Chemical Brothers aflýsa Íslandstónleikum

Frá tónleikum The Chemical Brothers.
Frá tónleikum The Chemical Brothers. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hljómsveitin The Chemical Brothers hefur aflýst tónleikum sem til stóð að sveitin héldi á Íslandi í október. Þetta kemur fram í færslu frá hljómsveitinni á Facebook-viðburði sem stofnaður var vegna tónleikanna.

Þar segir að tónleikunum, sem halda átti í Laugardalshöll, hafi verið aflýst vegna „óviðráðanlegra aðstæðna“ og biður hljómsveitin afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Er þeim sem keypt höfðu miða bent á að hafa samband við fyrirtækið sem þeir keyptu miðana hjá til að fá endurgreitt.  

Ástæða þess að tónleikum Chemical Brothers er aflýst er ekki gefin upp, en Morgunblaðið fjallaði um það á mánudag að eft­ir stöðugan upp­gang á tón­leika­markaðnum hér á landi í mörg ár virtist nú vera farið að kreppa að og erfiðara væri að selja upp á tón­leika er­lendra lista­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson