Pistlar:

26. maí 2024 kl. 19:01

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Þjóðflutningar Miðausturlanda

Menn grípa gjarnan til sögunnar til að reyna að skilja það sem gengur á fyrir botni Miðjarðarhafsins en engum dylst að átökin þar eiga sér djúpstæðar sögulegar- og trúarlegar forsendur. Það virðist tilviljunum háð hve langt menn fara aftur til að rökstyðja landakröfur sínar en stundum eru menn komnir aftur á slóðir Biblíunnar eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Svæði það sem nú fellur undir Ísrael og Palestínu hefur verið í þjóðleið stórveldanna og eins og helgisögur og sagnfræðin segir okkur hafa þjóðirnar sem þarna lifa þurft að þola herleiðingar hvað eftir annað.Asia_Minor_Moudania_Port_Greek_refugees_28_August_1922

En herleiðingar eru ekki bundnar við fornaldirnar og á 20. öld var ráðist í sérkennileg uppgjör við blöndun þjóða Anatólíu. Innan Ottómansveldisins voru margar þjóðir og svo virðist sem miðstjórnarvaldið þar hafi ekki haft sérstakar áhyggjur af því þó að ólíkar þjóðir og ólík trú hafi ríkt. Það var í raun ekki fyrr en þjóðveldishugsunin tók við og Tyrkland leysti Ottómanveldið af hólmi að mál tóku að vandast. Er skemmst frá því að segja að í uppgjöri því sem þá varð á milli Grikkja og Tyrkja voru hátt í tvær milljónir manna fluttar af heimilum sínum til nýrra heimkynna. Þetta gekk ekki átakalaust fyrir sig og margt af þessu fólki upplifði miklar þjáningar, eignamissi og margir týndu lífinu. En þessi aðgerð var til að skilja að kristna og múslima.

Magnús Bernhard Þorkelsson rekur þessa sögu með ágætum í bók sinni um Miðausturlönd sem kom út árið 2018. Samið var um umfangsmikla nauðungarflutninga milli Tyrklands og Grikklands á Lausanne-ráðstefnunni árið 1923. Það hafði í för með sér að næstum því tvær milljónir manna í þessum löndum urðu að flytja sig um set enda varð það niðurstaða stjórnvalda landanna að ekki kæmist friður á nema Grikkir væru í Grikklandi og Tyrkir í Tyrklandi. Þeir sem bjuggu á röngum stað urðu að flytja sig, svo einfalt var það.grikkland

Þjóðflutningar þekkt úrræði

Grikkir fóru verr út úr þessu en áætlað er að um 1,4 milljónir hafi flutt frá Tyrklandi til Grikklands og um 400 þúsund manns frá Grikklandi til Tyrklands. Magnús bendir réttilega á að slíkir nauðungarflutningar hafi verið algengt úrræði á þessum tíma. Önnur fræg dæmi eru skiptin á hindúum og múslimum milli Pakistan og Indlands 1947, brottflutningur þýskumælandi fólks frá Austur-Evrópu og Balkanskaga til Vestur-Þýskalands árið 1946 og áfallið (nakba) og útlegð Palestínumanna í kjölfar stofnunar Ísraelsríkis 1948. Það er í raun eini þessara flutninga sem enn hefur afleiðingar, í það minnsta á stórum skala sem sýnir kannski hve illa tókst til við að finna Palestínumönnum traustan samastað.

Það var Þjóðarbandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, sem skipulagði nauðungarflutningana milli Grikklands og Tyrklands og hinn frægi norski landkönnuður og diplómat Fridtjof Nansen hafði umsjón með verkefninu. Síðan hafa Norðmenn oft haft afskipti af málum þarna suður frá.

Þó að þessir þjóðflutningar hafi átt að vera varanleg lausn þá er erfitt að þurrka út minningar og tengsl. Þegar flutningarnir áttu sér stað komu þeir fólki algerlega að óvörum. Því var ekki gefinn neinn fyrirvari heldur sagt að koma sér af stað og skipti engu þó það byggi í fjallaþorpum sem höfðu lítil tengsl við umheiminn. Fólk varð að yfirgefa samastaði sem höfðu verið híbýli fjölskyldunnar í aldir. Það varð að skilja grafreiti og allar minjar um tilveru sína og forfeðranna eftir. Lausn valdhafa á þessum tíma, með styrk alþjóðlegra samtaka, var að leysa upp fjölmenningarsamfélög sem þá voru til staðar.

Þjóðernishreinsanir í Tyrklandi nútímans

Enn eru breytingar af þessu tagi að eiga sér stað innan Tyrklands. Stundum er þó verið að reyna að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar. Ekki er langt síðan tímaritið Economist rakti breytingar á eyjunni Imbros sem er innan tyrknesku landamæranna. Eftir seinni heimsstyrjöldina bjuggu þar um 6000 Grikkir en áratug síðar voru þeir allir horfnir. Það kom ekki til af góðu. Grikkirnir urðu að þola mikið ofbeldi, nauðganir og morð, stundum af tyrkneskum sakamönnum sem fluttir höfðu verið til eyjarinnar. Mismunun var á öllum stigum, Grikkir þurftu að greiða hærri skatta og útilokaðir frá embættum. Að lokum lokaði stjórnin í Ankara öllum grískum skólum og tóku ræktarland eignarnámi. Að endingu var hinu forna gríska nafni eyjunnar skipt út fyrir tyrkneska heitið Gokceada.

En síðustu ár hefur örlað á breytingu og grísk menning hefur snúið aftur til eyjunnar en ferðamennska hefur haldið innreið sína þar. Nú má sjá einstaka gríska veitingastaði innan um tyrkneska. Eftir að ríkisstjórn Tayyip Erdogan leyfði þremur grískum skólum að opna á eyjunni fóru afkomendur grískra íbúa að fikra sig til baka, varfærnislega þó. Grikkjum á eyjunni hefur fjölgað á ný og eru um 600 talsins en voru komnir undir 200 á tímabili. Tyrkir hafa lofað að veita afkomendum Grikkja sem snúa til baka ríkisborgararétt, þó með skilyrðum.

En sagan gefur ekki endilega til kynna að þarna verði mikil breyting. Grikkir stofnuðu margar nýlendur í Anatólíu á fornöld og bjuggu þar allt þar til fall Kostantínopel 1453 gerði þá að útlendingum í eigin landi. Það er auðvitað merkilegt til þess að hugsa að bæði Grikkland og Tyrkland eru bæði í Nató en líta þó á hvort annað sem sinn höfuðóvin! Hvenær skyldi það breytast?

mynd
22. maí 2024

Met í hælisumsóknum í Evrópu

Nýjar tölur frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, sýna að ekkert lát er á innflæði flóttafólks í álfuna. Í febrúar 2024 sóttu 75.445 umsækjendur um fyrsta sinn um hæli (ríkisborgarar utan ESB) og hafa ekki verið fleiri í febrúar áður. Viðkomandi flóttamenn eru þá að sækja um alþjóðlega vernd í ESB-löndum. Það er aukning um 2% miðað við febrúar 2023 (74.295). Hafa má í huga að Bretland er ekki inni í meira
mynd
21. maí 2024

Sósíalistarnir og svarti listinn

Ríkissjónvarpið sýndi að kvöldi hvítasunnudags kvikmyndina Trumbo og var hún kynnt sem sannsöguleg. Myndin hefst árið 1947 þegar Dalton Trumbo er einn eftirsóttasti handritshöfundur Hollywood eða allt þar til hann og fleira listafólk var sett á bannlista. Myndin fjallar um það tímabil í Bandaríkjunum þegar fólk var ofsótt vegna stjórnmálaskoðana sinna en það var sérlega áberandi í tengslum meira
mynd
20. maí 2024

Reykjavík, húsin rísa og vegirnir hverfa

Verandi íbúi í Vogahverfinu hef ég lengst af þurft að keyra Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugarvegar til og frá vinnu. Þar hafa verið tvöfaldar akreinar og í seinni tíð er umferðin þung. Þarna á borgarlínan að koma, hún mun helga sér miðjuna á veginum og fyrir vikið hverfa tvær akreinar báðum megin. Nú er rætt um að færa umferðahraða á Suðurlandsbraut niður í 40 km, úr 60 km. Erfitt er að ráða í meira
mynd
18. maí 2024

Blaðamennska í breyttum heimi

Mörgum fjölmiðlamönnum finnst eins og það sé stöðugt meira sótt að þeim og starfi þeirra en með samfélagsmiðlum má segja að almenningur hafi fengið eigin rödd á vettvangi þjóðmálaumræðunnar. Sú rödd dregur oftar en ekki í efa það sem birtist í fjölmiðlum sem í eina tíð höfðu einskonar einkarétt á því að segja hvað væri í fréttum og tóku sér hlutverk hliðvarðar sem réði því hvað væri yfir höfuð meira
mynd
15. maí 2024

Skilyrðislausa góðmennskuloforðið

Geta íslenskir forsetaframbjóðendur svikið börnin á Gasa eins og haldið hefur verið fram nú í aðdraganda forsetakosninga? Og ef þeir hafa svikið þau eru það þá einu börnin í veröldinni sem forsetaframbjóðendurnir hafa svikið? Það getur verið erfitt að koma auga á rökin bak við slíkar fullyrðingar sem eru þó dæmigerð fyrir margt í þjóðmálaumræðunni í dag. Margir virðast trúa því einlæglega að meira
mynd
13. maí 2024

Hringlandaháttur í útlendingamálum

Við Íslendingar höfum kosið að læra ekkert af reynslu nágrannalanda okkar í útlendingamálum. Hvað nákvæmlega veldur er erfitt að segja, hugsanlega er landinu núna stýrt af fólki sem hefur lítinn áhuga á sagnfræði eða hvernig utanaðkomandi breytingar geta móta samfélagið. Eða að það jafnvel trúi því ekki að slíkir hlutir skipti máli, þróunin verði að hafa sinn gang og við höfum hreinlega ekkert um meira
mynd
9. maí 2024

Duero - þar sem púrtvínið skákar rauðvíninu!

Duero-áin er eitt helsta kennileiti Portúgals en hún á þó upptök sín í fjöllunum langt norður af Madríd á Spáni þar sem hún rennur frá norðaustri til suðvesturs. Vegferð hennar til sjávar er löng en hún er talin vera alls um 890 km og þar af eru 260 km innan landamæra Portúgals. Til samanburðar er Þjórsá lengsta á Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Duero er heill meira
mynd
7. maí 2024

Sprengju-kveikur í Kastljósinu

Áhorfendur Ríkisútvarpsins hafa nú séð umfjöllun um viðskipti Reykjavíkurborgar við olíufélögin vegna lóðarmála. Viðskipti sem kalla má „gjafagjörning.“ Eins kunnugt er þá var þátturinn tekinn af dagskrá fréttaskýringaþáttarins Kveiks, en undir þeim formerkjum birtir fréttastofa Ríkisútvarpsins rannsóknarblaðamennsku sína. Mikla athygli vakti þegar ritstjóri Kveiks, Ingólfur meira
mynd
5. maí 2024

14 ára bið Verkamannaflokksins að ljúka

Flest bendir til þess að breski Verkamannaflokkurinn vinni kosningarnar í Bretlandi þegar þær verða haldnar en það getur í síðasta lagi orðið í janúar á næsta ári. Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sætum og vann meirihluta í mörgum kjördæmum. Á sama tíma galt Íhaldsflokkurinn afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 meira
mynd
3. maí 2024

Virkjum Bessastaði!

Orkumál eru í fyrsta skipti kosningamál í forsetakosningum á Íslandi og spurning hvort slagorð Ástþórs Magnússonar um virkjun Bessastaða verði loksins að veruleika! Erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur þessari tengingu, það að orkumálastjóri er í framboði eða staða orkumála á Íslandi þar sem stefnir í orkuskort? Sjálfsagt hafa báðir þessir þættir áhrif þó með ólíkum hætti sé. Við Íslendingar meira
mynd
2. maí 2024

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta meira
mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira