Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir endurkomusigur á Leicester, 3:1, á heimavelli í gærkvöldi. Eftir 17 leiki er Liverpool með 42 stig og leik til góða á Chelsea og Nottingham Forest í öðru og þriðja sæti
Skoraði Curtis Jones fagnar marki sínu í gærkvöldi en hann kom Liverpool yfir í 2:1 snemma í seinni hálfleik áður en Mo Salah gerði þriðja markið.
Skoraði Curtis Jones fagnar marki sínu í gærkvöldi en hann kom Liverpool yfir í 2:1 snemma í seinni hálfleik áður en Mo Salah gerði þriðja markið. — AFP/Paul Ellis

Enski boltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir endurkomusigur á Leicester, 3:1, á heimavelli í gærkvöldi. Eftir 17 leiki er Liverpool með 42 stig og leik til góða á Chelsea og Nottingham Forest í öðru og þriðja sæti.

Arsenal getur þó minnkað forskotið í sex stig með sigri á Ipswich á heimavelli í kvöld. Takist það á Liverpool leik til góða á Arsenal og getur aukið forskotið á toppnum upp í níu stig.

Jordan Ayew kom Leicester yfir strax á sjöttu mínútu í gær og var staðan 1:0 þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks en þá jafnaði Cody Gakpo, sem hefur verið mjög heitur að undanförnu.

Curtis Jones

...