Jean-Marc Vallée látinn 58 ára að aldri

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn.
Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn. AFP

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn 58 ára að aldri. Vallée er þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Dallas Buyers Club og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects. 

Vallée lést skyndilega í bústað sínum fyrir utan Quebec-borg í Kanada en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. 

Félagi hans í kvikmyndaiðnaðinum, Nathan Ross, greindi frá andláti hans í tilkynningu til fjölmiðla. „Hann var sannur listamaður og örlátur, hlýr maður. Allir sem unnu með honum gátu ekki annað en tekið eftir því hversu hæfileikaríkur hann var. Hann var vinur minn, félagi minn í listsköpun og ég leit á hann sem eldri bróður minn,“ skrifaði Ross. 

Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2014 fyrir vinnsluna á Dallas Buyers Club en kvikmyndin hlaut þrenn verðlaun í öðrum flokkum. Hann hefur einnig unnið til fjölda annarra verðlauna.

Hann lætur eftir sig tvo syni, Alex og Émile, og systkinin Marie-Josée Vallée, Stéphanie Tousignant og Gérald Vallée.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg