjónustukönnun í samstarfi við markaðsrannsóknafyrirtækið Maskínu Meira

Ungar og efnilegar Þær Hekla Guðrún og Stefanía Malen töfruðu fram hátíðlegar kræsingar, en þema mótsins var „list minnar þjóðar“.

Bakarar mynda vinabönd til lífstíðar

Í fyrsta skipti á Norðurlöndum • „Rúgbrauðið í uppáhaldi“ Meira

Strandveiðar Lára bregður sér á veiðar þrátt fyrir brælu á miðunum.

Kórstjóri syngur á strandveiðum

Lára Hrönn hefur verið í sjómennsku í mörg ár • Stundar strandveiðar frá Stykkishólmi • Stjórnar Karlakór Kjalnesinga • Spilar á harmoniku og stefnir að því að verða söngkona Meira

Æ fleiri taka út lífeyri með vinnu

Nærri 43% fólks á aldrinum 65-66 ára taka út lífeyri úr lífeyrissjóðum • Margir virðast stunda vinnu áfram • Töluverð breyting hefur orðið á síðustu árum • Kröfum mætt um sveigjanlegt lífeyriskerfi Meira

Frjósemi Spár gera ráð fyrir að verulega dragi úr frjósemi til aldamóta.

Hratt dregur úr frjósemi í heiminum

Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet nýlega er sett fram sú spá að árið 2050 verði staðan sú að í 155 löndum af 204 nægi frjósemi kvenna ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma og árið 2100 verði raunin sú í 198 löndum Meira

Gæðingur Ein af Teslum lögreglunnar á Vesturlandi á vegum úti.

Rafmögnuðu bílarnir reynast vel

Umhverfisstefna gefur góða raun hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi • Grænu skrefin og mikill sparnaður í rekstri • Hverjum steini var velt við • Teslurnar reynast traustar • Forysta í Evrópu Meira

Áttatíu ár liðin frá innrásinni miklu

Innrásin í Normandí var ein stærsta og flóknasta hernaðaraðgerð allra tíma • Rúmlega 150.000 hermenn tóku þátt í aðgerðum bandamanna • „Skrímslin“ þóttu mikið þarfaþing Meira

Normandí Nokkur fjöldi bandarískra uppgjafahermanna tók þátt í sérstakri athöfn í þorpinu St. Mere-Eglise í gær, en bandarískt fallhlífarlið lenti í bænum aðfaranótt 6. júní 1944 í upphafi innrásarinnar í Normandí.

Fórn sem aldrei má gleymast

Hátíðahöld hófust beggja vegna Atlantshafsins í gær vegna innrásardagsins mikla • Áhersla lögð á að minnast fórnfýsi þeirra hermanna sem tóku þátt Meira

Amanda Knox

Knox sakfelld á nýjan leik

Amanda Knox var í gær dæmd í þriggja ára fangelsi þegar hluti hins alræmda máls hennar var tekinn upp að nýju í Flórens á Ítalíu, en Knox var á sínum tíma fangelsuð og síðar sýknuð vegna morðsins á herbergisfélaga sínum, hinni 21 árs gömlu Meredith Kercher, í Perugia árið 2007 Meira

Eldgos Gervihnattamynd sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA tók af eldgosinu í Hunga Tonga-Hunga Ha’apai 15. janúar árið 2022.

Gaus árið 2022 og hefur áhrif til 2029

Rannsókn á vatnsgufum í heiðhvolfinu, sem mynduðust eftir að neðansjávareldfjallið Hunga Tonga gaus í ársbyrjun 2022, bendir til þess að atburðurinn hafi haft bein áhrif á ósonlag jarðarinnar árið 2023 Meira

Hinar rómuðu Olifa-pitsur hluti af veitingaframboði Elmu

Elma, veitingaþjónusta Landspítala, og hinn rómaði veitingastaður Olifa La Madre Pizza, hafa gengið til samstarfs og fást nú brakandi stökkar Olifa-pitsur í Elmu-matsölum Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi. Meira

Leit Sandra Ósk Jóhannsdóttir, vel merkt og tækjum búin.

Samkennd og samstaða

Yfir 100 manns tóku þátt í leit að hvolpi í Vesturbænum • Hundasveitin vinnur mikilvægt og árangursríkt starf Meira