Knattspyrnumaðurinn Benoný Breki Andrésson skrifaði fyrr í mánuðinum undir þriggja og hálfs árs samning við enska C-deildarfélagið Stockport County en félagið keypti hann af KR. Samningurinn tekur gildi 1
England
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Benoný Breki Andrésson skrifaði fyrr í mánuðinum undir þriggja og hálfs árs samning við enska C-deildarfélagið Stockport County en félagið keypti hann af KR. Samningurinn tekur gildi 1. janúar.
Benoný, sem er 19 ára gamall, var markakóngur Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð með 21 mark í 26 leikjum. Bætti hann í leiðinni markametið í efstu deild og var besti ungi leikmaður Íslandsmótsins samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.
„Þeir höfðu sýnt mér áhuga í smá tíma. Ég hafði vitað af áhuga þeirra í 2-3 vikur þegar ég skrifaði undir. Ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til Stockport eftir að ég heyrði í þeim og hlutirnir gerðust hratt,“
...