Íslenskar pillunarvélar sigra heiminn

Páll Magnússon spáir að rækjueldi muni vaxa hratt á komandi …
Páll Magnússon spáir að rækjueldi muni vaxa hratt á komandi áratugum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef lesendur gæða sér á pillaðri rækju, hvort heldur í Reykjavík, París eða New York, eru meiri líkur en minni á að það hafi verið íslensk vél sem fjarlægði skelina af rækjunni.

Páll M. Magnússon er framkvæmdastjóri Martaks og segir hann fyrirtækið í dag vera með um 65% markaðshlutdeild hjá fyrirtækjum sem verka kaldsjávarrækju og stenst enginn keppinautur Martaki snúning þegar kemur að þróun pillunarvéla:

„Sagan hefst á níunda áratugnum með Ómari Ásgeirssyni í Grindavík en hann rak renniverkstæði sem þjónustaði viðhald á pillunarvélum fyrir erlent fyrirtæki. Kom Ómar auga á að gera mætti ýmsar betrumbætur á þeirri tækni sem greinin hefur reitt sig á. Seinna fékk hann til liðs við sig Vilhelm Þórarinsson frá Skagaströnd, sem þróaði rækjublásara sem enn þann dag í dag þykir skáka öllum öðrum blásurum. Þetta voru framsýnir karlar sem snéru bökum saman og smíðuðu hluti sem virka. Það leiðir okkur til dagsíns í dag, þar sem Martak er orðið fremsta fyrirtæki í heimi í smíði búnaðar fyrir rækjuvinnslu.“

Í áranna rás hefur Martak aukið vöruframboðið og framleiðir fyrirtækið í dag allar hugsanlegar lausnir fyrir fiskvinnslu, niðursuðuverksmiðjur og hrognavinnslu. Ekki er t.d. langt síðan Martak setti upp heilt saltfiskfrystihús á Labrador og afhenti kaupendum fullbúið.

Martak setti upp þessa fullkomnu saltfiskverksmiðju í Labrador í fyrra.
Martak setti upp þessa fullkomnu saltfiskverksmiðju í Labrador í fyrra. Ljósmynd/Martak

Leituðu út í heim þegar innlendar veiðar minnkuðu

Þegar Ómar og Vilhelm hófu reksturinn var töluvert meira veitt af rækju við Ísland en nú er. Páli reiknast til að íslenskar rækjuverksmiðjur hafi verið 28 talsins þegar best lét en í dag sitja eftir aðeins fjórar og hálf. Þegar veiðarnar á Íslandi drógust saman, dóu stjórnendur Martaks ekki ráðalausir heldur réðust í útrás með stofnun Martaks í Kanada og er starfsemin þar í dag orðin álíka umsvifamikil og reksturinn á Íslandi. „Vélarnar okkar eru í notkun í rækjuvinnslum í Noregi, Grænlandi, á vesturströnd Bandaríkjanna og austurströnd Kanada,“ segir Páll. „Nýlega ferðaðist ég austur til Bangladess, þar sem var verið að rækta svarta tígrisrækju í massavís á landi, í risavöxnum tjörnum, sem áður voru hrísgrjónaakrar. Til stendur að koma þar upp stórri rækjuverksmiðju árið 2023 og nýta búnaðinn frá okkur. Fyrirspurnir berast frá framleiðendum í Taílandi og Víetnam en líka frá stöðum í Afríku og hefur markaðurinn jafnt áhuga á að fá okkur inn í verksmiðjurnar sínar til að betrumbæta þær og laga til, og að kaupa fullbúnar rækjuverksmiðjur sem við sköffum frá grunni.“

Á Páll von á því að rækjueldi haldi áfram að vaxa hratt á komandi árum og áratugum enda rækjan herramannsmatur og eldið ekki svo flókið. Í samanburði við aðra ræktanlega prótíngjafa hakar rækjan við mörg box og má t.d. fóðra hana á mjög fjölbreyttu fæði, enda hrææta í náttúrunnni. Er meira að segja hægt að endurnýta skelina sem fellur til þegar rækjan er hreinsuð. „Það er hluti af lífsmynstri rækjunnar að þegar skelin stækkar, étur hún þá gömlu. Með því að bæta þessu hraáefni við í eldistjarnirnar fá rækjurnar það hráefni sem þær þurfa til að vaxa og dafna,“ segir Páll. „Eins og allur annar matvælaiðnaður er rækjueldi á fleygiferð og neytendahópurinn stækkar með hverju árinu sem líður.“

Nýja pillunarvélin á að spara orku og auka afköst. Prófanir …
Nýja pillunarvélin á að spara orku og auka afköst. Prófanir hafa gefið góða raun og ættu rækjufyrirtæki að fagna framförunum og sýna mælingar bætta nýtingu. Ljósmynd/Martak

En til að gera vöruna verðmætari þarf að hreinsa rækjuna rétt, enda hafa neytendur sjaldan áhuga á að pilla skelina utan af rækjunni í höndunum. Sú aðferð sem framleiðendur nota, felst í að láta rækjuna liggja í pækli í tiltekinn tíma áður en hún er gufusoðin og snöggkæld eftir kúnstarinnar reglum og loks látin fara í gegnum hreinsunarvél. Þar rennur hún eftir gúmmíkeflum sem grípa í skelina og skilja frá holdinu. Loks losar blásarinn í burtu það litla sem kann að vera eftir af skelinni.

Páll segir fyrstu pillunarvélarnar hafa litið dagsins ljós upp úr miðri síðustu öld og voru það rækjuvinnslur við Mexíkóflóa sem leiddu tækniþróunina á þeim tíma. Tækin hafa síðan verið betrumbætt töluvert og þykja vélarnar frá Martaki bera af. Segir Páll að þróun nýrrar kynslóðar rækjuvinnsluvéla sé á lokametrunum og lofar þróunarvinna fyrirtækisins góðu. Með nýja tækinu verður dregið enn frekar úr hráefnistapi og vatns- og rafmagnsnotkun minnkar. Þá er gervigreind notuð til að meta ástand rækjunnar og senda hana aftur í gegnum vélina ef þörf er á meiri hreinsun.

Rækja seld úti á götu í Bangladess. Þar er rækjuvinnsla …
Rækja seld úti á götu í Bangladess. Þar er rækjuvinnsla á lágu stigi í dag en vonir standa til að tæknivæða framleiðsluna með vélum frá Martaki. Ljósmynd/Martak
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg
10.5.24 Áki Í Brekku Handfæri
Ufsi 1.920 kg
Þorskur 1.374 kg
Karfi 39 kg
Keila 6 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 3.344 kg
10.5.24 Sturla GK 12 Botnvarpa
Ufsi 46.988 kg
Samtals 46.988 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,52 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 222,99 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 401 kg
Þorskur 58 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 462 kg
10.5.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 622 kg
Samtals 622 kg
10.5.24 Áki Í Brekku Handfæri
Ufsi 1.920 kg
Þorskur 1.374 kg
Karfi 39 kg
Keila 6 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 3.344 kg
10.5.24 Sturla GK 12 Botnvarpa
Ufsi 46.988 kg
Samtals 46.988 kg

Skoða allar landanir »