„Við elskum öll Pussy!“

Catherine „Gypsy“ Share fylgist með „Pussycat“ fara á fjörurnar við …
Catherine „Gypsy“ Share fylgist með „Pussycat“ fara á fjörurnar við Cliff Booth. Columbia Pictures

Í einu af skemmtilegustu og áhrifamestu atriðum Once Upon a Time … in Hollywood heimsækir áhættuleikarinn eitursvali Cliff Booth Spahn-kvikmyndabúgarðinn í Los Angeles-sýslu ásamt blómabarninu Pussycat sem húkkað hefur far með honum. Hvorugt þeirra var til í raun og veru; Booth er hreinn og klár uppspuni enda þótt Quentin Tarantino byggi persónuna á áhættuleikurum sem í eina tíð settu svip á sinn samtíma. Þá eru óljósar heimildir fyrir því að stúlka sem kölluð var Pussycat hafi dvalist á búgarðinum í tíð Manson-fjölskyldunnar. Í bókinni The Family eftir Ed Sanders kemur við sögu stúlka með því nafni og þar er því haldið fram að hún hafi gengist undir andasæringu í San Francisco að Charles Manson viðstöddum. Skírnarnafn Pussycat kemur þó hvergi fram. Mögulega vísar Tarantino í þá persónu eða þá Kathryn nokkra Lutesinger, sem þeir Mansynir kölluðu jafnan Kitty. Hver veit?

Hvort Kitty var eins ástsæl innan hópsins og Pussycat skal ósagt látið. „Við elskum öll Pussy!“ upplýsir annar fjölskyldumeðlimur, Catherine „Gypsy“ Share, Cliff Booth um. „Því get ég vel trúað,“ svarar hann sposkur á svip. 

Þess má til gamans geta að leikkonan sem fer með hlutverk Pussycat, Margaret Qualley, er dóttir Andie MacDowell sem um langt árabil hefur gert garðinn frægan á hvíta tjaldinu. Brad Pitt leikur Cliff Booth af ísmeygilegri kímni.

Morðingi laminn í strimla

Aðrir karakterar sem koma við sögu í téðu atriði voru meira og minna til og eru jafnvel enn. Charles Manson sjálfur er að vísu að heiman en þarna birtast ljóslifandi morðingjar Sharon Tate; „Tex“ Watson, Patricia Krenwinkel og Susan Atkins. Linda Kasabian, sem stóð vaktina fyrir utan hús leikkonunnar kvöldið örlagaríka og varð síðar lykilvitni ákæruvaldsins í málinu gegn Manson og þríeykinu, er þarna líka.

Booth lemur enn einn morðingjann, Steve „Clem“ Grogan, eins og harðfisk en hann hlaut dóm fyrir annað víg, á Donald „Shorty“ Shea, kaupamanni á Spahn-búgarðinum í sama mánuði og Tate og vinir hennar týndu lífi, ágúst 1969.
Grogan er eini meðlimur Manson-fjölskyldunnar sem settur var bak við lás og slá fyrir morð á sínum tíma sem gengur laus í dag. Var sleppt 1985 enda þáttur hans í voðaverkunum talinn óverulegur, auk þess sem hann reyndist samvinnuþýður og vísaði lögreglu á líkið, sem ekki fannst fyrr en 1977.

Atkins lést í fangelsi fyrir áratug en Watson og Krenwinkel sitja ennþá inni. Kasabian hlaut aldrei dóm í Tate-málinu enda hefðu hin líklega aldrei verið sakfelld án framburðar hennar.

Í senunni, sem er löng og fjölmenn, kemur einnig við sögu Lynette „Squeaky“ Fromme sem frægust er fyrir að hafa reynt að ráða Gerald Ford Bandaríkjaforseta af dögum árið 1975. Í myndinni er orðrómi þess efnis að hún hafi sængað hjá eiganda búgarðsins, George Spahn, gefinn byr undir báða vængi en Fromme hefur alla tíð neitað þessu. Hitt liggur þó fyrir að Manson-fjölskyldan greiddi enga leigu fyrir dvöl sína á búgarðinum og fjölskyldumeðlimir liðsinntu við hestaleiguna sem starfrækt var á staðnum.

Fromme var látin laus úr haldi árið 2009 eftir að hafa setið í 34 ár í fangelsi. Hún er enn á lífi.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson