Sýnir mikilvægi útflutningsdrifins hagvaxtar

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir íþyngjandi skattheimtu geta …
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir íþyngjandi skattheimtu geta haft neikvæð langtímaáhrif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umræðan um íslenskan sjávarútveg er ólík umræðunni um flestar aðrar atvinnugreinar. Hún litast af deilum um allt frá grunnforsendum fiskveiðistjórnunarkerfisins; hvernig kvótanum er skipt eða hve mikið má veiða; yfir í hvernig sjávarútvegsfyrirtækin starfa og með hvaða hætti á að skattleggja afnot þeirra af auðlindinni. Virðist stundum að því betur sem árar í greininni, því háværari verði deilurnar og segir Ásdís Kristjánsdóttir að svipaður tónn hafi komið í umræðuna um ferðaþjónustu þegar uppgangur varð í þeirri grein:

„Samfélagi og stjórnmálamönnum hættir til að bregðast við, þegar vel gengur hjá ákveðinni atvinnugrein, með því að vilja leggja á hærri skatta eða gjöld, og gefa sér þá einföldu forsendu að liggi beinast við að skatttekjur aukist samfara uppgangi. Íþyngjandi skattheimta getur hins vegar haft neikvæð áhrif til langframa, hægt á vexti, hamlað frekari fjárfestingu og dregið úr verðmætasköpun í landinu og þar með skatttekjum ríkissjóðs,“ segir Ásdís, en hún er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Allt byggir á verðmætasköpun

Segir Ásdís skattlagningu þurfa að vera bæði sanngjarna og hóflega; skatttekjurnar þurfi að duga til að standa undir nauðsynlegri opinberri þjónustu en skattarnir megi þó ekki vera svo háir að ógni samkeppnishæfni fyrirtækja. Þegar vel gengur hjá fyrirtækjunum, í sjávarútvegi sem í öðrum greinum, er efnahagslegur ábati m.a. fólginn í aukinni verðmætasköpun, fjölgun starfa og hærri skatttekjum.

„Lífsgæði okkar eru í grunninn byggð á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Ísland er dropi í hafi heimshagkerfisins og því mikilvægt að útflutningsgreinar okkar geti sótt inn á stærri markaði. Lífskjör eru á góð á Íslandi, raunar ein þau bestu í heimi og forsenda þess að við getum bætt lífskjör okkar áfram er að hér vaxi og dafni áfram útflutningsgreinar sem standa framarlega á sínum sviðum.“

Ásdís bætir við að á Norðurlöndunum vegi umræðan um samkeppnishæfni útflutningsgreina þungt þegar skattheimta og launaþróun eru ræddar. „Við þurfum á hverjum tíma að spyrja okkur hvort verið er að ganga of langt í skattheimtu, og hvort laun séu í samræmi við undirliggjandi verðmætasköpun atvinnulífsins og getu þess til að standa undir hækkandi launakostnaði. Nú þegar atvinnulífið stendur frammi fyrir verulegum samdrætti í efnahagslífinu vegna kórónuveirufaraldursins blasir við að höggið verður þeim mun meira á útflutningsgreinar okkar enda eru landamæri víða að lokast, útflutningur á ferskum fiski hefur dregist saman um tugi prósenta og fiskvinnslustöðvar búa sig undir frekari samdrátt.“

Ásdís segir mikilvægt að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi og taka breytingum dag frá degi. Þegar faraldurinn hefur gengið yfir tekur við tímabil uppbyggingar og þá skiptir öllu máli að styðja við sjávarútveginn og aðrar útflutningsgreinar þannig að þær nái viðspyrnu á sem skemmstum tíma. Fyrirsjáanlegt er að rekstur ríkisins verði þungur næstu misserin samfara minni efnahagsumsvifum og fallandi skatttekjum en viðbrögð stjórnvalda megi hins vegar ekki vera af sama meiði og eftir síðustu efnahagskrísu þegar skattar á atvinnulífið voru hækkaðir. „Verkefnið fram undan er að leggja grunninn að áframhaldandi hagvexti, það verður ekki gert með aukinni skattheimtu á atvinnulíf sem er nú þegar verulega laskað eftir þessar efnahagsþrengingar.“

Ný fyrirtæki fæðast

Að mati Ásdísar er það skiljanlegt að almenningur hafi sterkar og ólíkar skoðanir á sjávarútveginum enda atvinnugrein sem byggi á nýtingu sameiginlegrar auðlindar og að auki ein af meginstoðum atvinnulífsins. „Þótt deila megi um útfærsluna ríkir almenn samstaða um að horfa á ávinning samfélagsins til lengri tíma litið. Í tilviki sjávarútvegsins hefur mikil uppbygging orðið í greininni og sjávarútvegsfyrirtækin ekki aðeins fjárfest í nýjum skipum heldur einnig í tækni og hugviti. Þetta hefur leitt til þess að á Íslandi hafa sprottið upp stöndug tæknifyrirtæki sem standa mjög framarlega á sínu sviði, og fjölgun starfa í sjávarútvegi hefur t.d. að mestu verið hjá þessum hliðaratvinnugreinum.“

Ásdís minnir á að það sé þessi fjárfesting í bættum veiðum og vinnslu sem hafi hjálpað sjávarútveginum að dafna. „Samfara aukinni fjárfestingu í tækjum og tækni hefur tekist að bæta nýtingu og auka verðmæti sjávarafurða svo að við stöndum vel í samanburði við helstu samkeppnisþjóðir okkar. Árið 1985 var t.d. nýtingarhlutfall þorsks 58% en í dag er það rúmlega 80%. Á sama tíma er nýtingarhlutfall þorsks 53% í Færeyjum og 46% í Kanada.“

Allt önnur staða nú en 2008

Mikilvægi öflugra útflutningsgreina sést vel nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Ísland er lítið og opið hagkerfi og fyrirsjáanlegt að höggið verði mikið fyrir ferðaþjónustuna en einnig fyrir aðrar útflutningsgreinar. Skiptir máli að milda höggið eins frekast er unnt og miða aðgerðir stjórnvalda meðal annars að því,“ segir Ásdís.

„Staðan er sterk um þessar mundir og síðustu ár hefur hagvöxtur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Tekist hefur að byggja upp ríflega 900 milljarða gjaldeyrisvaraforða og þá var viðskiptaafgangur síðasta árs í sögulegum hæðum, eða rétt rúmir 170 milljarðar króna. Atvinnulífið er á marga vegu betur í stakk búið til að takast á við áfallið og grunnstoðirnar eru sterkar. Í gegnum tíðina hefur efnahagssamdrætti í íslensku samfélagi, af þeirri stærðargráðu sem við sjáum nú, ávallt verið fylgt eftir með gengisfalli, verðbólguskoti og óstöðugleika. Það sem af er ári hefur krónan veikst um 10% gagnvart evru og á sama tíma hefur Seðlabankinn beitt óverulegum inngripum á gjaldeyrismarkaði. Ef uppsveiflan hefði ekki verið drifin áfram af vaxandi útflutningstekjum væri staðan allt önnur og fallið þeim mun meira. Reynsla okkar nú endurspeglar mikilvægi þess að hagvöxtur framtíðarinnar sé drifinn áfram af útflutningsgreinum okkar.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »