Faraldrinum fylgja tækifæri

„Íslenskur sjávarútvegur er sveigjanlegur og flutningafyrirtækin líka, og gæti þessi …
„Íslenskur sjávarútvegur er sveigjanlegur og flutningafyrirtækin líka, og gæti þessi krísa orðið til þess að greinin taki höndum saman og vinni með enn markvissari hætti en áður,“ segir Guðný Káradóttir. Ljósmynd/Aðsend

Það á við um sjávarútveginn eins og aðrar atvinnugreinar að kórónuveirufaraldurinn hefur skapað ótal vandamál. Þannig hafa margir útflytjendur sjávarafurða rekið sig á að röskun hefur orðið á flutningum, og ljóst að mikilvægir stórkaupendur eins og hótel og veitingastaðir munu margir ekki hefja eðlilegan rekstur að nýju fyrr en að mörgum mánuðum liðnum. Von er á kreppu á heimsvísu og því ljóst að almennir neytendur eiga eftir að halda fast um pyngjuna, sem boðar ekki gott fyrir sölu á tiltölulega dýrri hágæðamatvöru eins og íslenskum fiski.

En veirufaraldrinum fylgja ekki bara áskoranir heldur líka tækifæri og segir Guðný Káradóttir markaðsráðgjafi að aðlögunarhæfni og útsjónarsemi sé einmitt einn helsti styrkleiki íslensks atvinnulífs. „Íslensk fyrirtæki kunna að finna nýjar nálganir og koma með nýjar lausnir, og ef eitthvað er þá sýnir sagan að það hvetur okkur til aðgerða þegar í móti blæs. Ég leyfi mér því að horfa björtum augum til framtíðar þó að til skamms tíma sé faraldurinn vitaskuld skelfilegt áfall,“ segir hún. „Íslenskur sjávarútvegur er sveigjanlegur og flutningafyrirtækin líka, og gæti þessi krísa orðið til þess að greinin taki höndum saman og vinni með enn markvissari hætti en áður.“

Hollusta og rekjanleiki

Þegar horft er á björtu hliðarnar má t.d. reikna með að bæði á meðan faraldurinn gengur yfir og þegar ósköpin eru afstaðin muni neytendur leggja meiri áherslu en áður á hollt mataræði. Er leitun að hollari próteingjafa en fiski og bendir Guðný á að breytt neytendahegðun bjóði líka upp á vaxtartækifæri fyrir fæðubótarefni sem framleidd eru úr fiski. Hafa allmörg íslensk fyrirtæki orðið til á undanförnum árum í kringum framleiðslu prótína, peptíða og kreatíns úr fiski, að ógleymdu lýsinu.

Þá má vænta þess að neytendur muni í framtíðinni gera enn ríkari kröfu um öryggi og góða hollustuhætti í matvælaframleiðslu, og að rétt sé hugað að sjálfbærni og umhverfismálum við framleiðslu matvæla. Guðný segir að þar hafi íslenskur sjávarútvegur mjög góða sögu að segja og gæti verið upplagt, einmitt núna, að setja aukinn kraft í markaðs- og kynningarstarf. „Fólk vill borða hreinan mat, metur öryggi og hreinlæti mikils, og vill hafa aðgengi að upplýsingum s.s. um hvaðan maturinn þeirra kemur. Íslenskur sjávarútvegur er þar í kjöraðstöðu.“

Guðný nefnir að sýn margra kaupenda og umhverfisverndarsamtaka á sjálfbærni tengist því smáa, og birtist t.d. rómantískri mynd af sjómönnum á smábátum. Mannlegi þátturinn skiptir alltaf máli, segir hún, og gott að sýna fólk og umhyggju þess fyrir gæðum náttúrunnar en kannski skapast grundvöllur fyrir að birta nýja mynd í ljósi veirunnar. „Það hefur þótt gefa of kuldalega mynd af greininni að hafa tæknina og sjálfvirknina í forgrunni, en gæti verið sölupunktur í ljósi veirufaraldursins að undirstrika hve fullkominn og tæknivæddur íslenskur sjávarútvegur er orðinn og að mannshöndin þarf að koma sáralítið nærri fiskinum í fullkomnustu fiskvinnslunum.“

Nota rólegheitin til að elda

Greinin hefur þegar gripið til ýmissa aðgerða til að bregðast við því ástandi sem upp er komið, s.s. með því að draga úr veiðum og þannig „geyma“ fiskinn í sjónum eða leggja meiri áherslu á framleiðslu frystra og saltaðra afurða. Segir Guðný að sjávartúvegurinn þurfi að vera á tánum á komandi mánuðum og mögulega laga vöruframboðið að breyttu lífs- og neyslumynstri fólks um allan heim. Má t.d. reikna með, nú þegar nær allir jarðarbúar þurfa að halda sig sem mest heima fyrir, að sumir noti tímann til að gera alls konar kúnstir í eldhúsinu. „Á meðan þetta undarlega tímabil gengur yfir eru margir vísir til þess að vilja lífga upp á hversdaginn með góðum mat, og nota matseldina sem tækifæri til að eiga ánægjulegar samverustundir með heimilismeðlimum,“ segir Guðný og bendir á að þetta gæti þýtt meiri sölu á fiskafurðum sem kalla á tímafrekari matseld á kostnað skyndirétta úr fiski. „En svo sjáum við líka áhugaverða nýja nálgun hjá fyrirtækjum sem senda máltíðir hálftilbúnar eða samsettar heim að dyrum til að einfalda neytendum að elda heimilislegan mat frá grunni.“

Talandi um heimsendingu, þá hefur netverlsun með matvöru tekið mikinn kipp eftir að kórónuveiran lét á sér kræla. Hafa markaðsgreinendur spáð því að þessi aukning í matarinnkaupum á netinu sé komin til að vera og segir Guðný það góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg enda mikilvægt fyrir netverslanir erlendis að geta gengið að því vísu hjá sínum birgjum að framboðið á fiski haldist tiltölulega stöðugt árið um kring og að gæðin séu alltaf þau sömu. „En vöxtur í sölu fisks á netinu þýðir líka að fleiri tækifæri skapast til að miðla upplýsingum til neytenda með stafrænum hætti og kynna íslenskan fisk á vef- og samfélagsmiðlum með lifandi og skemmtilegum hætti.“

Loks segir Guðný að það gæti styrkt ímynd Íslands og íslenskrar framleiðslu ef að landinu tekst að glíma við kórónuveiruna á skilvirkan hátt. Nú þegar má greina á umfjöllun erlendra fjölmiðla um faraldurinn að aðgerðir íslenskra stjórnvalda og heilbrigðisfyrirtækja hafa vakið athygli og þykja til fyrirmyndar. „Þetta gæti haft í för með sér mikið af jákvæðri umræðu sem tengir saman Ísland og lýðheilsu, og passar hollur matur eins og fiskur vel inn í þá umræðu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 109,92 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »