Steinþór Steingrímsson fæddist 21. mars 1929. Hann lést 30. desember 2024.
Útför hans fór fram 6. janúar 2025.
Elsku afi minn hefur fengið hvíldina sína, 95 ára að aldri.
Afi Steini var einstakur maður og stórbrotinn karakter og átti hann gæfuríka og viðburðamikla ævi.
Afi og amma Svala kynntust ung og gengu í gegnum lífið saman í 75 ár og eignuðust fimm börn.
Þau fóru í gegnum fjölbreytt tímabil saman, bæði gleði og áskoranir og lífið var ekki alltaf dans á rósum, en eins og afi sagði einhvern tímann; það fá allir leiða á að dansa á rósum. Ég man alltaf eftir þeim sem mjög nánum hjónum sem nutu lífsins saman og það skein í gegn hversu mikið þau elskuðu hvort annað.
Afi var
...