Tveir íslenskir leikstjórar tilnefndir

Aðalleikarar myndarinnar, Hilmir Snær Guðnason, Noomi Rapace og Björn Hlynur …
Aðalleikarar myndarinnar, Hilmir Snær Guðnason, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson ásamt leikstjóranum Valdimar Jóhannssyni. AFP/VALERY HACHE

Tveir íslenskir leikstjórar eiga möguleika á að vinna til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhanssonar verður framlag Íslands en kvikmyndin Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Danmerkur. 

Alls eru fimm kvikmyndir tilnefndar til verðlaunanna sem fagna 20 ára afmæli í ár. 

Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021.

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er framlag Danmerkur til kvikmyndaverðlauna …
Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, er framlag Danmerkur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. AFP

Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier.

Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára.

Blind Man Who Did Not Want to See Titanic í leikstjórn Teemu Nikki er framlag Finnlands, Versta manneskja í heimi í leikstjórn Joachim Trier framlag Noregs og Clara Sola í leikstjórn Nathalie Álvarez Mesén framlag Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson