Stefnir í mikla þátttöku í strandveiðum í sumar

Talið er að mikil aðsókn verði í strandveiðar í sumar …
Talið er að mikil aðsókn verði í strandveiðar í sumar í ljósi þess að aflamark hefur verið skert og verð á mörkuðum hagstæð. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Opnað verður fyrir umsóknir um þátttöku í strandveiðum í þessari viku. Í tilkynningu sem birt var á vef Fiskistofu fyrir helgi eru útgerðir sem eiga skip sem fengu úthlutað aflamarki á fiskveiðiárinu hvattar til að huga að því hvort veiðiskylda hafi verið uppfyllt, en til að taka þátt þarf útgerð að hafa veitt að minnsta kosti 50% af úthlutuðum aflaheimildum.

„Strandveiðiafli telur ekki upp í veiðiskyldu og óheimilt er að stunda veiðar samkvæmt öðrum leyfum á meðan strandveiðileyfi er í gildi. Það er því mjög mikilvægt að útgerðaraðilar sé meðvitaðir um stöðu veiðiskyldunnar áður en haldið er til strandveiða,“ segir í tilkynningunni.

Heilt yfir hefur íslenski fiskiskipaflotinn veitt 72,8% af úthlutuðu aflamarki í þorski og eru aðeins rúmlega 49 þúsund tonn sem eftir eru en fiskveiðiárinu lýkur 31. ágúst. Fjöldi útgerða er því langt kominn með heimildir sínar og má nefna að á Sauðárkróki hefur rúmlega 91% af úthlutuðum heimildum í þorski verið landað, 87,5% á Rifi, 84% í Ólafsvík, um 80% í Grindavík, tæp 73% í Hornafirði og 71,5% á Dalvík.

Þessa stöðu má rekja til um 13% lækkun í ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar milli fiskveiðiára.

Aðilar í smábátaútgerð sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa spáð því að töluverð ásókn verði í strandveiðarnar í ár þar sem horft er fram á hátt verð og ekki síst er verið að leita leiða til að bæta upp skerðingar í krókaflamarkinu í samræmi við ráðgjöfina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Steinbítur 196 kg
Þorskur 193 kg
Samtals 389 kg
10.5.24 Bobby 2 ÍS 362 Sjóstöng
Þorskur 77 kg
Samtals 77 kg
10.5.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 58 kg
Samtals 58 kg
10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Steinbítur 196 kg
Þorskur 193 kg
Samtals 389 kg
10.5.24 Bobby 2 ÍS 362 Sjóstöng
Þorskur 77 kg
Samtals 77 kg
10.5.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 58 kg
Samtals 58 kg
10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg

Skoða allar landanir »