Mark Jason Daði Svanþórsson skoraði langþráð mark fyrir Grimsby.
Mark Jason Daði Svanþórsson skoraði langþráð mark fyrir Grimsby. — Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Grimsby er liðið sigraði Harrogate, 2:1, í ensku D-deildinni í fótbolta á heimavelli sínum í gær. Jason kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og skoraði annað mark Grimsby aðeins sex mínútum síðar. Markið var kærkomið fyrir Jason, sem hafði ekki skorað í deildinni frá því í lok ágúst. Hann hefur nú gert tvö mörk í deildinni á tímabilinu. Grimsby er í 8. sæti deildarinnar með 34 stig eftir 22 leiki.