Rúv mun sýna frá Óskarsverðlaununum

Óskarsverðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Rúv aðfaranótt mánudags.
Óskarsverðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Rúv aðfaranótt mánudags. AFP

Óskarsverðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv. Áður hafði verið greint frá því að Rúv myndi ekki geta sýnt frá keppninni en nú er greint frá því á vef Rúv að samningar hafi náðst um sýningarréttinn. 

Fyrri samningur um útsendingarrétt var útrunninn en eftir að í ljós kom að óvenjumikil Íslandstenging yrði á hátíðinni í ár var leitað samninga um sýningu. 

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Rúv, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að tryggja útsendingarréttinn þegar ljóst varð hversu mikil Íslandstengingin yrði. 

Lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire saga er tilnefnt en myndbandið fyrir lagið, sem sýnt verður á hátíðinni, var tekið upp á Húsavík síðastliðna helgi. Þá er stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson einnig tilnefnd. 

Hulda Geirsdóttir verður þulur í útsendingu Rúv á sunnudagskvöldið líkt og síðustu ár. Útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:10 og á miðnætti hefst útsending frá hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg