Telur stærð nytjastofna stórlega vanmetna

Guðlaugur Jónasson fullyrðir að stærð nytjastofna sé stórlega vanmetið sökum …
Guðlaugur Jónasson fullyrðir að stærð nytjastofna sé stórlega vanmetið sökum ágalla við framkvæmd mælinga, ekki sé tekið tillit til þess stóra hluta fisks sem fari undir troll. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ansi dapurt að vita til þess að þorskur læri á veiðarfæri en fiskifræðingar með margra ára háskólanám að baki skuli ekki gera það,“ skrifar sjómaðurinn Guðlaugur Jónasson í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar fullyrðir hann að Ísland hafi orðið af um hundrað milljörðum á ári í útflutningstekjur í fjóra áratugi vegna vanmats Hafrannsóknastofnunar á stærð nytjastofna.

Máli sínu til stuðning vísar Guðlaugur til þess að ekki sé tekið tillit til þess afla sem fer undir troll þegar stofnmælingar eru framkvæmdar í svokölluðum togararöllum Hafrannsóknastofnunar. Bendir hann á að í fleiri rannsóknum hafi komið í ljós að stórt hlutfall fisks fari alls ekki í trollið heldur undir það.

Þvert á rannsóknir

Meðal annars bendir Guðlaugur á norska rannsókn frá 2006 en Ólafur Arnar Ingólfsson fiskifræðingur hafi ritað skýrslu um niðurstöður hennar. „Helstu niðurstöður voru að þriðjungur þorsks, 24% ýsu og 7% ufsa skilaði sér ekki sem afli, heldur fór í söfnunarpoka sem staðsettur var undir trolli. Smærri fiskur var þar í meirihluta,“ fullyrðir Guðlaugur.

Þá hafi niðurstaða rannsóknar – sem framkvæmd var í nóvember 2022 á Árna Friðrikssyni HF-200 og snérist um að kanna hegðun botnfiska fyrir framan botnvörpu – sýnt að yfir helmingur þorsks fór undir troll sem og þriðjungur af ýsu auk töluverðs hlutfalls annarra tegunda.

Niðurstöður úr rannsókninni 2022 sem Guðlaugur vísar til.
Niðurstöður úr rannsókninni 2022 sem Guðlaugur vísar til.

„Þetta er fyrsta rannsókn Hafró á hegðun botnfiska fyrir framan botntroll með safnpoka undir trollinu, þó svo að þeir séu búnir að nota botntroll til stofnstærðarmælinga og veiðiráðgjafar í 40 ár.“

Guðlaugur segir þrátt fyrir vitneskju um niðurstöðu rannsókna „sem sýna hve mikið af fiski endar ekki í trollpoka, hefur Hafrannsóknastofnun Íslands ekki breytt neinu í sínum forsendum við stofnstærðarútreikninga síðan 1985.“

„Áður en Hafrannsóknastofnun fór að stofnstærðarmæla með togararallinu árið 1985 með botnvörpu og gefa út veiðiráðgjöf vorum við að veiða árlega helmingi meira af þorski á Íslandsmiðum, Áætlað tap í útflutningstekjum vegna þessa vanmats á stofnstærð síðan 1985 uppreiknað á núvirði er áætlað 4.000 milljarðar. Sú tala er miklu hærri sé tekið tillit til margföldunaráhrifa inn í hagkerfið,“ segir hann.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 421,95 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 573,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 233,51 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,76 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,44 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 733 kg
Samtals 733 kg
30.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.672 kg
Þorskur 397 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.170 kg
30.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 4.602 kg
Þorskur 384 kg
Skarkoli 345 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 14 kg
Rauðmagi 7 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 5.375 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 421,95 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 573,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 233,51 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,76 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,44 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 733 kg
Samtals 733 kg
30.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.672 kg
Þorskur 397 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.170 kg
30.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 4.602 kg
Þorskur 384 kg
Skarkoli 345 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 14 kg
Rauðmagi 7 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 5.375 kg

Skoða allar landanir »