„Við ráðum bara fallegt fólk“

Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri Plain Vanilla. Á dögunum landaði fyrirtækið samningi upp á  2,4 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 286 milljóna íslenskra króna. Fjármagnið verður notað til að þróa áfram QuizUp, spurningaleikjagrunn fyrirtækisins fyrir farsíma og tölvur. Ég spurði Þorstein spjörunum úr.

Hvað er skemmtilegast við vinnuna? Það er klárlega fólkið. Í Plain Vanilla vinnur held ég einhver besti hópur að kláru og skemmtilegu fólki sem nokkrum sinnum hefur komið saman í sögu alheimsins.

Hver eru áhugamálin fyrir utan vinnuna? Í mínu lífi hjá Plain Vanilla er því miður mjög lítill frítími en ég reyni að eyða sem mest af þeim tíma með börnunum mínum tveimur. Við reynum samt að hlúa að áhugamálum starfsmanna hérna í vinnunni og starfrækjum ýmsa skemmtilega klúbba eins og glímuklúbb og fuzzball klúbb. 

<span><br/> </span> <span><b>Hvernig eru plönin í sumarfríinu?</b> Við erum að kynna nýja vöru fyrir heiminum núna í lok september, þannig það er allt á fullu hjá okkur í sumar. Það er hinsvegar nauðsynlegt að taka sér smá frí með börnunum og er að fara til Barcelona með þeim og fjölskyldu minni núna um miðjan júlí.  Sonur minn er gríðarlega spenntur að fá loksins að koma með mér í flugvélina eftir að hafa horft svo oft á eftir mér í vinnuferðir. Um Verslunarmannahelgina fer ég svo í árlega ferð mína til eyjunnar Vigur í Ísafjarðardjúpi.</span> <span><br/> <b>Hvað er ómissandi í sumarfríið?</b> Eini fasti sumarliðurinn minn er að heimsækja Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þetta er yndisleg lítil eyja með fjölskrúðugu fuglalífi og algjör paradís fyrir börnin. Ég var sjálfur í sveit þar sem krakki og reyni að komast þangað á hverju sumri.</span> <span><br/> <b>Ertu duglegur að láta drauma þína rætast?</b> Ég hugsa að ég verði að svara þessu játandi. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt sjálfan mig þegar ég var 12 ára og sagt frá því að ég myndi hafa mitt lifibrauð af því að spila og búa til tölvuleiki, þá myndi ég örugglega gefa sjálfum mér fimmu.</span> <span><br/> <b>Ertu a-manneskja eða b?</b> Ég næ oft mínum bestu vinnutörnum þegar ég er á skrifstofunni langt fram eftir nóttu þannig ég hugsa að ég sé meiri b-manneskja að eðlisfari.</span> <span><br/> <b>Borðarðu morgunmat?</b> Ég reyni að borða morgunmat af fremsta megni þótt stundum hafi snoozið vinninginn.</span> <span><br/> <b>Ertu duglegur að elda?</b> Það fer dálítið eftir því hvernig þú skilgreinir orðið "elda" :)</span> <span><br/> <b>Linsubaunabuff eða steik?</b> Steik, helst rare! <br/> <b><br/> </b></span> <span><b>Áttu líkamsræktarkort?</b> Jájá, og ég reyni eftir fremsta megni að komast á æfingar.  Það getur hinsvegar verið erfitt að halda uppi rútínu þegar maður ferðast mikið en ég reyni yfirleitt að velja mér hótel sem eru með líkamsræktaraðstöðu. Yfirleitt nota ég síðan ekki aðstöðuna, en ég tek viljann fyrir verkið.</span> <span><br/> <b>Notarðu hjól?</b> Ég hef eiginlega ekkert hjólað að ráði síðan ég var við nám í Oxford. Þar ferðaðist ég næstum eingöngu á hjóli enda keyra Bretar á vitlausum vegahelmingi.</span> <span><br/> <b>Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum?</b> Fatastílinn minn hefur farið í margar undarlegar áttir í gegnum lífshlaupið. Þegar ég bjó í Þýskalandi sem unglingur var ég yfirleitt í leðurlíkisbuxum, silfurskyrtu og appelsínugulum jakka á meðan ég hreyfði aflitað hárið í föstum takti við Scooter. Ég hef aðeins tónað mig niður með aldrinum og er yfirleitt í gallabuxum, skyrtu og blazer í vinnunni. </span> <span><br/> <b>Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar?</b> Já ég geri það stundum, mér finnst pínu gaman að klæða mig í eitthvað fáránlegt. Í Plain Vanilla höfum við stundum þemadaga þar sem maður fær ágætis útrás fyrir þetta. Þarsíðasta föstudag var White-on-White dagur hjá okkur og allir þurftu að mæta í einhverju hvítu frá toppi til táar. Ég fann engar hvítar buxur heima hjá mér þannig ég leitaði til Facebook vina minna. Það stóð ekki á þeim og ég fann mér níðþröngar hvítar Levi's gallabuxur. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þær eiginlega bara mjög töff!</span> <span><br/> <b>Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum?</b> Ég er mjög með fegrunaraðgerðum. Við hvetjum okkar starfsfólk til þess að fara í amk eina til tvær fegrunaraðgerðir á ári.</span> <span><br/> <b>Finnst þér útlitsdýrkun ganga út í öfgar?</b> Nei alls ekki. Við ráðum bara fallegt fólk í Plain Vanilla og þegar fólk er mjög hæft en ekki fallegt þá styrkjum við það til þess að skerpa aðeins á útlitinu</span> <span>.<br/> <b>Ræktarðu vini þína?</b> Alls ekki jafn vel og ég ætti að gera. Minn gamli vinahópur hefur náð að dreifa sér út um allan heim, en við reynum alltaf að hittast þegar við náum saman á Íslandi. </span> <span><br/> <b>Áttu gæludýr?</b> Nei, en sem unglingur átti ég kött sem hét Púshkin. Púshkin var frábært nafn á ketti þar sem ég gat notað það til þess að auka félagslegar vinsældir mínar hjá tveimur aðskildum markhópum. Þegar ég var í heldri manna boðum gat ég sagt að ég hefði skírt köttinn minn eftir rússneska ljóðskáldinu Púshkin, og vakti það jafnan hrifningu viðstaddra. Svo þegar ég var meðal jafnaldra sagðist ég hafa skírt köttinn minn eftir rússneska Vodka-inu Púshkin, og það þótti frekar töff. Svo dó Púshkin.</span> <span><br/> <b>Uppáhaldshlutur?</b> Síminn minn er minn besti vinur og um leið hinn versti óvinur. Eins og hjá svo mörgum?</span> <span><br/> <b>Besta bókin og eftirminnilegasta myndin?</b> Ljóðabækurnar hans Sverris Stormsker eiga sér sérstakan stað í hjarta mínu. Ég er svo mikill aðdáandi leikstjórans Wes Anderson og finnst flestallar myndirnar hans algjör listaverk.</span> <span> <br/> <b>Helsta fyrirmynd þín í lífinu</b><b>?</b> Napóleon Bónaparte, mig langar gjarnan að verða keisari Evrópu.</span> <span><br/> <b>Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir?</b> Ég væri til í að vera ljóshærðari en ég er. Hárið á mér hefur dökknað með aldrinum og þrátt fyrir að hafa sett mikið magn af sítrónusafa í hárið þá virðist sú þróun halda áfram.</span> <span><br/> <b>Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir?</b> Já alveg fullt. En þannig er lífið, maður gerir fullt af mistökum og þau hjálpa við að byggja upp sjálfið. Það er bara mikilvægt að geta lært af mistökum sínum.</span> <span><br/> <b>Gætirðu hugsað þér að búa annars staðar í heiminum?</b> Þótt mér finnist yndislegt að búa í styttri tíma í senn í San Francisco, þá gæti ég aldrei búið þar til frambúðar. Ég gæti aldrei verið lengi frá börnum, fjölskyldu og vinum.<br/> <b><br/> </b></span> <span><b>Það besta við Ísland</b>? Síðustu páska þá var ég ekki á landinu og áttaði mig á því hve íslensk páskaegg væru mikilvæg í lífi mínu. <br/> <b><br/> </b></span> <span><b>Það versta við Ísland?</b> Þrátt fyrir mikla náttúrufegurð á landinu okkar þá held ég að það versta við Íslands hljóti að vera veðrið. Vissulega fáum við góða daga inn á milli en að jafnaði er það bara því miður mjög óviðkunnanlegt.</span>
Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál