Það sem getur gerst á ferðalögum

Margt getur gerst á ferðalögum sem veldur manni leiðindum og …
Margt getur gerst á ferðalögum sem veldur manni leiðindum og kvíða. Unsplash.com/fa-barboza

Margt getur komið fyrir á ferðalögum og því er gott að vera vel undirbúinn. Matthew Murdoch starfar fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðatryggingum og hefur því heyrt allar mögulegar sögur af uppákomum. Í viðtali við International Traveller segir hann frá því helsta sem getur komið upp á og í öllum tilfellum ítrekar hann mikilvægi þess að vera vel tryggður á ferðalögum.

1. Veikindi og slys

„30% allra tryggingamála eru út af óvæntum veikindum á ferðalögum. Oftast eru þetta meltingavandamál eða öndunarfærasýkingar eins og kvefpestir eða flensur. Þó svo að ómögulegt sé að spá fyrir um veikindi þá getur maður verið vel undirbúinn til þess að takast rétt á við þau.“

2. Farangri eða munum stolið

Margir lenda í þjófnaði á ferðalögum. Þetta er mjög handahófskennt og veltur oftar en ekki á heppni eða óheppni. Vasaþjófarnir eru mjög færir og mikilvægt er að passa vel upp á hlutina sína.“ 

3. Týndur farangur

„Því miður er ekki hægt að ferðast með allt áfast á sjálfum sér. Stundum þarf maður að tékka inn farangur. Þá er alltaf hætta á að farangurinn týnist og stundum getur tekið langan tíma að hafa uppi á farangrinum. Við sjáum það allt of oft að fólk hefur pakkað einhverju í töskurnar eins og til dæmis mygluost eða fiskisósu sem hefur svo skemmt allan farangurinn. Við mælum með því að fólk sleppi því að pakka niður einhverju sem getur skemmt út frá sér.“

4. Seinkun á flugi eða forföll

„Lífið gerist og stundum er bara ekki hægt að fara í ferðalagið sem búið er að borga fyrir. Við tökum slíkar aðstæður til greina en ef fólk einfaldlega skiptir um skoðun þá fæst það ekki úr tryggingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert