„Þurfum á þessari þekkingu að halda“

Samfélagsmál | 29. desember 2019

„Þurfum á þessari þekkingu að halda“

Þeir sem eru með hátt ADHD-fjölgena-skor, óháð því hvort þeir eru með ADHD-greiningu eða ekki, eru líklegri til að verja færri árum í skóla, og líklegri til að greinast með kvíða og þunglyndi. Þeir eru ólíklegri til að greinast með lystarstol (anorexiu) en með aukna áhættu á því að vera í yfirþyngd, fá sykursýki eða glíma við svefnraskanir. Þeir sem eru með hátt skor eru einnig líklegri til að nota tóbak og vímuefni, segir Hreinn Stefánsson, erfðafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.

„Þurfum á þessari þekkingu að halda“

Samfélagsmál | 29. desember 2019

Þorgeir Þorgeirsson og Hreinn Magnússon starfa við erfðarannsóknir hjá Íslenskri …
Þorgeir Þorgeirsson og Hreinn Magnússon starfa við erfðarannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem eru með hátt ADHD-fjöl­gena-skor, óháð því hvort þeir eru með ADHD-grein­ingu eða ekki, eru lík­legri til að verja færri árum í skóla, og lík­legri til að grein­ast með kvíða og þung­lyndi. Þeir eru ólík­legri til að grein­ast með lyst­ar­stol (anor­ex­iu) en með aukna áhættu á því að vera í yfirþyngd, fá syk­ur­sýki eða glíma við svefnrask­an­ir. Þeir sem eru með hátt skor eru einnig lík­legri til að nota tób­ak og vímu­efni, seg­ir Hreinn Stef­áns­son, erfðafræðing­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Þeir sem eru með hátt ADHD-fjöl­gena-skor, óháð því hvort þeir eru með ADHD-grein­ingu eða ekki, eru lík­legri til að verja færri árum í skóla, og lík­legri til að grein­ast með kvíða og þung­lyndi. Þeir eru ólík­legri til að grein­ast með lyst­ar­stol (anor­ex­iu) en með aukna áhættu á því að vera í yfirþyngd, fá syk­ur­sýki eða glíma við svefnrask­an­ir. Þeir sem eru með hátt skor eru einnig lík­legri til að nota tób­ak og vímu­efni, seg­ir Hreinn Stef­áns­son, erfðafræðing­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Und­ir þetta tek­ur Þor­geir Þor­geirs­son, erfðafræðing­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, en hann seg­ir sterk tengsl á milli ADHD og fíkn­ar. Þeir sem grein­ast með ADHD byrji al­mennt fyrr að prófa vímu­efni og séu enn frem­ur lík­legri til þess að lenda í vímu­efna­vanda eft­ir að notk­un hefst, seg­ir Þor­geir.

„Í þessu sam­hengi má benda á það að ýmis ein­kenni ADHD, s.s. uppá­tækja­semi og auk­in hvat­vísi, eiga án efa á þátt í því að ung­ling­ar prófa vímu­efni fyrr. Það hef­ur lengi verið þekkt að því fyrr sem reglu­leg notk­un hefst, því lík­legra er að notk­un­in endi í vanda. Enn frem­ur eru þeir sem mæta erfiðleik­um í skóla eða vinnu lík­legri til þess að þróa með sér vímu­efna­vanda en þeir sem vel geng­ur,“ seg­ir Þor­geir, en þeir Hreinn starfa sam­an að erfðarann­sókn­um hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

„Mark­miðið með rann­sókn­um sem þess­um er að hluta til að skilja hvað veld­ur rösk­un­inni og þróa lyf fyr­ir þá sem þurfa á lyfj­um að halda. Við þurf­um á þess­ari þekk­ingu að halda til þess að vita hvaða lyfja­mörk á að ein­blína á,“ seg­ir Hreinn, en í meira en ára­tug hafa vís­inda­menn hjá Íslenskri erfðagrein­ingu unnið að því að finna breyti­leika í erfðaefn­inu sem tengj­ast ADHD í sam­starfi við Þroska- og hegðun­ar­stöð, BUGL, Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins og Styrkt­ar­fé­lag lamaðra og fatlaðra.  

Fyrstu niður­stöður úr tveim­ur rann­sókn­um sem starfs­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar tóku þátt í komu út á ár­inu og tengja þær fyrstu erfðabreyti­leik­ana óyggj­andi við ADHD.

Fyrstu niðurstöður úr tveimur rannsóknum sem starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar tóku …
Fyrstu niður­stöður úr tveim­ur rann­sókn­um sem starfs­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar tóku þátt í komu út á ár­inu og tengja þær fyrstu erfðabreyti­leik­ana óyggj­andi við ADHD. mbl.is/​Krist­inn

Í ann­arri rann­sókn­inni, þar sem doktorsnem­arn­ir Bragi Walters og Ólaf­ur Guðmunds­son drógu vagn­inn, er sýnt fram á að ákveðnir breyti­leik­ar í erfðaefn­inu, til­tekn­ir ein­taka­breyti­leik­ar, meira en tvö­falda lík­urn­ar á að þeir sem þá bera grein­ist með ADHD. Þess­ir breyti­leik­ar eru fá­gæt­ir, finn­ast í rúm­lega 2% þeirra sem eru með ADHD-grein­ingu en eru fátíðari í viðmiðun­ar­hópi, seg­ir Hreinn.

„Í hinni rann­sókn­inni, sem var sam­starf margra rann­sókn­ar­hópa, sýnd­um við fram á að ákveðnir al­geng­ir breyti­leik­ar, sem eru í hárri tíðni í Íslend­ing­um, leggja líka til ADHD þó svo hver og einn auki áhætt­una ein­ung­is lít­il­lega. Það er hægt að leggja sam­an þá auknu áhættu sem þess­ir breyti­leik­ar leggja til ADHD og fá fram svo­kallað ADHD-fjöl­gena-skor,“ seg­ir Hreinn.

Þetta eru aðeins fyrstu niður­stöður og því ein­ung­is hægt að út­skýra lít­inn hluta erfða ADHD, seg­ir hann. „Með því að rann­saka þessa erfðavísa sem tengj­ast fáum við von­andi meiri skiln­ing á því hvað veld­ur rösk­un­inni,“ seg­ir Hreinn. 

Erum öll með þessa ADHD-breyti­leika

Hreinn og Þor­geir segja að hafa þurfi það í huga að mun fleiri en þeir sem grein­ast með ADHD verða fyr­ir áhrif­um ADHD-breyti­leik­anna.

„Því lengur sem ungt fólk frestar neyslu áfengis eða annarra …
„Því leng­ur sem ungt fólk frest­ar neyslu áfeng­is eða annarra vímu­efna verður ólík­legra að það ánetj­ist vímu­gjöf­um.“ Ljós­mynd/​Thinkstockp­hotos

„Við erum öll með þessa ADHD-breyti­leika, bara mis­marga sem end­ur­spegl­ast í fjöl­gena­skori fyr­ir ADHD, það er þegar við leggj­um sam­an áhrif allra þess­ara breyti­leika. Þó svo ein­stak­ling­ur sé með hátt ADHD-fjöl­gena­skor er það eng­in ávís­un á ADHD en lík­urn­ar á að viðkom­andi fái ADHD eru meiri. ADHD-skorið, breyti­leik­arn­ir sem leggja til skors­ins, hafa áhrif á lífs­stíl og hegðun. Þeir sem eru með hátt skor eru lík­legri til þess að vera í yfirþyngd og þeir eru lík­legri til að fá syk­ur­sýki á full­orðins­ár­um. Það er aft­ur á móti ekk­ert sem seg­ir að ekki sé hægt að sporna við þess­um nei­kvæðu áhrif­um,“ seg­ir Hreinn. 

Í bekk með mörg­um vel virk­um börn­um get­ur kenn­ur­um reynst erfitt að að veita at­hygli þeim nem­end­um sem mest þurfa á hjálp kenn­ar­ans að halda. Það get­ur valdið erfiðleik­um í kennslu.

Mögu­lega er hægt að gera námið ein­stak­lings­miðaðra. Mögu­lega má leggja náms­efnið að hluta fyr­ir í leikjaum­hverfi með hjálp hug­búnaðarlausna, ef slík­ar lausn­ir fanga at­hygli þeirra sem eiga erfitt með að festa hug­ann við hefðbundið bók­legt nám. Mik­il­væg­ast er að halda sem flest­um glöðum og ánægðum og sem lengst í skóla,“ seg­ir Hreinn.

Ein­stak­ling­ar sem grein­ast með ADHD eru yngri þegar þeir eign­ast fyrsta barn og eign­ast fleiri börn að jafnaði, er eitt af því sem erfðarann­sókn­ir hafa sýnt fram á.

„Við sjá­um í okk­ar gögn­um að þeir sem eru með hátt ADHD-fjöl­gena-skor, óháð því hvort þeir eru greind­ir með ADHD eða ekki, eign­ast sitt fyrsta barn fyrr en jafn­aldr­ar með lægra skor og eign­ast fleiri börn. Það kem­ur því ekki á óvart að tíðni breyti­leik­anna sem auka lík­ur á ADHD hef­ur hækkað í ís­lensku þjóðinni á öld­inni sem leið, en á sama tíma­bili hafa breyti­leik­ar sem hvetja okk­ur til lang­skóla­náms gefið eft­ir og tíðni þeirra minnkað,“ seg­ir Hreinn.

Er þetta þá að skýra hversu al­geng­ar ADHD-grein­ing­ar eru á Íslandi og þýðir þetta það að þeim eigi eft­ir að fjölga hratt á næst­unni?

Hér er ekki um neina hall­ar­bylt­ingu að ræða, ADHD-erfðameng­in eru ekki að taka yfir, seg­ir Hreinn. Aukn­ing í tíðni ADHD-breyti­leik­anna er hæg og þessi þróun get­ur hægt á sér eða snú­ist við með breyt­ing­um í sam­fé­lag­inu, seg­ir hann. 

Að sögn Hreins er aðeins búið að draga fram í dags­ljósið lít­inn hluta þeirra breyti­leika sem auka lík­urn­ar á ADHD. „Við þurf­um að stækka rann­sókn­arþýðin, finna fleiri breyti­leika og erfðavísa sem koma við sögu til þess að skilja bet­ur hvernig ADHD er til komið. Von­andi munu þeir erfðavís­ar sem nú hafa verið tengd­ir verið við ADHD auka skiln­ing okk­ar á því, en eins og staðan er í dag er ekki búið að finna nógu stór­an hluta erfðaþátt­ar ADHD til þess að segja af eða á um hvort Íslend­ing­ar séu með meiri erfðatengda áhættu á ADHD en geng­ur og ger­ist. Það er samt ekki hægt að úti­loka það,“ seg­ir Hreinn. 

Foreldrar barna sem eru með ADHD ættu að gera allt …
For­eldr­ar barna sem eru með ADHD ættu að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að koma í veg fyr­ir að börn þeirra byrji að nota vímu­efni. AFP

Áhættu­aukn­ing­in 35%

Í sam­starfi við SÁÁ und­ir for­ystu Þór­ar­ins Tyrf­ings­son­ar og Val­gerðar Rún­ars­dótt­ur, hef­ur Íslensk erfðagrein­ing rann­sakað fíkn í á ann­an ára­tug með áherslu bæði á erfðafræði nikó­tín­fíkn­ar sem og fíkn­ar í áfengi og önn­ur vímu­efni.

Könn­un á fylgni ADHD-fjöl­gena­skors­ins við inn­lagn­ir á sjúkra­húsið Vog leiddi í ljós að fylgnin er síst minni en við ADHD sjálft. Sé unnið með staðlað skor, er áhættu­aukn­ing­in u.þ.b. 35% ef ADHD-skorið hækk­ar um eitt staðal­frávik, hvort sem er fyr­ir ADHD og fíkn, seg­ir Þor­geir.

„Líkt og með ADHD hef­ur tekið lang­an tíma að finna mark­tæk tengsl milli erfðavísa og fíkn­ar, en und­an­far­in ár hef­ur rofað nokkuð til,“ seg­ir Þor­geir.

Auk þess að leita að erfðaþátt­um sem tengj­ast vímu­efnafíkn í þýðinu frá Vogi hef­ur Íslensk erfðagrein­ing einnig tekið þátt í ýms­um fjölþjóðleg­um rann­sókn­um. Rann­sókn­ir á reyk­ing­um og nikó­tín­fíkn leiddu til þess að stökk­breyt­ing í CHRN­A5-geninu á litn­ingi 15 fannst með rann­sókn á um 10.000 Íslend­ing­um en næstu breyti­leik­ar litu ekki dags­ins ljós fyrr en rann­sókn­arþýðið nálgaðist 100.000 viðföng í fjölþjóðlegri rann­sókn,“ seg­ir Þor­geir.

Til þess að auka enn lík­urn­ar á að finna þá breyti­leika sem tengj­ast neyslu­mynstri á áv­ana- og vímu­efn­um reynd­ist nauðsyn­legt að stækka rann­sókn­arþýðið veru­lega og ný­lega lauk stórri erfðameng­is­rann­sókn sem Íslensk erfðagrein­ing tók þátt í. Þar nýttu rann­sak­end­ur sér upp­lýs­ing­ar um neyslu áfeng­is og tób­aks hjá 1,2 millj­ón­um ein­stak­linga en rann­sókn­in var sam­starf yfir 30 rann­sókn­ar­hópa. Í ljós komu nærri því 600 erfðabreyti­leik­ar með mark­tæka fylgni við reyk­ing­ar, áfeng­isneyslu eða hvort tveggja og voru niður­stöðurn­ar birt­ar ný­lega í tíma­rit­inu Nature Genetics.

Rann­sókn­ar­hóp­ar á þessu sviði standa nú frammi fyr­ir því að skýra hvernig þess­ir breyti­leik­ar hafa áhrif á neysl­una og þá sér í lagi hverj­ir þeirra tengj­ast fíkni­sjúk­dóm­um sér­stak­lega og með hvaða hætti, seg­ir Þor­geir.

ADHD og fíkn

Ný­lega tóku Íslensk erfðagrein­ing og SÁÁ þátt í fjölþjóðlegri rann­sókn á kanna­bis­fíkn og fund­ust þá mark­tæk tengsl við tvö litn­inga­svæði. Annað þess­ara svæða er ein­mitt eitt þeirra sem fund­ust í ADHD-rann­sókn­inni sem fjallað er um hér að ofan. 

Rannsóknir þeirra beinast meðal annars að þeim sem hafa leitað …
Rann­sókn­ir þeirra bein­ast meðal ann­ars að þeim sem hafa leitað sér aðstoðar á Vogi. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son

„Þessi sam­svör­un í erfðafræðileg­um grunni ADHD og fíkn­ar sést sem sagt bæði þegar litið er til ein­stakra erfðavísa og heild­aráhrifa breyti­leika í erfðameng­inu. Þetta bend­ir sterk­lega til þess að sömu líf­fræðilegu ferli komi að ADHD og fíkn.

Í þessu sam­hengi má einnig benda á það að þau lyf sem beitt er á ADHD hafa í raun sömu virkni og vímu­efni. Til dæm­is virka ritalín og kókaín nán­ast með sama hætti því bæði hindra end­urupp­töku á tauga­boðefn­inu dópa­míni á tauga­mót­um. Rann­sókn­ir á dýr­um hafa líka beinst að virkni dópa­míns og dýra­mód­el hafa verið þróuð til rann­sókna á áhrif­um ein­stakra erfðavísa á ýmsa hegðun dýra sem svip­ar til ADHD og fíkn­ar í mönn­um, bæði í mús­um og ávaxta­flug­um,“ seg­ir Þor­geir. 

Nú eru þetta aðeins fyrstu niður­stöður — koma þær strax að not­um?

Að sögn Þor­geirs mætti nýta upp­lýs­ing­ar af þessu tagi í for­varna­skyni. Svo sem að ráðleggja for­eldr­um barna sem greinst hafa með ADHD að róa að því öll­um árum að börn­in dragi það sem lengst að hefja neyslu vímu­efna.

„Því leng­ur sem ungt fólk frest­ar neyslu áfeng­is eða annarra vímu­efna verður ólík­legra að það ánetj­ist vímu­gjöf­um. Því fyrr sem fólk byrj­ar að nota vímu­efni aukast lík­ur á vímu­efna­vanda. Allt að 20% karla sem byrja fyr­ir tví­tugt að drekka áfengi mega bú­ast við því að þurfa að fara á Vog en mun færri, jafn­vel ein­ung­is 1—2% þeirra sem byrja eft­ir tví­tugt geta átt von á því að þurfa í meðferð,“ seg­ir Þor­geir.

Spurður út í hvort komi á und­an seg­ir Þor­geir að alltaf komi upp þessi spurn­ing: Ef menn byrja snemma er það þá áfengið sem er að hafa áhrif á heilaþrosk­ann og það svo aft­ur að leiða til sjúk­dóms­ins eða eru þeir sem byrja snemma öðru­vísi inn­réttaðir en þeir sem geta frestað því?

„Þetta eru hlut­ir sem far­alds­fræðin get­ur ekki endi­lega svarað og þess vegna er oft erfitt að draga álykt­an­ir nema all­ar for­send­ur séu vel skil­greind­ar. Við Hreinn erum nátt­úru­lega fyrst og fremst að skoða genin og þá erum við að sjá að fólk sem ekki er endi­lega með ADHD en er með auk­inn skerf af þess­um ADHD-breyti­leik­um er í auk­inni áhættu á vímu­efna­vanda,“ seg­ir Þor­geir og tek­ur fram að ekki megi rugla þessu við áhættu þeirra sem grein­ast með ADHD á fíkni­vanda, sem vissu­lega sé til staðar og sé áhuga­verð, en sé aðeins annað mál.

„Breyti­leik­arn­ir sem auka lík­urn­ar á ADHD tengj­ast einnig lík­um á að fara í meðferð. Erfðafræðiþátt­ur­inn í ADHD hef­ur sterk áhrif á fíkn og þessi sam­svör­un er ávís­un á sam­eig­in­leg­an erfðaþátt,“ seg­ir Þor­geir en að hans sögn þurfa þeir sem kljást bæði við ADHD og vímu­efna­vanda hugs­an­lega sér­staka meðferð.

Niður­stöður rann­sókna þeirra sýna eins og áður sagði að þátt­ur erfða er sterk­ur þegar kem­ur að ADHD. Til að mynda, ef ann­ar eineggja tví­bura er með ADHD eru lík­urn­ar um 70% að hinn sé einnig með ADHD. Fyr­ir tví­eggja tví­bura eru lík­urn­ar minni, eða um 20%. 

Hreinn og Þor­geir segja að rann­sókn­ir bendi til þess að það skipti máli fyr­ir þá ein­stak­linga sem hafa hag að því að fá lyf við ADHD að fá lyf­in snemma á æv­inni. Því þau geti haft mik­il áhrif á náms­ár­ang­ur og enn meiri áhrif því yngri sem viðkom­andi er.

Al­mennt er fólk sam­mála um mik­il­vægi þess að greina börn sem glíma við ADHD og huga vel að þeim sem grein­ast. Á sama tíma verða menn líka að gera sér grein fyr­ir því að þetta er ástand sem get­ur breyst. ADHD í æsku þarf ekk­ert endi­lega að þýða ADHD á full­orðins­ár­um. En með aukn­um skiln­ingi á or­sök­um ADHD verður til vitn­eskja sem get­ur hjálpað til við bæði fíkni­for­varn­ir og við þróun betri ADHD-lyfja fyr­ir þá sem þurfa á þeim að halda, segja erfðafræðing­arn­ir Hreinn Stef­áns­son og Þor­geir Þor­geirs­son.

mbl.is