Mikil aðsókn í miða á Ed Sheeran

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran.
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. AFP

Mikil aðsókn er í miða á tónleika enska tónlistarmannsins Ed Sheeran á Laugardalsvelli á næsta ári en miðasalan hófst klukkan 9 í morgun.

Fram kemur á vefsíðunni Tix.is að miðasalan gangi vel. Allir miðarnir fóru í sölu á sama tíma og því hafa allir jafnt tækifæri tl að tryggja sér miða.

Strangar reglur um miðakaup

Klukkan 8 í morgun opnaði fyrir skráningu í biðröð á Tix.is. Fram kemur að strangar reglur gildi um miðakaup. Aðeins er hægt að kaupa 8 miða í einu og eingöngu eru gildir miðar sem eru keyptir á vefsíðunni. 

Nafn þess sem kaupir fer á miðana og hinir sjö (eða færri) þurfa að ganga inn á tónleikastaðinn með þeim sem keypti miðana. Sá sem keypti miðana þarf að hafa meðferðis skilríki, kvittun, miðana og kortið sem notað var við kaupin.

15 þúsund manns í biðröðinni 

Þrjátíu mínútum áður en salan hófst í morgun voru tæplega 15 þúsund manns í stafrænni biðröð eftir miðnum, að því er Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu Live greindi frá í útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun.

„Þetta er miklu meira en hefur sést áður á Íslandi og þetta er margföld röð á Bieber,“ sagði hann og átti þar við tónleika Justins Bieber í Kórnum í Kópavogi fyrir tveimur árum. Fyrir þá tónleika voru 6.500 manns í röðinni þegar salan opnaði.

„Þetta er að sprengja alla skala, nú þegar og salan er ekki hafin,“ sagði hann og bætti því við að fólk væri mjög stressað yfir því að fá ekki miða.

Biðraðakerfið „algjör snilld“

Spurður hvort hann óttaðist ekki að tölvukerfið myndi hrynja vegna aðsóknarinnar sagði Ísleifur að biðraðakerfið væri „algjör snilld“ og að sérfræðingarnir hjá Tix stjórni því hversu hratt fólk fer inn í sjálft söluferlið. „Þetta leysir eiginlega öll vandamál þetta biðraðakerfi. Það heldur kerfinu frá álagi og gefur sérfræðingunum fulla stjórn.“

Hann sagðist hafa landað Ed Sheeran með því að hafa haldið tónleika á Íslandi í tuttugu ár og hafa reynt að að fá hann til landsins í tvö ár. „Þetta kemur í rauninni í kjölfarið á Bieber-tónleikunum. Þetta gerist allt út af því.“

Aleinn á sviðinu með gítarinn

Að sögn Ísleifs selur Ed Sheeran flesta miða á tónleika af öllum listamönnum í heiminum, meira en til að mynda The Rolling Stones og Beyonce. „Jafnvel þó að þú sért ekki aðdáandi þá er það bara einhver ótrúleg upplifun að fara á tónleika með honum og hann er aleinn á sviðinu alltaf,“ sagði hann og bætti við að hann haldi aldrei tónleika öðruvísi. 

Spurður út í kostnaðinn við tónleikana, þrátt fyrir að Sheeran sé einn á sviðinu, sagði hann að þeir kosti „slatta. „Það er búið að taka smá tíma að reikna þetta allt út.“  

Uppfært hjá Tix kl. 10.38: 

„Takk fyrir þolinmæðina. Nú eru fáir miðar eftir í sitjandi A og uppselt í sitjandi C. Það eru enn til miðar í sitjandi B og stæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson