Fundin sek um að hafa myrt au-pair stúlku

Franskt par var í gær fundið sekt um að hafa myrt 21 árs gamla au-pair stúlku sem starfaði hjá þeim í London. Lík stúlkunnar fannst brunnið í garði þeirra í september.

Sabrina Kouider, 35 ára, brast í grát þegar hún og maður hennar, Ouissem Medouni, 40 ára, voru fundin sek í undirrétti um að hafa myrt franska au-pair stúlku sem starfaði hjá þeim, Sophie Lionnet, og brennt líkið á báli í garði sínum. 

Að sögn saksóknara, Aisling Hosein, eru þau Kouider og Medouni ein til frásagnar um hvað gerðist nákvæmlega. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig stúlkan lést annað en hún hafi látist af völdum hrottalegs ofbeldis. Ekki af slysförum.

Kviðdómur tók viku í að komast að niðurstöðu. Allir kviðdómarar voru sammála um sekt Kouider en 10 af 12 voru sannfærðir um að maki hennar væri samsekur.

Kouider er gert að sæta geðrannsókn áður en refsingin verður kveðin upp 26. júní. Bæði hafa þau neitað því að hafa myrt Lionnet en viðurkennt að hafa brennt líkið í garðinum.

Við réttarhöldin kom fram að þau hafi yfirheyrt og beitt stúlkuna ofbeldi vegna gruns um að hún ætti í sambandi við fyrr­ver­andi unn­usta Koui­ders, tón­list­ar­mann­inn Mark Walt­on sem var eitt sinni í írsku hljóm­sveit­inni Boyzo­ne. Sögðu þau að Walt­on hefði beitt ættingja þeirra kyn­ferðisof­beldi.

<div>Koui­der viður­kenndi fyr­ir dómi að hún hefði lamið Li­onn­et mjög fast með raf­magns­snúr­u. Hún hafi talið að Li­onn­et væri að vinna gegn sér í sam­starfi við Walt­on og staðið þannig að svikráðum við hana.</div><div></div> <div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert