200 mílur efna til ljósmyndakeppni

Þessi mynd Svanhildar Egilsdóttur bar sigur úr býtum í síðustu …
Þessi mynd Svanhildar Egilsdóttur bar sigur úr býtum í síðustu keppni, sem haldin var í ágúst síðastliðnum. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

200 míl­ur efna til ­keppni í sam­starfi við Morg­un­blaðið um bestu ljós­mynd­ina, þar sem mynd­efnið teng­ist sjáv­ar­út­vegi eða sjáv­ar­síðunni. Í verðlaun eru veg­legar gjafa­körfur auk þess sem bestu mynd­irn­ar munu birt­ast í næstu út­gáfu sjávarútvegs­blaðs 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem kem­ur út í byrjun júní.

Tvívegis áður hafa 200 mílur efnt til ljósmyndakeppni og fengið góðar viðtökur, en afrakstur þeirra má sjá hér og hér.

Að þessu sinni verða farnar tvær leiðir til að skera úr um bestu myndina, en annars vegar verður skipuð sér­stök dóm­nefnd innan ritstjórnar blaðsins og hins vegar verður það val lesenda sem ræður, en þeir munu geta kosið um bestu mynd­ina á Face­book-vef 200 mílna. Þannig er líklegt að tveir sigurvegarar standi uppi þegar keppninni er lokið.

Eins og áður eru áhuga­sam­ir hvatt­ir til að virkja sköp­un­ar­kraft­inn og láta hug­ann fara á flug við mynda­smíðina, enda mynd­efni og sjón­ar­horn svo gott sem ótelj­andi þegar sjór­inn, sjó­sókn og sjáv­ar­síðan öll er ann­ars veg­ar. Nánari leiðbeiningar má sjá hér að neðan.

Ljósmyndin sem bar sigur úr býtum í fyrstu keppni 200 …
Ljósmyndin sem bar sigur úr býtum í fyrstu keppni 200 mílna. Ágúst GK-95 kemur inn til Grindavíkur í slæmu veðri. Ljósmynd/Jón Sæmundsson.

Leiðbein­ing­ar fyr­ir ljós­mynd­ara

  • Skila­frest­ur inn­send­inga er til miðnætt­is fimmtu­daginn 24. maí.
  • Mynd­ir til þátt­töku send­ist á net­fangið 200mil­ur@mbl.is.
  • Vert er að benda á það, að hver þátttakandi get­ur aðeins sent eina mynd í keppn­ina. Hafa ber þá í huga að mynd­ina má taka jafnt á sjó sem og landi.
  • Væn­leg­ast til ár­ang­urs er að senda mynd­irn­ar í hæstu mögu­legu upp­lausn, svo þær geti prent­ast með góðu móti á síðum blaðsins.
  • Fullt nafn rétt­hafa mynd­ar­inn­ar skal fylgja inn­send­ing­unni og sömu­leiðis má endi­lega fylgja lýs­ing á mynd­efn­inu, hvar mynd­in er tek­in og hvaðeina annað sem frætt get­ur les­end­ur um það sem fyr­ir augu ber.
  • Stefnt er að því að birta myndirnar á Facebook-vef 200 mílna föstudaginn 25. maí.
  • Kosningunni lýkur þar á miðnætti sunnudaginn 27. maí, og hafa lesendur og aðrir áhugasamir því þrjá daga fram að því til að votta bestu myndinni „like“ sitt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »