Enn drepast fiskar í stórum stíl

Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni.
Lax að lokinni slátrun úr laxeldi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arnarlax brást rétt við tjóni á sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir 11. febrúar, með því að setja af stað verkferla til að koma í veg slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðenda búnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Segir í henni að ekki sé talið að hægt hefði verið að koma í veg fyrir tjónið og voru viðbrögð við hæfi miðað við aðstæður.

Sýkingar verri við lágan sjávarhita

„Krufning á dauðum fiskum sem fluttir höfðu verið úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði leiddi í ljós einkenni sem benda til blóðeitrunar af völdum sárasýkinga. Við flutninginn úr laskaðri sjókví í aðrar kvíar skaddast fiskurinn á roði, sporði og uggum og verður berskjaldaður fyrir sýklum á roði og í umhverfi hans. Við lágan sjávarhita verða slíkar sýkingar verri,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

„Afföll fiska í umræddri kví í Tálknafirði voru í upphafi 53.110 fiskar af 194.259. Enn eru fiskar að drepast í stórum stíl úr þeim hópi vegna atviksins og verður umfang ekki ljóst fyrr en eftir nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir talsverðum afföllum á þeim tíma.“

Fiskeldiskvíar á Vestfjörðum. Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða …
Fiskeldiskvíar á Vestfjörðum. Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða dauðum fiski á hefðbundinn hátt er sögð hafa verið nægjanleg vegna atvikanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áætlun í samræmi við reglugerð

Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða dauðum fiski á hefðbundin hátt er sögð hafa verið nægjanleg vegna atvikanna. 

„Settar hafa verið gúmmíhlífar á króka á handriðum sjókvía til að fyrirbyggja að þeir geti rifið nótarpoka sem lyft hefur verið upp á þá fyrir slátrun, eins og gerðist í Arnarfirði. Verklagsreglur fyrirtækisins hafa verið uppfærðar m.t.t. þess.“

Þá er bent á að viðbragðsáætlun Arnarlax sé í samræmi við reglugerð um fiskeldi, en fyrirtækið hafi ekki skrifleg veðurfarsleg viðmið um hvenær heimilt sé að koma með bát að eldiskví. Krefst Matvælastofnun úrbóta á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 153,07 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »