Pistlar:

5. júní 2024 kl. 21:37

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvernig er best að forðast gjörunnin vítamín og bætiefni?

 

Flestur matur sem við borðum fer í gegnum einhvers konar vinnslu og er alls ekki allur slæmur. Einfaldast er auðvitað að elda heima; sjóða hrísgrjón, hræra egg eða saxa og búa til ferskan grænmetisrétt. Þegar iðnaðarvinnsla hefur bæst við er maturinn gjarnan orðinn meira skaðlegur, eða í það minnsta ekki eins næringaríkur. Það að hreinsa korn eins og hveiti eða hrísgrjón til að búa til „hvítar“ útgáfur er gott dæmi um það þegar það besta er fjarlægt. Þetta vinnsluferli rífur burt trefjarnar og mikið af næringarefnum. Ef þú ferð lengra upp skalann færð þú það sem kallað er gjörunnin matvæli, sem blessunarlega eru loks til umræðu.

Gjörunnin matvæli geyma langan lista af innihaldsefnum sem þú myndir aldrei bæta við matinn ef þú býrð hann til heima hjá þér. Veltu fyrir þér um rotvarnarefnum, litarefnum, bragðefnum, þykkingarefnum, sveiflujöfnunarefnum og öllu því sem hljómar “efna”! Því miður inniheldur þessi flokkur mörg matvæli sem fyrirfinnast í skápnum okkar, þar á meðal morgunkorn, fjöldaframleitt brauð, kjöt, og tilbúið grænmetiseitthvað, sem hljómar svo vel... [i].

Gjörunnin matvæli hafa tilhneigingu til að innihalda meira af sykri og/eða sætuefnum, sem og meira af mettaðri fitu og gjarnan slatta af hitaeiningum sem stundum eru alveg næringarlausar.
Það eru verulegar heilsufarslegar afleiðingar af gjörunnu mataræði, þar á meðal aukin hætta á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, IBS, þunglyndi, krabbameini og offitu, svo og ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómum, astma hjá börnum og hjarta- og efnaskiptabreytingum í æsku [ii] [iii] [iv]. Að lifa á gjörunnum matvælum skilur fólk oft eftir of þungt en samt vannært sem þýðir að það skortir mikilvæg næringarefni, vítamín og steinefni. Að forðast gjörunnin matvæli getur því verið gagnlegt fyrir alla aldurshópa.

gjörunnin vítaminMörg okkar eru orðin meðvituð og kjósa að forðast aukaefnin sem unnin matvæli innihalda. En getum við beitt þessum sömu rökum við val okkar á vítamínum og fæðubótarefnum?


Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt forðast vinnslu þegar vítamín og bætiefni eru búin til, en vissulega er hægt að gera ráðstafanir til að halda þeim eins hreinum og virkum og mögulegt er. Sérstaklega með því að forðast “hjálparefni” sem hafa ekkert næringarfræðilegt gildi og geta í raun haft skaðleg áhrif á heilsu okkar, umhverfið og ekki síst á verksmiðjustarfsmenn sem starfa við framleiðslukeðjunnar.

Hvernig á að bera kennsl á gjörunnin vítamín og bætiefni?
Það er margt í boði á markaðnum í dag sem er vægast sagt misjafnt að gæðum. Á meðan sumt er aðgengilegt í matvöruverslunum fæst margt nær eingöngu á netinu. Þar er því miður hellingur sneisafullir af allskyns óþarfa; litað og bragðbætt, óvandaðir vökvar, freyðitöflur, gúmmí og steyptar töflur með staflana af allskyns auka- og hjálparefnum svo það líti sem best út fyrir neytandann. Aukaefnin eru “hönnuð” með það í huga að gera vítamínin og bætiefnin aðlaðandi í útliti og á bragðið en einnig til að draga úr framleiðslukostnaði.

Þarna leiða oft snjöll skilaboð fókusinn hjá slæmum aukaefnum og minna heilbrigðum formúlum. Hérna komum við að kjarna málsins því fjölmargar rannsóknir hafa tengt mörg af þessum efnum við heilsufarsvandamál. Hér mætti nefna gervi rotvarnarefni eins og natríumbensóat sem stuðlar að hegðunarvandamálum hjá börnum og ofvirkni og svo margt annað [v] Svo spurning er, hverju ættir þú að leita eftir og hvað áttu að forðast? Að velja hrein vítmín og bætiefni í stað gjörunninna er hægt að gera með því að lesa innihaldslýsinguna.

Köfum aðeins dýpra inn í heim gjörunnina hráefna sem þú finnur í smáa letrinu:
Sykur, glúkósasíróp, maltsíróp og dextrósi koma oft fyrir. Vandamálið við sætuefni sem þessi er ekki bara hvað þau eru ávanabindandi heldur hafa þau skaðleg áhrif á tannglerung og sveifla blóðsykrinum (þarf af leiðandi er meiri hætta á sykursýki og offitu), að ekki sé talað um skaðleg áhrif á hjarta, lifur og fleiri líffæri... og svo ekki sé minnst á heilbrigði þarma þar sem þessi efni trufla jafnvægið í þarmaflórunni og ýta undir skaðlega myndun á örverum sem geta verið sjúkdómsvaldandi[vi]. Þetta þýðir að þau eiga hvorki heima í mat né vítamínum og bætiefnum sem eiga að bæta heilsu.

Gervisætuefni eins og súkralósi eða aspartam. Aspartam hefur verið mikið í fréttum undanfarið þar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur flokkað það sem „hugsanlega krabbameinsvaldandi“ og heldur áfram að fylgjast með rannsóknum á áhrifum þess. [vii] Nýlegar rannsóknir tengja súkralósa við aukið gegndræpi og leka í þörmum sem getur kostað það að ómeltur matur, sýklar og eituefni fara í gegn og út í blóðið, sem hefur skaðleg áhrif á ónæmiskerfið. Súkralósi leiðir einnig til breytinga á örverum í þörmum og er bólgumyndandi. Afleiðingarnar eru uppþemba, mataróþol, þreyta, meltingarvandamál og húðvandamál. [viii]

Ýruefni (Emulsifiers). Það er notað til að blanda saman vatni og olíu sem annars blandast ekki frá náttúrunnar hendi. Pólýsorbat 80 er dæmi um það sem er mikið notað í fæðubótarefum en sýnt hefur verið fram á að það skaðar slímhúð í þörmum, veldur bólgum og getur átt þátt í myndun Crohns sjúkdómsins, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdóma [ix]

Gervi rotvarnarefni (Artificial Preservatives). Þetta er notað til að tryggja gott geymsluþol og áferð, sérstaklega fyrir vökva, vatnsbundnar eða jafnvel olíubundnar samsetningar, sem eru viðkvæmar fyrir pöddum eða oxun. Forðastu tilbúnar útgáfur eins og kalíumsorbat og natríumbensóat. Leitaðu eftir náttúrulegum valkostum, þar á meðal C-vítamíni, E-vítamíni eða jurtum með öfluga virkni gegn sýklum, sbr. rósmarín. Veldu hylki unnin úr jurtum sem í raun varðveita innihaldsefnin. Jurtahylkin eru um leið frábær leið til að forðast óvönduð og skaðleg aukaefni. Hægt er að varðveita góðar olíur með því að nota köfnunarefni þegar þeim er tappað á flöskur. Það kemur í veg fyrir allan óþarfa.

Carrageenan. Þetta er efni er oft að finna í vegan gúmmíum og glærum vítamín- og bætiefna hylkjum en það er einnig notað til að þykkja vörur eða fleyta innihaldsefnum. Carrageenan er efni unnið úr þangi, sem gæti hljómað vel en þar sem það er unnið með sýru hafa menn séð vísbendingar um að það geti valdið bólgum í þörmum..[x]

Magnesíumsterat og sterínsýra. Þetta er almennt notað í vítamínum og bætiefnum sem eru á steyptu formi en líka þeim sem þarf / á að tyggja. Það er bæði til að flýta framleiðsluferlinu og húða pressaðar töflur. Þó að þessi efni komi úr mat eru sérfræðingar á því að þau geti haft skaðleg áhrif. Ef þú tekur fjölda vítamína og bætiefna með þessu efnum getur upptakan orðið alltof hröð og sjáðu til; magnesíumsterat inniheldur lítið sem ekkert magnesíum

Títaníum díoxíð. Þetta skjannahvíta duft er notað í málningu, plast og pappír til að skapa jafnan lit. Það er líka að finna í tannkremi og matvælum eins og ís, súkkulaði, sælgæti, rjóma, eftirréttum, tyggjói, í álegg og dressingar og margt, margt fleira. Í lyfjum og fæðubótarefnum er það notað til að tryggja jafnt útlit á töflum og þjónar engum tilgangi nema að auðvelda framleiðslu og lágmarka fyrirspurnir neytenda um ólík afbrigði. Árið 2022 bannaði Matvælastofnun Evrópu títaníum díoxíð og staðfesti að það væri ekki lengur talið öruggt sem aukefni í matvælum (flokkar það sem líklegt til að vera krabbameinsvaldandi). Engu að síður er það enn notað og miklum mæli í matvælum víða, og þar á meðal hér á landi í lyf, vítamín, bætiefni og mat. Það er ekki aðeins óskynsamlegt að borða E-númer E171 (sem er títaníum díoxíð) heldur er það þekkt fyrir að valda alvarlegum langtíma lungnasjúkdómum hjá starfsmönnum í verksmiðjum þar sem títaníium díoxíð er unnið. Og svo er það einstaklega skaðlegt lífríki í vatni.[xii]

Talkúm (Talk)
. Þetta er annað fylliefni sem mikið notað í lyf en hefur líka lætt sér inn í vítamín og bætiefniframleiðslu. Talk er oftast notað sem svokallað “klessunarefni” til að koma í veg fyrir að innihaldsefni festist við vélar við framleiðslu þeirra. Þótt það sé almennt notað við lyfjagerð er enginn ávinningur af því og öryggi þess alls óvíst vegna skorts á áreiðanlegum upplýsingum um eiturhrif, þótt uppi sé sterkur grunur um það.[xiii] [xiv]

Pálmaolía. Það er kapíutuli út af fyrir sig. Notuð sem flæðiefni til að koma í veg fyrir að efni festist og klessist og kekkist. Pálmaolía er mörgum áhyggjuefni. Vinnsla á pálmaolíu hefur í auknum mæli haft skaðleg áhrif á viðkvæmt vistkerfi skóga og á búsvæði á svæðum í Asíu og Afríku. [xv]

Stóra spurningin?
Þegar við gröfum aðeins dýpra á bak við vörumerki lyfja- og fæðubótarefna og inn í aðfangakeðjuna, byrjum við að skilja áhrifin sem mörg þessara aukefna hafa, ekki aðeins á okkar eigin heilsu, heldur einnig heilsu jarðar og ekki síst heilsu þeirra starfsmanna sem taka þátt í ræktun eða námuvinnslu þessara hráefna. Fjöldamarkaðsframleiðsla til að framleiða ódýran mat byggir á gjörunnum aðferðum og sömuleiðis byggja vítamín og fæðubótarefni sem framleidd eru hratt og ódýrt oft á sama lögmáli. Og oft er meiri skaði en næring

Góð bætiefni. Líkt og með mat, þá er best að hafa vítamín og bætiefni eins einföld og mögulegt er og lífræn vottun innihaldsefna frá viðurkenndum vottunaraðilum er alltaf besti kosturinn. Það gefur til kynna að hreinleiki og siðferðisleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi Munið að börn eru viðkvæmari en fullorðinir og barnshafandi konur einnig. Öll erum við í raun viðkvæm fyrir óþarfa djönki

Merkimiðinn: Sum vörumerki velja að skrá „virk“ innihaldsefni á meira áberandi stað og setja síðan fullan innihaldslista aftan á merkimiðann með mjög smáu letri. Þú finnur földu aukefnin gjarnan á hinum listanum. Vertu viss um að þú skoðir alla lista; bæði stóra og smá letrið. Flest virt vörumerki hafa raunar ekkert að fela og bjóða 100% virk innihaldsefni án alls þess sem er skaðlegt fyrir mann eða jörð.

Fræðslan
Það er alltaf gott að leita eftir vandaðri fræðslu í tengslum við inntöku vítamína og bætiefna, til þeirra sem þekkinguna hafa. Ekki er víst að slíkt sé boði þar sem eingöngu netsala fer fram eða í stórmörkuðunum.

Svo er hitt með óþols- eða ofnæmisvaldana. Matvælastofnun leggur líka til að þeir séu feitletraðir svo auðvelt sé að koma auga á þá. Ofnæmivaldar geta verið glúten, egg, fiskur, skeldýr, mjólk, hnetur og jarðhnetur, soja, jafnvel sinnep og brennisteinsdíoxíð/súlfít.

Lokaorð
Líf okkar hefur tilhneigingu til að vera gjörunnið úr öllum áttum, ef svo má að orði komast. Nú liggja fyrir mikið af vísindarannsóknum sem sýna hversu skaðlegt okkar gjörunna líf getur verið. Taktu ákvörðun um að velja það sem er óunnið, lítið unnið og sérstaklega hreint. Það sem virkar 100% er auðvitað besta ráðið sem þú getur gert fyrir heilsu og hamingju þína og komandi kynslóða.

massa vítamín

 

Heimildir:

[i] BBC ‘What is ultra-processed food? - BBC Food
[ii] Pagliai G, Dinu M, Madarena MP, Bonaccio M, Iacoviello L, Sofi F. Consumption of ultra-processed foods and health status: a systematic review and meta-analysis. Br J Nutr. 2021 Feb 14;125(3):308-318. 
[iii] Elizabeth L, Machado P, Zinöcker M, Baker P, Lawrence M. Ultra-Processed Foods and Health Outcomes: A Narrative Review. Nutrients. 2020 Jun 30;12(7):1955.
[iv] Srour, B., Fezeu, L, K., Kesse-Guyot, E., Allas, B., Majean, C., Andrianasolo, R, M., et al (2019) ‘Ultra-processed food intake and risk of cardiovascular disease: prospective cohort study’ (NutriNet-Sante), BMJ, 365:l145
[v] McCann, D., Barret, A., Cooper, A., Crumpler, D et al (2007) ‘Food additives and hyperactivity behaviour in 3-year old and 8/9-year-old children in the community: a randomised, double-blind, placebo-controlled trial, The Lancet, Vol: 370 (9598), pp. 1560-1567
[vi] Satokari R. High Intake of Sugar and the Balance between Pro- and Anti-Inflammatory Gut Bacteria. Nutrients. 2020 May 8;12(5):1348. 
[vii] Aspartame hazard and risk assessment results released (who.int)
[viii] M C ArrietaL Bistritz, and J B Meddings. Alterations in intestinal permeability. Gut. 2006 Oct; 55(10):1512-1520
[ix] Partridge D, Lloyd KA, Rhodes JM, Walker AW, Johnstone AM, Campbell BJ. Food additives: Assessing the impact of exposure to permitted emulsifiers on bowel and metabolic health - introducing the FADiets study. Nutr Bull. 2019 Dec;44(4):329-349.
[x] Martino JV, Van Limbergen J, Cahill LE. The Role of Carrageenan and Carboxymethylcellulose in the Development of Intestinal Inflammation. Front Pediatr. 2017 May 1;5:96.
[xi] https://ec.europa.eu/newsroom/sante/items/732079/en
[xii] Identification of research needs to resolve the carcinogenicity of high-priority IARC carcinogens (who.int)
[xiii] Talc | FDA[xiv] mono100C-11.pdf (who.int)
[xv] Rainforest-Action-Network-Leuser-Report-FINAL-WEB.pdf (ran.org) 

 

 

 

 

mynd
21. mars 2024 kl. 13:16

Ferskur, næringaríkur og óunnin biblíumatur!

Páskahátíðin er framundan sem að margra mati er notalegasta hátíð ársins. Minni streita, meira frí og margir nota tækifærið og bæta dögum við fríið. Páskarnir eru ekki síður nýttir til að gera vel við sig í mat og drykk. Það leiðir hugann að öllum þeim mat sem kemur við sögu í biblíunni en eins og önnur fæða sem neytt var til forna er biblíumatur eins mikil andstaða við skyndibita og hægt er að meira
mynd
16. desember 2023 kl. 13:23

Heilsutrendin 2024. Hvað er í kortunum?

  Hvernig lítur heilsa og vellíðan út fyrir þig? Kannski er það að hjóla í búðir frekar en að keyra, taka stigann í stað lyftu eða skipta út áfengum drykk fyrir óáfengan? Undanfarin ár hefur fólk svo sannarlega verið til í endurskoða nálgun sína á heilsu og vellíðan. Árið 2024 munum við líklega sjá skýrara hvernig eftirköst undanfarinna ára; heimsfaraldurs og kreppu hefur mótað líf okkar.Svo meira
mynd
22. nóvember 2023 kl. 16:16

Tími tómarúmsins kallar næringu og nokkur ævintýri

Lengsta tíð ársins ársins stendur nú sem hæst. Þetta er tíð tómarúmsins sem mun að líkindum standa yfir hér á landi fram á vor með ýmsum tilbrigðum. Einkenni þessa tímabils eru kuldi, þurrkur, léttleiki, tærleiki, hreyfing, mikið loft en líka hið dularfulla og ævintýralega tómarúm. Frábær tíð. Svo lengi sem við höldum jafnvægi megum við eiga von á heilbrigðu, skapandi og frjósömu tímabili. Ef meira
mynd
30. ágúst 2023 kl. 12:02

Nokkur heit haustráð!

Haust. Mörg elskum við þennan árstíma. Eins mikið og við njótum hlýrra, sólríkra daga sumarsins, getum við varla horft framhjá undrum og litadýrð haustsins! Í þessum skrifuðum orðum eru margir að pakka niður sumarfötunum og ná í hlýju yfirhafnirnar. Undirbúningur fyrir kaldari tíð þýðir líka að það er gott að gæta betur að sér eftir notalegt sumarkærleysið. Hér fylgir góður heilsutékklisti fyrir meira
mynd
16. júlí 2023 kl. 16:43

Vítamín og bætiefni sem gera sumarið svo miklu betra!

Við tengjum sumrið almennt ekki við veikindi og annasöm dagskrá kann að koma í veg fyrir að þú munir eftir að taka vítamínin þín í sumar. Hafðu samt nokkur vítamín og bætiefni í huga sem í raun geta gert sumarið svo miklu betra og skemmtilegra. Verjum húðina innan fráÞað er frábært að verja húðina innan frá og getað aukið úthaldið um leið. Hið víðfræga astaxanthin er það sem stendur upp úr. Ekki meira
mynd
14. maí 2023 kl. 15:19

Hvernig getum við verið unglegri lengur með einfaldri nálgun

Húð okkar og bein eru það sem birtist okkur þegar við horfum í spegil og líka það sem kynnir okkur fyrir heiminum. Öll erum við gangandi dæmi um áferð húðar, húðlit, lögun og stærð. Með okkar einstöku ásynd og líkama sem tjáir að mörgu leyti hver, eða í það minnsta, hvernig við erum.Vissuð þið að það eru húðin og beinvefirnir sem næra hormóna okkar og halda okkur unglegum? Þeir styðja við meira
mynd
5. mars 2023 kl. 12:41

Hreinsum til og finnum sæta blettinn í okkur öllum!

  Vorið er handan hornsins. Nýtt upphaf. Endurfæðing. Frost er að fara úr jörðu og fræin undirbúa komu sína. Á meðan þetta ástand varir er jörðin þung og blaut og þannig verður hún í fáeina mánuði í viðbót. Það er því ekki af ástæðulausu að vorhreinsun í víðasta skilningi þess orðs er mörgum hugleikin ákkúrat núna. Þessi mót veturs og vors eru að mörgu leyti dásamlegur tími. Tilhlökkun liggur meira
mynd
22. janúar 2023 kl. 15:53

Að leggja sig, eða ekki leggja sig. Það er spurningin?

  Hvern langar ekki að leggja sig um miðjan dag eða síðdegis á köldu og myrku mánuðum ársins? Svefninn hefur verið mikið rannsakaður síðustu misseri vegna mikillar aukningar á svefntruflunum og megin niðurstöðurnar á lélegri nætursvefni er truflun á dægursveiflu, sem kölluð hefur verið líkamsklukkan. Þetta vita margir. Svo almenna svarið við því hvort æskilegt sé að að leggja sig á daginn er meira
mynd
4. desember 2022 kl. 11:26

Sjálfsumönnnarstraumarnir. 10 áhugaverðustu heilsutrendin 2023.

  Að halda sér í formi og heilbrigðum fellur aldrei úr gildi en hvernig við náum heilbrigði og vellíðan er alltaf að þróast. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar er þróun í heilsu- og vellíðan stöðugt að breytast. Þegar tækninni fleytir fram, þekkingin eykst og nýjar aðferðir eru kynntar verða breytingar á því sem verður vinsælt. En líka þegar við enduruppgötvum fornar hefðir sem virka um leið meira
mynd
11. október 2022 kl. 11:25

HAUSTIÐ OG VINDGANGURINN Í MELTINGUNNI

  Haustið er mætt með tilheyrandi lægðum og “vindgangi”. Með tilliti til frumalfanna í náttúrunni má segja að haustið einkennist af þurrki, hreyfanleika, svala og sumpart léttleika. Ef við, þ.e. líkami okkar og hugur, eða lífstíll endurspeglar nákvæmlega þessa eiginleika (sem hann gerir hjá mörgum) eru meiri líkur á því að við tæmum „lífsbrunninn“ (ojasið) meira
mynd
12. ágúst 2022 kl. 13:23

Þú ert það sem þú meltir

Allir hafa heyrt máltækið, "þú ert það sem þú borðar". Flest okkar ólumst við upp við þennan vísdóm. Þessi yfirlýsing hefur verið notuð af heilsusérfræðingum, læknum og foreldrum til að hvetja okkur til að borða hollari mat. Gott og blessað. Og mikilvægt. Þó að það sé mjög mikilvægt að borða hollari mat, þá gefur það ekki heildarmynd af því hvernig þú getur fengið sem mest út úr matnum þínum og meira
mynd
10. júlí 2022 kl. 11:45

Sinntu orkuþörfinni í sumar og losnaðu við þreytu og yfirsnúning

Vissir þú að líkami þinn þarfnast ákveðinna vítamína meira yfir sumarmánuðina? Ástæður þessa eru tengdar þáttum eins og aukinni orkuþörf, hraðari efnaskiptum og heitara veðri. Það er mjög mikilvægt fyrir líkamlega heilsu okkar að þörfinni fyrir þessi vítamín sé fullnægt. Ef það er ekki gert gætir þú fundið fyrir þreytu eða yfirsnúningi, og líkaminn mun ekki hafa vítamínin sem eru nauðsynleg til að meira
mynd
22. maí 2022 kl. 15:46

Minnisleysi & heilaþoka. Hvað er til ráða?

Ákveðin vítamín og fitusýrur hafa verið sögð hægja á eða koma í veg fyrir minnisleysi og draga úr heilaþoku. Í langri upptalningu yfir hugsanlegar lausnir eru nokkur vítamín, jurtir og ákveðið mataræði sem skara fram úr. Þar bera hæst B12 vítamín, jurtir eins Bramhi, omega-3 fitusýrur og Miðjarðarhafsmataræði kemur sterkt inn á ný. En getur þessi viðbót virkilega haft áhrif á og aukið minni þitt? meira
mynd
10. apríl 2022 kl. 10:53

Lífsorkan og vísindin

Flest tengjum við orku við ljós, hita og rafmagnið heima hjá okkur. En er einhver orka þarna úti sem gefur manneskjunni rafmagn? Það er umdeilt en kíkjum aðeins á málin.  Í gegnum söguna hafa trúarbrögð eða heimsspeki eins og hindúatrú, búddismi og lækningakerfi á borð við hefðbundna kínverska alþýðulæknisfræði (TCM) vísað til lífsnauðsynlegrar lífsorku sem rennur í gegnum líkamann í straumum meira
mynd
19. mars 2022 kl. 17:24

Hefurðu heyrt af Andrographis, hinu náttúrulega parasetamóli?

Ýmislegt gott hefur hvisast út um jurtina Andrographis sem margir kjósa kalla hið náttúrlega parasetamól. Andrographis er í gömlum fræðibókum nefnd “King of bitters” enda fyrirfinnst vart beiskari jurt. Jurtin á sér langa sögu í kínverski læknisfræði sem og ayurvedískum lífsvísindum. Í kínverski alþýðulæknisfræðinni er hún notuð til að hreinsa hita úr lungum, í meltingu og þurrka upp meira
mynd
5. mars 2022 kl. 11:25

10 ráð til að efla lífsþróttinn í lok vetrar og byrjun vors

  Af hverju kallast síð vetrar-vor kafa árstíð? Halda mætti að síðla vetrar og byrjun vors, með nýjum sífellt léttari dögum og bráðum nýjum sprotum, hefðu „léttari“ eiginleika. Svo er alls ekki. Þetta segja indversku lífsvísindin Ayurveda, sem telja manninn og náttúruna samofna heild. Það er raki á jörðinni þegar frost og snjór bráðnar. Jörðin er ekki lengur hörð af frosti á meira
mynd
8. janúar 2022 kl. 20:17

HEILSUTRENDIN 2022. Drykkja minnkar, heilinn og geðið fara upp, hljóðheilun, jurtir ofl

Um hver áramót leggst heilsumiðað fólk um allan heim undir feld og rýnir í árið sem framundan er. Það er ekki byggt á lestri í kristalskúlu heldur því sem er raunverulega að malla undir yfirborðinu. Ofan á viðbrögð við heimsfaraldri í bland við mikla óvissu, eru flestir sammála um að nú sé runninn upp tími geðheilbrigðismála. Það megi líka búast við því að þurrkur fari yfir heimsbyggðina og að meira
mynd
11. desember 2021 kl. 12:23

Heima baðdekur og allar græjurnar sem framkalla gæsahúð frá toppi til táar

Áhugi á alvöru baðdekri fer ört vaxandi sem má fullyrða að það sé það allra ferskasta í íslenskum baðkúltúr. Allskonar sögum fer af baðmenningu Íslendinga en líka af Íslendingum sem ekki böðuðu sig. Snorri spann silfurþráð í heitri laug, Jónas frá Hriflu lét byggja laugar yfir okkur (og þjóðin lærði sundtökin) og í mjög stuttu máli, þá bættist við hver útilaugin af annarri og heiti potturinn (að meira
mynd
14. nóvember 2021 kl. 20:47

SAFFRAN - ljósið í myrkrinu

  Vissir þú að þarf 75.000 blómstrandi saffranblóm í ½ kíló af saffranakryddi. Það kemur því ekki á óvart að saffran sé verðmætasta krydd veraldar. Saffran jurtin gefur ekki bara matnum dásamlegt bragð og lit, hún er líka mikils metin lækningajurt af ætt krókusa (Crocus sativius). Ný vísindaleg rannsókn sýnir að áhrif saffrans á svefngæði eru ótvíræð.Ný könnun mín leiddi í ljós að kíló meira
mynd
3. október 2021 kl. 19:21

Kitsarí - hin fullkomna næring. UPPSKRIFT

  Kitserí (kitchari) er afar vinsæll indverskur réttur sem af mörgum er talinn hin fullkomna næring enda frábær blanda kolvetna, próteina og fitu. Í indversku lífsvísindunum, Ayurveda, er kitserí í miklum metum og gjarnan borðað meðfram andlegri iðkun eða þegar fólk vill draga sig í hlé um stund og hvíla meltinguna. Mjög algengt er að fólk fari á 3ja daga svokallaðan kitcherí hreinsun (og meira
mynd
15. september 2021 kl. 15:39

ER ÞURRKURINN AÐ NÁ ÞÉR?

    Margir kvarta sáran undan þurrki þessa daganna, meiri en nokkru sinni. Hvað veldur? Haustið er brostið á sem er einn þurrasti tími ársins. Margir kenna um mikilli sprittnotkun undanfarið og ekki hafi grímunotkun og gosmengunin bætt úr. Hvernig birtist þessi þurrkur? Nokkrir finna fyrir óþægindum í húð, sérstaklega á höndum og aðrir í andliti og fótum. Þurrkurinn birtist líka í augum meira
mynd
20. júní 2021 kl. 19:57

Hámaðu í þig C-vítamín í sumar

Eitt af þeim vítamínum sem bar hvað hæst í umræðunni í Covid er C-vítamín. Það vítamín er sannarlega tengt húðinni (undirstaða kollagenmyndunnar og unglegs útlits), sjónin þarf C-vítamín, liðir, beinin og margt annað. En umfram allt er C-vítamín afar mikilvægt fyrir ónæmiskerfið til að verjast sýkingum.Undanfarið hefur vaknað mikill áhugi margra á að næra sig með forvarnir og almennt betri líðan í meira
mynd
25. maí 2021 kl. 20:52

Hefurðu prófað mjólkurfótabað?

Á dögum forn Egypta er sagt að Kleópatra hafi baðað sig upp úr hunangi og mjólk til að fá mýkri, sléttari og ljómandi fallega húð. Indverjar eiga líka mikla sögu um mjólkurböð í fegrunar- og lækningaskyni. En þau snúa meira að því að baða fæturnar upp úr mjólk fremur en allan líkamann. Dr. Deepa Apte sem er vinsæll ayurveda læknir í London segir fátt betra en að bæta lífrænni mjólk út í fótabaðið. meira
mynd
24. mars 2021 kl. 7:27

Púlsinn tekinn á fyrsta ársfjórðungi. Vítamín og bætiefni sem styðja við geðheilsu rjúka út!

2020 var streituvaldandi en 2021 virðist ekki síður ætla að taka á Íslandi og í víðri veröld. Þegar er vitað að veiran hefur leitt til aukinnar sókn í geðheilbrigðisþjónustu í öllum aldurshópum. Að sama skapi hafa fleiri sóst eftir vítamínum og bætiefnum sem styðja við geðheilsuna. Skýrsla Coherent Market Insights gerir fyrir 8,5% vaxtarhraða á heila- og geðheilbrigðismarkaði á næstu 6 meira
mynd
8. mars 2021 kl. 19:31

Leiðir til að fást við innri kláða

Mörg upplifum við innri óróleika þessa daganna, einkonar andlegan kláða. Jafnvel þótt margir æfi regulega, reyni að hugleiða, stundi jóga eða njóti náttúrunnar gerir óróleiki stundum vart við sig þegar síst varir og kveikjurnar geta verið allskonar. Við erum jú öll mannleg og þær eru ansi margar utanaðkomandi óróleikakveikjurnar um þessar mundir.Hér eru nokkur ráð við óróleika og innri kláða. meira
mynd
8. febrúar 2021 kl. 18:28

MANNSLÍKAMINN ER EFTIRMYND NÁTTÚRUNNAR - systur spjalla við Heiðu Björk ayurvedaspeking um djúpa vorhreinsun sem hefur tíðkast í árþúsundir

Hreinsun, endurnýjun og uppbygging er heiti forvitnilegs námskeiðs sem Heiða Björk Sturludóttir og við systur í Systrasamlaginu stöndum fyrir um um miðjan mars.  meira
mynd
6. febrúar 2021 kl. 16:24

Hvernig viltu hafa nýja lífið þitt á litinn?

Áhugi á því að hafa það kosý og smart heima hefur líklega aldrei verið meiri. Sól hækkar á lofti og á meðan mörgum nægir að fara nokkra djúpa hreingerningarhringi hafa aðrir þörf fyrir að skipta um liti heima hjá sér (og sumir þurfa eitthvað miklu miklu meira). Það að mála heimilið getur út af fyrir sig verið frábær hugleiðsla og þegar kemur að því að því velja liti hafa jógavísindin sitthvað til meira
mynd
30. desember 2020 kl. 15:50

8 heitustu heilstrendin 2021. Heilsubyltingin er að hefjast.

Það er langt því frá að við séum byrjuð að skilja hvaða áhrif 2020 hafði á líf okkar. Eitt er þó víst; heilsan var okkur efst í huga árið 2020. Þetta er árið sem mun örugglega breyta viðhorfi okkar til heilsunnar en vonandi margs annars líka. Margir heilsuspámenn fullyrða að heilsubyltingin sé ekki ennþá hafin. Við höfum vissulega séð heilsuvorið. En ekki sjálfa byltinguna. Heilsubyltingin sé í meira
mynd
2. desember 2020 kl. 13:58

Kosmískir töfrar & kristallar sem fínstilla flökkutaugina

  Fólk er snjallt og hugmyndaríkt um allan heim og vagus taugin (isl: flökkutaug) hefur sjaldan verið meira í umræðunni. Enda lengsta og mikilvægasta taug líkamans. Taugin liggur frá botni höfuðkúpunnar í gegnum allan líkamann og hefur áhrif á öndunina, meltinguna og taugakerfið (sjá hér frábæra grein).  Allt snýst um að styrkja hana til að gera fólk minna útsett fyrir streitu. Í meira
mynd
10. nóvember 2020 kl. 19:31

Möntruhugleiðsla í beinni útsendingu frá Systrasamlaginu á miðvikudögum

Undanfarin 3 ár, nánar tiltekið á miðvikudögum kl 09:15 og stundum klukkustund síðar, hafa verið haldnir töfrandi möntruhugleiðslumorgnar í Systrasamlaginu undir stjórn Thelmu Bjarkar jógakennara og fatahönnuðar með meiru. Með smá undantekningum þó þegar Thelma hefur tekið sér fæðingarorlof. Möntru hugleiðslumorgnarnir í Systrasamlaginu hafa notið mikilla vinsælda og margir hafa notið hennar. En meira
mynd
20. september 2020 kl. 10:45

Fætur & svefn mynda órjúfanlega heild. Gefðu þér safaríkt fótanudd

  Svífur svefninn stundum framhjá þér, áttu erfitt með að sofna, ertu órleg/ur í svefni? Í hinum óþrjótandi viskubrunni Ayurvedafræðanna, segir um eina af doshunum, vata doshuna sem byggir upp á lofti og eter, að hún sé hreyfanleg, köld, þurr og hrjúf en um leið létt, tær og fíngerð. Kannski tekur þú strax eftir því að þessi orð geta bæði átt við um svefn og fætur. Svefninn er viðkvæmt meira
mynd
23. ágúst 2020 kl. 20:01

Túrmerik er bólgueyðandi blóðelexír og ómissandi í mat og drykk!

Flest vitum við að túrmerik er stórkostleg lækningajurt og kryddar lífið svo um munar. Vísindin hafa líka uppplýst okkur um það að það nýtist okkur best þegar við matreiðum það og drekkum, altsvo með svörtum pipar (jafnvel löngum), góðum olíum ofl. Mjög margar rannsóknir styðja að túrmerik getur fyrirbyggt allt frá kvefi til margra tegunda illvígari sjúkdóma. Þá hefur túrmerik verið mikið í meira
mynd
28. júlí 2020 kl. 10:55

Vertu snillingur í narti!

  Flest erum við meistarar í fjölbeitingu eða í því að múltítaska. Nart er drjúgur partur af þeim lífsstíl. Oft nörtum við í það sem hendi er næst sem getur verið allt frá skyndibitum til þeytinga og frá orkustykkjum til nammis. Þetta gerum við auðvitað til að halda orku svo við náum að gera allt sem við þurfum að gera. En á meðan sum okkar eru snillingar í narti sem nærir eru aðrir í tómu meira
mynd
8. júní 2020 kl. 8:31

Ekki vera pirruð og súr pitta í sumar

Sumarið er tími gleðskapar, braðgmikils matar og grillveisla en einnig tími sjóðheitra pitta samkvæmt indversku ayurvedafræðunum. Til að gera langa sögu stutta stendur pitta fyrir frumefnin eld og vatn sem býr í okkur öllum en er þó ríkjandi hjá þeim sem skora hæst sem pitta líkams/hugargerðir (taktu prófið). Það er alltaf gott að að hlúa að pittunni í okkur öllum en umfram allt ættu þeir að gera meira
mynd
26. apríl 2020 kl. 10:35

5 mikilvægustu orkuvítamínin

Ertu stöðugt þreytt/ur? Mætti svefninn vera betri? Er orkan alltaf að detta niður? Þá er spurning um hvort maturinn færi þér næga næringu? Það eru margir að glíma við allskonar þessa daganna. Sumir borða lítið, aðrir mikið, en samt er eins og eitthvað vanti upp á fyrir ansi marga. Það kann að stafa því að þú ert ekki að fá öll þau vítamín sem eru þér lífsnauðsynleg. Það er skynsamlegt að byrja á meira
mynd
22. mars 2020 kl. 20:59

Sjálfsumhyggja í samgöngubanni

Aldagömlu heilsukerfin, jóga og Ayurveda, gera sannarlega ennþá sitt gagn þegar líkamleg og andleg heilsa er það sem öllu skiptir. Ef þú eykur kraft og umfang þessa þátta í lífi þínu er mjög líklegt að þér takist að styrkja varnir líkamans og halda gleðinni. Byrjaðu daginn á hugleiðslu. Mörg okkar höfum prófað hugleiðslu og sum haldið áfram. Fyrir nokkra þýðir hugleiðsla það að stilla meira
mynd
9. mars 2020 kl. 21:44

Naflaolínudd og silkimjúkar varir

  Nú þegar margir iðka sjálfsnudd / Abhyanga, hafa lært að brúka tungusköfu, púlla olíumunnskol og þurrbursta líkamann, er gott til þess að vita að vísindi lífsins hafa upp á margt fleira áhugavert að bjóða. Naflaolíunudd er loks komið upp á yfirborðið og hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu. Tískutímaritin Cosmopolitan og Harper ´s BAZAAR hafa bæði birt greinar um meira
mynd
26. febrúar 2020 kl. 12:49

Vantar í þig allt Ojas?

Ef þú þráir umfram allt ekki bara góða heldur frábæra heilsu og vilt halda þér ungum/ungri sem allra lengst er lykilatriði að rækta Ojas-ið. Ojas er orð úr Sanskrít og merkir í stuttu máli sterk lífsorka sem birtist allt í senn sem líkamlegur styrkur, gífurlega öflugt ónæmiskerfi, falleg húð og tifandi andi.Ojas er eitt af stóru hugtökunum í indversku lífsvísindunum (Ayurveda) og er jafnan sögð meira
mynd
26. janúar 2020 kl. 20:10

Edrú og forvitnum fer fjölgandi

Þótt aldrei hafi mælst meira kókaín í skolpi í Reykjavík og áfengisneysla hafi verið á stanslausri uppleið undanfarna áratugi hefur umræðan um líf án áfengis sjaldan verið meira áberandi en 2019. Edrú og forvitnum fer fjölgandi víða um heim og munu sjálfsagt halda áfram að fjölga á nýjum áratug af margvíslegum ástæðum.   Það er ekki víst að allir hafa hugsað það til enda hvernig lífið sé án meira
6. janúar 2020 kl. 20:35

Saa Taa Naa Maa. Morgunhugleiðslan á Rás 1

  Hugleiðslan eða mantran sem er kyrjuð í Morgunhugleiðslunni á Rás 1 með Thelmu Björk Jónsdóttur nú í upphafi árs þykir afar öflug og er sú mantra sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya. Í jógafræðunum kemur fram að Kirtan krya hjálpi við að heila gömul áföll, örvi heilaköngul og samstilli vinstra og hægra heilahvel. Niðurstöður meira
mynd
4. janúar 2020 kl. 14:06

Hvaða næringu þurfa veganar á mismunandi aldri?

  Flestir eru sammála um að það að gerast alveg vegan eða vegani um tíma sé frábær reynsla. En það er líka gott að kunna skil á því hvernig það er að vera vegan á mismunandi aldurskeiðum og hvers þarf að gæta? Í dag skilgreina 600 þúsund manns sig sem vegan á Bretlandi og fer sá hópur stækkandi. Vegan hópurinn á Íslandi fer líka ört stækkandi, en líka sá hópur sem kýs að prófa og taka meira
mynd
1. janúar 2020 kl. 14:21

Mögnuð meltingarte- uppskriftir

  Margir vakna á nýju ári með ansi trega meltingu. Þá er um að gera að kveikja agni/ meltingareldinn sem er í raun afar auðvelt og ayurveda kunna best fræða. Fyrsta skilgreiningn á agni er eldur, sem er eitt fimm frumefna líkamans. Hann vísar líka til eldsins sem viðheldur líkamshita okkar, meltir matinn, tekur upp næringu og breytir fæðu í orku og fóður fyrir meðvitund okkar. Tein hér að meira
mynd
7. desember 2019 kl. 15:39

Vitringarnir þrír; meltingarensím, magasýra og mjólkurþistill

“Hamingjan felst í góðum bankareikningi, góðum kokki og góðri meltingu,” sagði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau þegar hann horfði yfir sviðið. Nú er að koma jól og þá er góður matur og góð melting aldrei mikilvægari (og það er alls ekki er verra ef bankareikningurinn er réttum megin við núllið). MELTINGARENSÍM Þegar við borðum mikið, eins og jafnan um jólin, er mjög mikilvægt að meira
mynd
24. nóvember 2019 kl. 13:27

Kansa andlitsvöndur er heitasta snyrtitólið í dag

Best geymda fegrunarleyndarmál vísinda lífsins er án alls vafa Kansa andlitsvöndurinn. Meðhöndlun með Kansa hreinsar ekki bara dúpt, yngir, nærir og viðheldur kollageni húðar, heldur segja ayurveda læknar að með Kansa andlitsnuddi náir þú í gegn til sjálfrar lífsorkunnar. Í andlitsvöndinn er enda notaður sami málmur og í tíbeskar söngskálar og gong. Allra áhugaverðasta við Kansa andlitsvöndinn er meira
mynd
20. október 2019 kl. 12:28

Hárteygjur sem geta breytt heiminum

  Veltir þú fyrir þér hvað verður um allar hárteygjurnar sem hafa eins og horfið af yfirborði jarðar? Hárteygjur sem marga rámar í að hafa tekið úr hárinu og skellt á úlnliðinn rétt áður en þær hurfu út í kosmósið. Hárteygjurnar eru alls ekki horfnar. Týndu hárteygjurnar hafa sogast inn í vistkerfið okkar og ef til vill endað í goggi fugla eða maga fiska sem auðvitað skila þeim aftur út í meira
mynd
26. ágúst 2019 kl. 9:25

Hvaða líkams / hugargerð ert þú? Taktu prófið!

Straumar og stefnur koma og fara en ayurveda fræðin hafa hefur verið til í 5000 ár og hafa sjaldan verið vinsælli. Hluti ayurveda er að taka dosha próf sem greinir niður hvaða líkams / hugargerð þú ert samkvæmt. Ertu vata, pitta eða kapha?Þetta gæti verið gott að vita svo þú megir finna leið til að láta þér líða betur með einföldum ráðum. Dosurnar þrjár, vata (eter og loft), pitta (eldur og meira
mynd
11. júlí 2019 kl. 21:47

Tunguskafa er 2 x mikilvægari en tannbursti og dregur úr hjartasjúkdómum

Tunguskafan hefur verið þekkt tól í austrænum tannlækningum í mörg þúsund ár. Undanfarið hefur vísindaheimurinn glaðvaknað fyrir kostum tungusköfunnar. Ekki er langt síðan breskir og bandarískir tannlæknar sögðu tungusköfuna tvisvar sinnum mikilvægari en tannburstann. Engin sérstök hefð er fyrir notkun tungusköfu á Íslandi. Það kann að breytast á næstunni þegar fleiri ná að kynnast kostum góðrar meira
mynd
30. maí 2019 kl. 20:58

Likaminn lýgur aldrei

Áttu erfitt með að vakna? Hrynur þú í orku um miðjan dag? Ertu hvíldarlaus á kvöldin og glaðvakandi þegar þú átt að sofna. Dekraðu við líkamann því hann er miklu klárari en hausinn á þér.   Lífs- og jógavísindin segja lykillinn að góðum degi að lifa í takt við náttúruna og hlusta á líkamann. Í bókstaflegri merkingu og samkvæmt orkuflæði okkar þýðir það; að vakna áður en sólin rís og sofna meira
mynd
2. apríl 2019 kl. 20:53

Allt sem vinnur gegn sjúkdómum og elli

Rasayana er risastórt orð. Það þýðir allt sem vinnur gegn sjúkdómum og elli, verndar, umbreytir og endurnýjar orku. Magnaðar jurtir eru í þeim hópi.Rasayna er ein af átta kvíslum Ayurveda fræðanna sem vert að gefa gaum til að halda í vellíðan og fyrirbyggja sjúkdóma fram á síðasta dag. Út á það ganga indversku lífvísindin; að fyrirbyggja og snúa á ójafnvægi, sem gæti með tíð og tíma meira
mynd
26. febrúar 2019 kl. 18:14

Fiðrildadrykkurinn var mest instagrammaði drykkur síðasta árs

  Fáir drykkir voru jafn oft myndaðir fyrir instagram á síðasta ári og drykkur sem kallast blár matcha. Skyldi nokkurn undra. Undurfagur. Blár matcha er sá allra ferskasti í hópi vinsælla og kraftmikilla jurtadrykkja sem margir drekka mun oftar til að hvíla sig á endalausu kaffiþambi. Að auki má segja að ný kynslóð heilsuunnenda hafi komist á snoðir um það að drykkir geti sannarlega gefið meira
mynd
19. desember 2018 kl. 16:05

Láttu meltingareldinn loga glatt um jólin

Í indversku lífsvísindunum, Ayurveda, kemur fyrir orðið “agni” sem er notað um hinn logandi meltingareld. Ekki nóg með að meltingareldurinn sjái um að vinna næringu úr fæðunni og lífinu heldur líka að brenna burtu því sem við þurfum ekki á að halda. Ef meltingareldur okkar logar glatt, eigum við auðvelt með að melta fæðu og tileinka okkur öll lífsins gæði. En ef meltingareldurinn er meira
mynd
17. nóvember 2018 kl. 16:33

Undraveröld kristalla

Flestum þykja kristallar ákaflega fagrir. Þótt ekki séu allir sammála um mátt þeirra. Þeir sem hafa rýnt í veröldina vita að við erum stjörnuryk innra sem ytra og að við gætum hreint ekki notað farsíma, hlustað á útvarp og magnað hljóð nema vegna kristalla. Um mátt stjörnuryksins (kristalla / orkusteina) vita auðvitað allir djúpvitrar listakonur og -menn. Á Woodstock sagði Joni Mitchell m.a. svo meira
mynd
4. nóvember 2018 kl. 18:20

Kanónur, klæði, krem, kristallar, cacaó og einn karl!

Fimmtudaginn 8. nóvember klukkan fimm ætlar Systrasamlagið sannarlega að standa undir nafni þegar margar af helstu kanónum landsins koma saman og kynna undursamlegar vörur sínar, líf og list. Þær eru Sirrý Örvars, Sóley Elíasdóttir, Kamillia Ingibergsdóttir og Snorri Ásmundsson. Sirrý Örvars er einn af okkar allra fremstu textílhönnuðum. Þar sem hún býr í Belgíu og hefur ekið um sveitir Belgíu og meira
mynd
2. október 2018 kl. 20:38

Heimabrugg aldrei vinsælla

Kreppa eða ekki? Það breytir því ekki að heimabrugg hefur sjaldan verið vinsælla. Mikil kefírbruggunarbylgja er á Vesturlöndum enda nú vitað og þekkt að afurðir úr kefír eru iðandi af lífi og talað er um að þær séu miklu öflugri en allar meltingarpillur. Nýlega var greint frá því í fréttum að Bretar hefðu ekki undan að framleiða afurðir úr mjólkurkefír og sjaldan hefur sést eins mikið úrval meira
mynd
2. september 2018 kl. 17:35

Það eru allir að tala um ashwagandha!

Nú þegar degi er tekið að halla og hitastigið lækkar finnum við mörg hver fyrir óþægindum í skrokknum. Líkt og náttúran erum við manneskjurnar í öðrum takti á vetri og hausti en að vori og sumri. Við sveiflust eins og vindarnir, verðum stífari í skrokknum og orkuminni. Á meðan sumum finnst tíðin notaleg verða aðrir aðrir blúsaðri. Frá sjónarhorni Ayurveda lífsvísindanna á þetta sér ofureðlilegar meira
mynd
15. júlí 2018 kl. 20:17

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

Nú er HM lokið og þá er kominn tími til að huga að brjóstum kvenna. Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda. Vandað brjóstanudd hreinsar óhreinindi í gegnum sogæðakerfið, dregur úr vekjum og tilfinningaspennu og ýtir undir að lífsorkan flæði um líkamann. Og meira
mynd
1. júní 2018 kl. 15:32

Systur brugga og byggja og safna á Karolina Fund!

Hugmyndin sem við systur í Systrasamlaginu höfum gengið með lengi er að fá tækifæri til að þróa afar næringarríka drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum fyrir alter egó Systrsamlagsins, Boðefnabarinn. Drykki úr bláberjum, fjallagrösum, krækiberjum, netlu, allskyns trjásveppum og mörgum öðrum spennandi jurtum sem við kjósum að kalla GRÆNA GULLIРog eru sannarlega vannýtt auðlind. meira
mynd
7. maí 2018 kl. 17:19

Heilsudrykkur ársins í Evrópu og Jesúvínin

Mögnuð vöruþróun er við það að blómstra í drykkjarveröldinni sem margir vilja meina að endi í byltingu. Því líkt og matur eru drykkir að verða miklu næringarríkari (og bragðbetri) en áður. Meðvitund fólks um innihald drykkja, ekki síður en hvað það borðar, er að vakna. Þó að þessi pistill snúi að hollari drykkjum er gott dæmi um þetta áfengið. Í samhengi þróunnar nýrra og betri drykkja verður meira
mynd
25. mars 2018 kl. 19:40

Andlitslyfting úr jurtaríkinu

Nú er tími ljómandi fallegrar húðar að renna upp. Sól hækkar á lofti og öll viljum við líta aðeins betur út. Vönduð krem virka oft vel en þó vita flestir að ljóminn þarf umfram allt að koma innan frá. Allt snýst þetta í raun og veru um góða næringu og lækningajurtir sem henta húðinni (en vissulega öðrum þræði hvernig okkur líður). Hér eru allra bestu meðulin úr jurtaríkinu sem bókstaflega lyfta meira
mynd
11. mars 2018 kl. 18:33

Bleikur latte, sem eykur hárvöxt og er sagður grennandi, slær í gegn

Hibiscus jurtin er ansi mögnuð og rannsóknir sýna að hún eykur hárvöxt, færir húðinni ljóma, dregur úr kólsteróli, er góð fyrir meltinguna og er meira að segja sögð “grennandi”. Hún einstaklega auðug af C-vítamíni og andoxunarefnum og ekki af ástæðulausu nefnd læknakólfur upp á íslensku. Jurtin er alveg ferlega bragðgóð í drykki ef hún er blönduð rétt. Ég veðja á að hibiscusdrykkir nái meira
mynd
5. mars 2018 kl. 11:21

Slökun í borg fer í hugleiðslu með Strætó

40 daga hugleiðslan sem nú stendur sem hæst undir merkjum Slökunar í borg fer á ferð og flug föstudaginn 9. mars í orðsins fyllstu merkingu þegar Thelma Björk jógakennari og Systrasamlagið taka Ásinn (leið 1) frá Hlemmi til Hafnarfjarðar og aftur til baka. Hugleiðsluferðalagið með Strætó hefst nánar tiltekið á Hlemmi kl. 14.12 og hefur viðkomu á strætóstoppistöðvum við Háskóla Íslands, í Kópavogi meira
mynd
18. febrúar 2018 kl. 20:18

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður bústar ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri. Þótt þessi brennandi heiti eplasíder sé vissulega nútímadrykkur byggir hann á aldagömlum hefðum og vísindum. Sterkur eplasíder er í raun tímalaus meira
mynd
4. febrúar 2018 kl. 14:07

Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tekur aftur flugið næsta föstudag 9. febrúar KL. 17.00 með 40 daga möntru/hugleiðslu. Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund í Systrasamlaginu, Bergsson RE og í Seljahlíð. Samtals 4 x í viku. Einnig meira
mynd
16. desember 2017 kl. 14:10

Er kakó “víma” 21. aldarinnar?

– Katharine Hepburn á að hafa haft á orði um útlit sitt sem margir dáðust að: “Það sem þið sjáið, kæru vinir, er niðurstaða þess að hafa borðað súkkulaði alla ævi.” Um súkkulaði hefur stundum verið sagt að það sé næstum “djöfullega afrodisak”, uppfullt af alsælu og munúð. Við þekkjum öll orðatiltækið um að súkkulaði sé fæða guðanna sem þeir noti til að sáldra töfrum meira
mynd
13. nóvember 2017 kl. 19:49

Whole Foods spáir topp 10 heilsufæðutrendunum 2018

Óhætt er að fullyrða að Whole Foods hafi drottnað yfir heilsuvörmarkaðnum undanfarin ár. Vart eiga áhrifin eftir að dvína eftir aðkomu Amazon sem nýlega keypti keðjuna. Það er því ástæða til að staldra við þegar Whole Foods leggur línurnar fyrir heilsuvörumarkaðinn árið 2018. Það er alltaf gaman að koma við í Whole Foods, sérstaklega í stóru búðirnar og sækja þangað innblástur. Þeir eru með meira
mynd
26. október 2017 kl. 9:19

Haltu meltingunni mjúkri og rakri í skammdeginu!

Langar þig í feitan mat, olíu, smjör, súpur, kryddaða rétti, heitt te, kaffi með ghee-i, hafa sætan bita innan seilingar? Ertu ólm/ur í egg? Viltu liggja í heitu baði, fara í gufu, fljóta, hugleiða, fara í jóga og kanna innri heima. Láttu það eftir því líklega er tengd/ur náttúrunni og skammdegið er að læðast inn í líf þitt. Nú er tími umbreytinga. Það sést allt í kringum okkur. Tré og runnar hafa meira
mynd
11. október 2017 kl. 17:55

Hafragrauturinn sem fór á HM – uppskrift.

Það vakti ansi skemmtilegt umtal þegar ljóst varð að við systur værum á leið í HM í hafragrautsgerð í skosku hálöndunum. Þannig fréttum við m.a. af því að dag eftir dag hefði hafragrauturinn verið aðal umtalsefnið í heitum pottunum á Nesinu. Ekki við. Heldur sjálfur grautrinn. Það þótti okkur skemmtilegt. Því þetta snýst ekki um okkur. Heldur holla hafragrautinn og hvað fólk borðar á morganna. meira
mynd
18. september 2017 kl. 20:04

Lifi hafragrauturinn!

Líkt og þegar fitan hvarf svo gott sem úr mataræði okkar munaði mjóu að kornið hyrfi líka. Sem betur fer rataði sannleikurinn aftur til fólksins og kornið í hinum ýmsu myndum fær aftur að njóta sín á matardisknum. Vísindi nútímans hafa sannað að kornið er okkur lífsnauðsynlegt. Eitt af þeim allra mögnuðustu, sem næstum varð undir í kornfóbíunni, er hið kærkomna hafrakorn, sem er líklega einn meira
mynd
3. september 2017 kl. 22:43

Lífræn regnbogasilungsolía vekur athygli

Nú mega Íslendingar fara að vara sig. Lífræn regnbogasilungsolía er komin á markað og hefur vakið umtalsverða eftirtekt enda eina sinnar tegundar í heiminum. Þessi regnbogasilungsolía er sögð skandinavísk en það eru í raun og veru Danir sem eiga uppsprettuna í vatnasilungi sem kemur úr ósnortinni lífrænni ferksvatnsuppsprettu. Það er breska bætiefnafyrirtækið Virdian sem stendur að baki meira
mynd
24. ágúst 2017 kl. 20:37

Það er lógískt að borða jógískt

  Margar halda að það sé hundleiðinlegt að borða eins og jógi. Það er ekki rétt. Allmargir jógar eru grænmetisætur og þónokkrir vegan. En alls ekki allir. Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, dæma ekki fæðuna sem fólk borðar, þótt þau mæli vissulega með því að sem flestir borði fæðu sem gefur góða orku og nota má til uppbyggingar. En ekki fæðu sem skaðar og veldur orkuleysi. Ólíkt því sem meira
mynd
10. júní 2017 kl. 14:15

Vísindin veðja á engifer sem lausn við offitu

Flestir vita að engifer er frábær lækningajurt með mikla sögu. Fáa óraði fyrir að vísindi nútímans væru í þann mund að leysa úr læðingi sönnun þess að engifer er líklega besta lausnin gegn offitufaraldrinum og tengdum sjúkdómum sem nú geysa um allan heim. Vitað er fyrir að engifer er bólgueyðandi, verkjastillandi, góður fyrir meltinguna og hitagefandi. Ný samantekt vísindarannsókna sem birtist í meira
mynd
29. maí 2017 kl. 20:49

Ertu glútenlaus án þess að þurfa að vera það?

Godhuma er orð sem kemur fyrir í Sanskrít. Go þýðir skynfæri og dhuma merkir að fjarlægja þokuna/skýið frá vitunum. Hin dýpri merking þessa er á þá leið af ef við höldum skynfærum/meltingarfærum okkar ekki hreinum þá þrífumst við ekki. Dr. John Douillard sérfræðingur í Ayurveda, náttúrulæknir og höfundur einnar umtöluðustu heilsubókar samtímans, Eat Wheat, bendir á að í dag byggi margra billjóna meira
mynd
15. apríl 2017 kl. 22:19

Hipparnir sigurðu

Ég og systir mín skelltum báðar upp úr þegar bisnessmaður nokkur, nýfarinn að feta heilsustíginn, gerði sig breiðan og hóf að tala niður til “jógahippana”. Það skyldi nefnilega aldrei vanmeta jógahippana, hvað þá gömu hippanna sem hafa í raun sigrað. Horfum aðeins á heiminn sem við lifum og hrærumst í dag? Granola (fátt er hippalegra). Nú selja súpermarkaðir granola fyrir 2 meira
29. mars 2017 kl. 21:59

Er ljóminn að hverfa og svitinn orðinn þurr?

Aktívistinn og jógakennarinn Shiva Rea er mögnuð kona og eitt mest áberandi andlit jógaheimsins. Það lögðu því margir við hlustir þegar hún upplýsti að hún hefði nærri brennt upp lífsvökva sínum. Ástæðan? Hún gerði alltaf sömu jógaæfinganar án tillits til árstíða eða breytinga í lífi hennar. Þá kynntist hún Ayurveda sem umbylti sýn hennar á tilveruna og færði henni svitann, ljómann og lífsorkuna meira
mynd
20. febrúar 2017 kl. 18:43

Hvernig er best að losna við bólgur með túrmeriki

Í þúsundir ára (bókstaflega) hefur hin djúpgula og fallega túrmerikrót (Curcuma longa) verið dásömuð sem eitt virkasta ráð náttúrunnar við hinni hvimleiðu liðagigt og almennt bólgum í líkamanum. Í dag taka nútímavísindin undir það. Fólk dásamar túrmerik um allan heim. Upprisa þess er undaverð og líkt og ég greindi frá í skrifum mínum um heitustu heilsustrauma ársins 2017 eru margir að öðlast meira
mynd
29. janúar 2017 kl. 12:35

Bestu ráðin á tímum flensu og orkuleysis

Ertu með flensuna, kvef, síhnerrandi og alltaf að snýta þér? Er hálsbólgan að hrjá þig eða bara almennur slappleiki? Margir glíma um þessar mundir við einhverja útgáfu af slappleika. Í besta falli orkuleysi. Þá er gott að vita að jógafræðin búa yfir mögnuðum ráðum sem geta létt fólki lífið og flýtt upprisu. Margar aðferðanna hafa vísindin þegar bakkað upp. En á meðan hin virta læknavísindastofnun meira
mynd
10. janúar 2017 kl. 23:51

Heitustu heilsustraumarnir 2017

Oft er ráð að leyfa rykinu að setjast og vindum að feykja burt menguninni áður en rýnt er í kristalskúluna yfir heitustu heilsustrauma ársins. Þá verður allt skýrara. Það verður margt um að vera í ár. Miklar breytingar eru í vændum. Svo miklar raunar að sumir tala um “culinary shift”, eða byltingu í mataræði. Jafnframt er gert ráð fyrir að umhverfisvænn lífstíll verði aldrei meira
mynd
23. nóvember 2016 kl. 16:21

10 leiðir til að hygge sig að hætti Dana

  Danir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin “hygge sig” nær daglega. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á þessu ári er The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst nýverið á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Höfundur bókarinnar er Meik Wiking, yfirmaður meira
mynd
2. nóvember 2016 kl. 21:38

Brauðið fær uppreist æru!

Brauð hefur átt á brattann að sækja. Margir hafa viljað losna við glútenið og hátt innihald kolvetna hefur staðið í öðrum. Blessunarlega er nú brauðið að fá uppreist æru. Þar erum við ekki að tala um næringarlaus pappabrauð heldur brauð unnin úr alvöru hráefnum upp á gamla mátann. Vönduð súrdeigsbrauð sem eru fágæt hér á landi en finnast núorðið í sárafáum bakaríum. Nýjar vísindarannsóknir frá meira
mynd
19. október 2016 kl. 11:13

Heitt olíunudd framkallar gæsahúð og heldur húðinni ungri!

Við sem erum svo lánsöm að hafa komist í heitt olíunudd hjá sérhæfðum Ayurveda nuddara vitum fátt notalegra. Um okkur flest fer hreinlega gæsahúð við tilhugsunina. Að ekki sé minnst á okkur ofurheppnu sem höfum komist í svokallaða Shiodhara nuddmeðferð. Stundum kölluð meðferð fyrir þriða augað. Þegar volg olía er látin drippa taktfast á ennið. Það er ólýsanlega nærandi upplifun og meira
mynd
15. september 2016 kl. 8:49

Ævintýralegt lífshlaup fyrsta kvenleiðtoga jógaheimsins

Þótt nafn hennar hafi ekki farið hátt er Indra Devi talin einn áhrifamesti jógi hins vestræna heims. Einstök kona í hópi fjölmargra karlkyns jógaleiðtoga á síðustu öld. Devi er í dag gjarnan nefnd “Mataji” eða fyrsti kvenleiðtogi jógaheimsins. Hún var uppi þegar konur sem stunduðu jóga voru litnar hornauga og jafnvel ennþá gerðar brottrækar úr eigin samfélögum fyrir að iðka jóga (þá meira
mynd
18. ágúst 2016 kl. 21:33

Mjúka hliðin á hjartanu

Fáir eru sjálfsagt að velta því fyrir sér svona dagsdaglega að hjartað er umlukið poka. Sterkri og sveigjanlegri himnu sem kallast gollurhús. Þótt vestrænir læknar séu afar færir í hjartalækningum vilja austrænu fræðingarnir meina að pokinn utan um hjartað sé í of litlum metum. Gollurhúsið, sem er fíngert og viðkvæmt, hafi margvíslegu hlutverki að gegna. Ekki síður tilfinningalegu en líkamlegu og meira
mynd
13. júlí 2016 kl. 21:38

Hin súra gúrkutíð!

Flest höfum heyrt getið um gúrkutíð. Það er tíminn núna. Þegar lítið er í fréttum og viðskipti í lágmarki, að minnsta kosti fyrir opnum tjöldum. Allt snýst um sumarfrí og svalandi næringu. Líkt og hér á landi tala Danir um agurketid en færri vita að Danir sóttu heitið á þessu tímabili til Þjóðverja sem kalla það Sauergurkenzeit. Það er tíminn þegar gúrkurnar þroskast og eru lagðar í súr, sem er meira
mynd
3. júlí 2016 kl. 13:32

Blómstrandi karrí. Hinn nýi bixímatur!

Stundum var svokallaður bixímatur borðaður á mínu æskuheimili. Kjöt gærdagsins, með kartöflum og spældu eggi. Mér líkaði hann aldrei sérstaklega vel. Of mikið kjöt með eggjum. Alltof þungur matur að mínu mati. Svo komst ég að því síðar að ég vil hafa matinn minn léttan og bragðmikinn en í denn voru góð krydd ekki á hverju strái. Ég tók því fagnandi þegar ég sá loks bixímatinn í nýju ljósi. Nú eru meira
mynd
1. júlí 2016 kl. 13:47

Ilmkjarnaolíur sem ættu að prýða hvert heimili!

Það er margsannað, jafnvel vísindalega, að góðar ilmkjarnaolíur geta haft djúp áhrif á líðan okkur. Að mati margra sem hafa áhuga á heilsu og jóga ætti hvert einasta nútímaheimili að búa yfir nokkrum tegundum ilmkjarnaolía. Þær eru lavender, piparmintuolía, frankincense, júkalyptusolía, ylang ylang, vetiver, nerolí, sandalviður, sítrónuolía, citronelluolía og síðast en ekki síst tea tree-olía. meira
mynd
21. júní 2016 kl. 21:08

10 leiðir til að springa út í sumar

Hugmyndin um að manneskjan sé hluti af náttúrinni, ekki yfir hana hafin, vex og dafnar. Þetta er m.a. grunnur hugmyndfræði hinnar dásamlegu Dr. Jane Goodall sem bræddi hjörtu gesta í Háskólabíói dögunum. Og um þetta snúast hin 5000 ára indversku lífsvísindi, Ayurveda. Þar er að finna ráð við flestu; allt frá mataræði að ilmum og frá litum að skapgerðar eiginleikum sem hver hæfir sinni árstíð. meira
mynd
29. maí 2016 kl. 20:10

Hin kyngimagnaða Frankincense kjarnaolía

Vissir út að þefskyn okkar er beintengt ósjálfráða taugakerfinu, miðju tilfinninga okkar? Þegar þú finnur ilm af vandaðri ilmkjarnaolíu má segja að ilmurinn brjóti sér leið beint upp í heila. Hin skilningavitin 4; sjón, bragð, snerting og heyrn hafa líka fyrstu snertingu við heilastúku áður en þau hreyfa við öðru í líkama okkar. Og þar sem ósjálfráða taugakerfið er jafnframt beintengt þeim hluta meira
mynd
25. apríl 2016 kl. 20:48

Ofurskálin & morgundjammið

Superbowl? Já, en ekki sú sem þið kannski haldið. Heldur á acaiberja ofurskálin sviðið. Hvert sem litið er skarta stjörnurnar á himnum Hollywood sinni morgunverðar ofurskál. Leikkonan Gwyneth Paltrow gerir einni slíkri hátt undir í höfði í nýju bókinni sinni, It’s All Easy, sem kom út fyrir nokkrum dögum, Mæðgurnar gáfu nýlega uppskrift af einni sem er fallegri en flestar og meira
mynd
14. apríl 2016 kl. 14:35

Er andinn farinn langt fram úr efninu?

Þegar sól hækkar á lofti upplifa margir að andinn sé spriklandi fjörugur og farinn langt fram úr efninu. Eftir situr líkaminn þungur og silalegur. Samkvæmt kínversku alþýðulæknisfræðinni er vorið tími lifrarinnar. Stærsta kirtils líkamans. Ef lifrin er stífluð finna margir fyrir þrekleysi og staðnaðri lífsorku. Lifrin sér um að lífsorkan renni ljúflega í gegnum líkamann. Sagt er að hökt á meira
mynd
7. mars 2016 kl. 19:56

Jóga og heilinn. Stóru fréttirnar!

Yfir 90 % einstaklinga sem ákveða að stunda jóga fara af stað með þær væntingar að auka líkamlegan styrk og liðleika og líka til að draga úr streitu. Hið besta mál. Þeir sem fara hins vegar á bólakaf í jógaiðkun breyta nær allir afstöðu sinni.Í einni af þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið á jógaiðkendum hefur komið fram að 2/3 hlutar jóganema og 85% jógakennara breyta hugmyndum sínum meira
mynd
28. febrúar 2016 kl. 22:22

Gerðu þitt eigið ghee

Þeir sem hafa tileinkað sér vísdóm jógafræðanna vita að ghee er ómissandi hluti tilverunnar. Ekki bara fyrir líkamann heldur er ghee í bókstaflegri merkingu vitsmunalegt fóður. Ghee, sem er olían í smjörinu, er af mörgum talin tærasta og næringarríkasta fita sem til er. Ghee fer einstaklega vel með kókosolíu í heita og nærandi kaffidrykki. Líklega eru bestu fréttirnar þær að þeir sem kjósa ekki meira
mynd
28. janúar 2016 kl. 17:43

Stórneltan frá Kálfanesi á Ströndum er mögnuð lækningajurt

Eins og mörgum er kunnugt um býr Kálfanes á Ströndum yfir miklum töfrum, jafnvel göldrum, ef út í það er farið. Færri vita að þar vex mjög dýrmæt plöntutegund, svokölluð stórnetla sem lítur út eins og dökkur blettur í landslaginu. Ég kýs að kalla hana græna gullið af mörgum ástæðum en aðallega þó þeirri að oft er sagt um netluna að hún sé jurtin sem bæti næstum allt. Stórnetlunar á Kálfanesi meira
mynd
6. janúar 2016 kl. 15:08

10 heitustu heilsustraumar ársins 2016

Það hefur sjaldan verið áhugaverðara en nú að vera meðvitaður um strauma og stefnur í heilsumálum. Þar gerast hlutirnir. Okkur systrum, þ.e. mér og Jóhönnu, sem er hinn helmingur Systrasamlagsins, finnst fátt skemmtilegra en að rýna í heilsukristalskúluna og spá í árið og jafnvel árin framundan. Hér eru 10 heilsustraumar og -stefnur sem við teljum að muni ná flugi árið 2016. Góða skemmtun. 1. meira
mynd
16. desember 2015 kl. 16:23

Hátíðar biscottur. Alveg keppnis.

Nýlega helltist yfir mig löngun til að deila með ykkur uppáhalds biscottunum mínum. Biscottum sem eru alveg "keppnis”, eins og vinkona mín orðaði það. Við systur (í Systrasamlaginu) hófum að sjóða þessa uppskrift saman fyrir tveimur árum í litlu búðinni okkar á Nesinu. Síðan þá eru þær ómissandi á aðventunni. En ef maður bakar biscotturnar of snemma er hætt við að aðrar meira
mynd
30. nóvember 2015 kl. 22:32

Stórmerkar flotrannsóknir vekja vonir

Fáir efast um að Bandaríki Norður-Ameríku eru mekka jógaiðkunnar í heiminum í dag. Þar er gerjunin þótt uppsprettan sé sannarlega úr austrinu. Það sem nú vekur áhuga vísindamanna eru miklar framfarir á líkamlegri og andlegri heilsu uppgjafahermanna sem stunda jóga og hugleiðslu. Þá gefa yfirstandandi rannsóknir á floti sterkar vísbendingar um að það geti unnið á áfallastreituröskun. Það var hið meira
mynd
28. október 2015 kl. 21:39

Mesta fjörið er á boðefnabarnum!

Við eigum máske ekki peningatré en það má sannarlega segja að innra með okkur vaxi hamingjutré. Dópamín, serótónín, oxytocin og endorfín skipa þann dásamlega kvartett sem heldur okkur réttu megin í lífinu. Margt getur haft áhrif á virkni þessarra boðefna. Líka við sjálf. Fremur en að vera í farþegasætinu, eru til margar leiðir til að setjast í bílstjórasætið og leysa þau úr læðingi. Það hefur meira
mynd
4. október 2015 kl. 18:18

OM gegn ennis- og kinnholusýkingum

Hið forna hljóð OM, upphafshljóð allra hljóða og æðsta mantra jóganna er sannarlega mögnuð. Hún róar hugann og færir okkur inn í núið en hefur líka aðrar mjög áhugaverðar hliðar sem vísindamenn við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi komust að fyrir nokkru. Þeir sem söngla OM reglulega halda nefnilega ennis- og kinnholunum hreinum, segja vísindamennirnir. Gott að vita í miðri kvefpestatíð.Það er meira
mynd
18. september 2015 kl. 16:22

Önnur sýn á sætu!

Sykurlaus September. Sannarlega verðugt viðfangsefni. En það eru líka fleiri hliðar á því sæta og margar mjög áhugaverðar. Vissuð þið að þegar formæður okkar og -feður fundu sæta bragðið af matnum voru þau öruggari um að hann væri ekki eitraður eða skemmdur? Náttúrulegur sætur matur er okkur jafn nauðsynlegur og önnur bragðgæði lífsins. Og almennt talinn sá allra næringarríkasti. Í Ayurveda meira
mynd
31. ágúst 2015 kl. 14:29

Þarftu sterkar verkjatöflur? Hvernig væri að prófa hugleiðslupúðann?

Verkur í hálsi, vöðvabólga og spennuhausverkur eru afar algeng vandmál, sérstaklega meðal okkar stressuðu Vesturlandabúa. Nú merkja nokkrir sérfræðingar í heilbrigðisvísindum að í hugleiðslu sé líklega að finna lausn á vandanum. Flestir hafa einhvern tímann glímt við vöðvabólgu og stífni í hálsi, spennu, hausverk og verki sem erfitt getur reynst að losna undan. Stundum eru verkirnir viðvarandi en meira
Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira