Tryllt stuð í Hlíðarfjalli

Það var útlandastemning í Hlíðarfjalli um síðustu helgi.
Það var útlandastemning í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Samsett mynd

Á laugardaginn síðastliðinn fór fram sérstaklega viðburðarríkur dagur í Hlíðarfjalli í boði Vodafone. Um daginn fór fram rassaþotukeppni fyrir börnin og partí í fjallinu um kvöldið fyrir fullorðna fólkið. 

Dagskráin hófst á rassaþotukeppni við Töfrateppið sem var rautt fram að kvöldi. Tók þá við stórskemmtileg hraðamæling á sérstakri Vodafone háhraðabraut. Gestir voru bæði áhugasamir og fullir keppnisanda en þó nokkrir gestir fækkuðu þykkum vetrarflíkum til þess að ná enn meiri háhraða til slá hraðametið á brautinni.

Kvöldið var að sjálfsögðu alls ekki síðra en þá brauð Vodafone öllum frítt í fjallið svo hægt var að renna sér langt fram á kvöld. DJ Lilja Hólm þeytti skífum á meðan gestir komu sér fyrir og gæddu sér á drykkjum. Við tóku tónleikar með hljómsveitinni FLOTT við Strýtuskála og dönsuðu kátir gestir undir þyrlandi snjókornum.

„Viðburðurinn heppnaðist mjög vel og ljóst að fólk skemmti sér konunglega bæði yfir daginn og um kvöldið. Það er ekki spurning að viðburðurinn verður endurtekin að ári,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, forstöðumaður markaðs og samskiptamála hjá Vodafone.

Eins og sjá má var mikið stuð í fjallinu um síðustu helgi. 

Það var fjör í rassaþotukeppninni.
Það var fjör í rassaþotukeppninni. Ljósmynd/Aðsend
Það voru rassaþotur fyrir alla.
Það voru rassaþotur fyrir alla. Ljósmynd/Aðsend
Fjöldi fólks lagði leið sína í fjallið.
Fjöldi fólks lagði leið sína í fjallið. Ljósmynd/Aðsend
Háraðabraut var í boði.
Háraðabraut var í boði. Ljósmynd/Aðsend
Hljómsveitin Flott spilaði í fjallinu. Vigdís Hafliðadóttr er hér fremst …
Hljómsveitin Flott spilaði í fjallinu. Vigdís Hafliðadóttr er hér fremst í flokki. Ljósmynd/Aðsend
DJ Lilja Hólm spilaði.
DJ Lilja Hólm spilaði. Ljósmynd/Aðsend
Fólk skemmti sér fram á nótt.
Fólk skemmti sér fram á nótt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert