Stefna að skilvirkari Verðlagsstofu

Kynnt hafa verið áform um að breyta lögum um Verðlagsstofu …
Kynnt hafa verið áform um að breyta lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs. mbl.is/Árni Sæberg

Til stendur að leggja fram frumvarp til laga um Verðlagsstofu skiptaverðs sem ætlað er að gera stofnuninni kleift að sinna hlutverki sínu á skilvirkari hátt en hefur verið. Kynnt voru áform um lagasetningu þess efnis í samráðsgátt 1. desember og rann umsagnarfrestur út 15. desember. Aðeins ein umsögn barst áður en frestur rann út og snýr að því að verðlagsstofukerfið verði lagt af.

Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna, eins er tilgreint í lögum. Koma upp deilumál er það úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna sem seinna úrlausn málsins.

„Til að Verðlagsstofa geti rækt hlutverk sitt með markvissari hætti, m.a. með tilliti til nýrra kjarasamninga, er nauðsynlegt að skýra betur heimildir stofunnar til aðgangs að upplýsingum frá öðrum stjórnvöldum, til að útfæra áhættumiðað samtímaeftirlit með fiskverði og stytta málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd,“ segir um áform stjórnvalda um nýja lagasetningu á þessu sviði.

Vill allan fisk á markað

Aðeins ein umsögn hafa borist um áformin. „Verðlagsstofa skiptaverð varð úrelt fyrirbæri um leið og fyrsti fiskmarkaðurinn (Faxamarkaður) varð staðreynd á Íslandi (1986) að sjómenn skuli sætta sig við arðránið er óskiljanlegt, að stjórnvöld skuli að eigin frumkvæði ekki stoppa þetta er sömuleiðis óskiljanlegt,“ skrifar Kári Jónsson í umsögn sinni.

„Ekkert tryggir betur hæstaverð á fiski upp úr sjó fyrir útgerð/sjómenn/bæjarfélög og ríkissjóð heldur en sala á öllum fiski á fiskmarkaði verði staðreynd tafarlaust, ekkert tryggir betur gegnsæi fiskverðs en fiskmarkaðurinn, þess vegna legg ég til að verðlagsstofa skiptaverðs verði aflögð og tryggt með lögum að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði,“ skrifar hann.

Sjónarmiðum um að fiskur verði allur seldur á markaði hafa einnig heyrst frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) sem nýverið lýstu óánægju með frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um ný heildarlög fyrir sjávarútveginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,05 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 320,27 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 144,84 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,41 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,05 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 320,27 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 144,84 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,41 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »