„Fyrsti kossinn átti sér stað á herstöð á eyjunni O‘ahu“

Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi.
Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita. 

Fimm spurningar um forsetaframbjóðendur: Eiríkur Ingi Jóhannsson

Fyrsti kossinn?

„Stjúpfaðir minn var landgönguliði í bandaríska sjóhernum. Fyrsti kossinn átti sér því stað á herstöð á eyjunni O‘ahu á Havaí. Árið var 1985 og ég var níu ára gamall. Ég kyssti stúlku að nafni Beth.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

„Þau voru nokkuð fjölbreytt, en meðal annars var ég með myndir af fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Michael Jordan, liðsmönnum hljómsveitarinnar Run-D.M.C. og plaköt af landgönguliðum og traktorum.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Fyrstu stórtónleikarnir áttu að vera með rokksveitinni Poison í Kaplakrika en sveitin hætti við á síðustu stundu þar sem bassaleikarinn puttabrotnaði. Ég man ekkert hverjir stigu á svið í staðinn. Mig rámar í að þetta hafi verið í kringum 1991 eða 1992.“

Uppáhalds árstíð?

„Sumarið á landi en ofan í hafdjúpinu á vorin.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er... :

„Sjáanlegur í spegli á hverjum degi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál