Í lengra fæðingarorlof en áður

Katrín hertogaynja með nýja prinsinn.
Katrín hertogaynja með nýja prinsinn. AFP

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins eignuðust sitt þriðja barn í gær, mánudag. Í þetta sinn er Katrín sögð ætla að taka sér lengri tíma til þess að vera heima og sinna barninu en í fyrri tvö skiptin. 

Þegar Georg fæddist var Katrín mætt til að sinna skyldum sínum sex vikum eftir að hann fæddist og aðeins liðu tveir mánuðir frá því að Karlotta kom í heiminn og þangað til að Katrín var mætt til vinnu. 

Katrín hóf fæðingarorlof sitt síðasta mánuði en samkvæmt Daily Mail mun hertogaynjan ekki byrja að sinna opinberum skyldum aftur fyrr en í haust. Meira að segja er hún sögð ætla að einbeita sér að því að sinna fjölskyldu sinni enda með þrjú börn undir fimm ára aldri. 

Georg og Karlotta.
Georg og Karlotta. AFP

Katrín og Vilhjálmur eru þó ekki þau einu sem sjá um börnin en þau njóta aðstoðar barnfóstru. Hin 47 ára gamla Maria Borrallo hefur verið hjá hertogahjónunum síðan árið 2013 þegar Georg kom í heiminn en Borallo kemur frá Spáni. Býr Borrollo í Kensington-höll þar sem hún er með svefnherbergi, stofu, lítið eldhús og baðherbergi. 

Þrátt fyrir að fjölskyldan sé með starfsfólk á heimilinu er þar færra starfsfólk en þegar Vilhjálmur og Harry voru litlir. Lífið er heldur ekki jafnformlegt og áður og er Vilhjálmur sagður kalla starfsfólkið skírnarnafni þess en ekki eftirnafni eins og áður var gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson