Þúsundir vígamanna Ríkis íslams í Evrópu

Vígamenn Ríkis íslams.
Vígamenn Ríkis íslams.

„Evrópa stendur frammi fyrir mestu hryðjuverkaógn í meira en áratug,“ segir Rob Wainwright, yfirmaður Europol, í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Wainwright segir stofnunina telja að á bilinu 3.000-5.000 vígamenn með evrópsk vegabréf, sem þjálfaðir hafa verið af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Miðausturlöndum, hafi snúið aftur til Evrópuríkja.

„Við getum búist við að Ríki íslams, eða önnur hryðjuverkasamtök með trúarlegu ívafi, framkvæmi árásir einhvers staðar í Evrópu með það að markmiði að valda miklu manntjóni á meðal óbreyttra borgara,“ sagði Wainwright í samtali við þýska dagblaðið Neue Osnabrücker Zeitung.

Wainwright telur hins vegar hverfandi líkur á að hryðjuverkamenn reyni að komast til Evrópu undir því yfirskyni að þeir séu flóttamenn. „Það eru engar beinharðar sannanir fyrir því að hreyðjuverkamenn séu kerfisbundið að nýta sér flóttamannastrauminn til þess að komast inn í Evrópu.“

Framkvæmdastjóri Europol Rob Wainwright.
Framkvæmdastjóri Europol Rob Wainwright. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert