Sjókvíaeldi er svarið

Kristján segir að eldi uppi á landi sé ekki samkeppnisfært …
Kristján segir að eldi uppi á landi sé ekki samkeppnisfært við sjóeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ef við ætlum að vera samkeppnisfær er sjókvíaeldi svarið, hvað sem verður í framtíðinni en það verður hún að leiða í ljós. Við erum að reyna að byggja greinina upp núna en ekki eftir tuttugu ár. Við vitum ekki hvort tækifærin verða þá,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva.

Hann segir að eldi uppi á landi sé ekki samkeppnisfært við sjóeldi. Það henti alls ekki á Vestfjörðum þar sem ekki sé nægt undirlendi og ekki öruggur aðgangur að köldu vatni og raforku og því þurfi að endurvinna vatn og útvega varaafl. Tilraunir með stórfellt landeldi grundvallist á staðsetningu nærri stærstu mörkuðum til þess að minni flutningskostnaður vegi á móti auknum framleiðslukostnaði. Þá segir Kristján að eldi á ófrjóum laxi og lokaðar sjókvíar sé enn á tilraunastigi og ekki raunhæft.

Valkostir geta falist í mismunandi tillögum

Ógilding rekstrarleyfis Matvælastofnunar til tveggja fyrirtækja um eldi á laxi í sjókvíum á suðurhluta Vestfjarða grundvallast á því að ekki hafi verið rétt staðið að undirbúningi leyfisins. Ekki hafi verið metin áhrif annarra kosta en kynslóðaskipts sjókvíaeldis. Þeir valmöguleikar sem nefndir eru í kærunni eru flestir óraunhæfir miðað við stöðuna í dag og falla ekki að framtíðaráformum fyrirtækjanna og samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðarnefndin bendir á þann möguleika að meta mismunandi umfang og tilhögun.

Arnarlax (móðurfélag Fjarðalax) og Arctic Sea Farm (áður Dýrfiskur) stóðu sameiginlega að umhverfismati og umsóknum um leyfi til aukningar laxeldis í Patreksfirði og Dýrafirði. Umsóknarferlið hefur staðið frá árinu 2013. Í endanlegri matsskýrslu sem gengið er frá í maí 2016 er tekið fram að aðeins sé settur fram einn valkostur vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Sjókvíaeldi í þessum fjörðum sé mikilvægur hlekkur í uppbyggingu fyrirtækjanna. Eini raunhæfi möguleikinn á uppbyggingu sjálfbærs og vistvæns sjókvíaeldis á Vestfjörðum er að mati fyrirtækjanna kynslóðaskipti eldis í sjókvíum með hvíld svæða. Nefndur er svokallaður núllkostur, það er að segja að ráðast ekki í framkvæmdir, og sagt að með honum náist ekki sá ávinningur fyrir samfélagið sem stefnt sé að.

Arnarlax og Arctic Sea Farm ítrekuðu það fyrir úrskurðarnefndinni að …
Arnarlax og Arctic Sea Farm ítrekuðu það fyrir úrskurðarnefndinni að fyrirtækin teldu að engir aðrir raunhæfir valkostir hefðu verið nefndir til sögunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gerðu ekki athugasemdir

Skipulagsstofnun gerði ekki ágreining um þetta sjónarmið og heldur ekki Matvælastofnun sem veitti Arnarlaxi rekstrarleyfi til að auka eldið í Patreks- og Tálknafirði úr 3.000 tonnum í 10.700 tonn og Arctic Sea Farm heimild til að framleiða 6.800 tonn en fyrirtækið hafði ekki verið með starfsemi þar áður. Virðast stofnanirnar hafa fallist á rök umsækjenda.

Sá liður í kæru umhverfisverndarsamtaka, landeigenda og veiðiréttarhafa á Norðvesturlandi að Matvælastofnun hefði ekki sinnt þeirri skyldu sinni að rannsaka, fjalla um og bera saman aðra valkosti sem til greina komi varð aðalmálið í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærendur nefndu notkun geldfisks, eldi á landi, eldi í lokuðum sjókvíum, minna sjókvíaeldi og svokallaðan núllkost í þessu efni.

Arnarlax og Arctic Sea Farm ítrekuðu það fyrir úrskurðarnefndinni að fyrirtækin teldu að engir aðrir raunhæfir valkostir hefðu verið nefndir til sögunnar. Sögðu það viðurkennt að notkun á ófrjóum laxi væri enn í þróun, í eldinu væru ýmis vandamál og vansköpun og því ekki raunhæfur kostur, að minnsta kosti enn sem komið er. Samskonar sjónarmið ættu við um eldi í lokuðum sjókvíum og umfangsmiklu landeldi á laxfiskum.

Úrskurðarnefndin taldi að lög og reglugerðir stæðu til þess að gera þyrfti grein fyrir öðrum helstu möguleikum, umhverfisáhrifum þeirra og allir kostir bornir saman. Þótt viðurkennt væri að einhverjir þeirra kosta sem kærendur nefndu kæmu ekki til greina var á það bent að mismunandi valkostir gætu til dæmis falist í mismunandi staðsetningu, umfangi, tilhögun og tæknilegri útfærslu og því afar ólíklegt að ekki fyndist að minnsta kosti einn annar valkostur sem hægt væri að leggja fram. Ekki yrði við það unað í mati á umhverfisáhrifum að einungis væru metin áhrif eins valkostar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »