Hvaða auglýsingar slógu í gegn?

The Dude og Carrie Bradshaw sjokkeruðu marga þegar þau skiptu …
The Dude og Carrie Bradshaw sjokkeruðu marga þegar þau skiptu sínum hefðbundnu drykkjum út fyrir Stellu Artois. Eða hvað? Skjáskot/Youtube

Úrslitaleikur bandarísku NFL-deildarinnar sem fram fór í nótt var kannski sá stigalægsti í sögunni en auglýsingarnar stóðu fyrir sínu venju samkvæmt.

Fyrir mörgum eru auglýsingarnar sem sýndar eru í tengslum við Ofurskálina eftirsóknarverðari en leikurinn sjálfur og síðustu ár hef­ur mynd­ast sú hefð að aug­lý­send­ur leka aug­lýs­ing­um sín­um á netið áður en þær eru sýnd­ar í tengsl­um við leik­inn.

Öllu er tjaldað til þar sem rúmlega þriðjungur bandarísku þjóðarinnar situr límdur við skjáinn, auk fjölda erlendra áhugamanna, og því eru auglýsingarnar oft metnaðarfyllri og skemmti­legri en ann­ars. Þær kosta líka sitt en sam­kvæmt frétt CNBC kost­ar hálfr­ar mín­útu aug­lýs­ing 5,25 millj­ón­ir doll­ara, eða því sem jafn­gild­ir rétt tæp­um 630 millj­ón­um ís­lenskra króna.

En hvaða auglýsingar standa upp úr eftir gærkvöldið? Hér má sjá brot af því besta en þar koma við sögu…:

Serena Willams kraftmikil að venju, nú fyrir stefnumótaforritið Bumble:

Game of Thrones væru að sjálfsögðu ómissandi án Bud Light, er það ekki annars? 

Budweiser og Game of Thrones sameinuðu krafta sína yfir Ofurskálinni.
Budweiser og Game of Thrones sameinuðu krafta sína yfir Ofurskálinni. Skjáskot/Youtube

T-Mobile hefur fundið svarið við leiðinlegustu spurningu dagsins: Hvað á að vera í matinn? (Að minnsta kosti á þriðjudögum): 

Carrie Bradshaw og The Dude með Stellu? Hvað varð um Cosmopolitan og Hvítan Rússa? Eru breytingar kannski til hins betra?

NFL tók að sjálfsögðu þátt í auglýsingagleðinni, þetta var jú kvöldið þeirra: 

Ofurpabbinn John Legend fyrir Pampers, ásamt her af tónvissum ofurpöbbum: 

Besta auglýsingaplássið var einnig nýtt til að koma alvarlegum og mikilvægum skilaboðum á framfæri. The Washington Post minntist fjölmiðlafólks sem lét lífið vegna starfa sinna á nýliðnu ári, þar á meðal sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson