Alltaf strákurinn úr Love Actually

Thomas Brodie-Sangster nennir ekki að pirra sig yfir því að …
Thomas Brodie-Sangster nennir ekki að pirra sig yfir því að fólk tali um hann sem strákinn úr Love Actually. AFP

Leikarinn Thomas Brodie-Sangster segist ekki geta pirrað sig yfir því að vera alltaf kallaður strákurinn úr Love Actually því þá myndi hann eyða miklum tíma í að vera pirraður. Brodie-Sangster var þrettán ára þegar hann lék í myndinni sem kom út árið 2005 og er nú orðinn 32 ára gamall. 

„Þetta er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Það er magnað að hafa verið í mynd sem er einhvern veginn enn að fá athygli. Henni gekk alveg vel, en var ekki risastór sjónvarpsmynd. Í gegnum árin hefur myndast smá költ í kringum hana,“ sagði leikarinn í viðtali við The Guardian

Á þessu ári horfði hann á kvikmyndina í fyrsta skipti síðan hún var frumsýnd á þessum tíma. 

Brodie-Sangster er með eindæmum unglegur maður og hefur alltaf þótt. Hann segir barþjóna hafa neitað að selja honum áfengi langt fram eftir þrítugsaldrinum nema fá að sjá skilríki. Í dag er hann 32 ára. 

Nú fer hann með hlutverk í þáttunum Pistol, sex þátta seríu byggðri á sjálfsævisögu Steve Jones, liðsmanns Sex Pistols. 

Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
Brodie-Sangster ásamt Anyu Taylor-Joy í þáttunum Queen's Gambit.
Brodie-Sangster ásamt Anyu Taylor-Joy í þáttunum Queen's Gambit.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson