Herinn settur í viðbragðsstöðu

Forseti Venezúela, Nicolas Maduro.
Forseti Venezúela, Nicolas Maduro. AFP

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, tilkynnti í dag að her landsins myndi næstu helgi æfa viðbrögð við utanaðkomandi árásum sem væru að lama efnahagskerfi landsins. Í gær lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu.

„Næsta laugardag hef ég skipað fyrir um heræfingu... til að búa okkur undir hvaða aðstæður sem geta komið upp,“ sagði Maduro í ræðu sem hann flutti á fundi með stuðningsmönnum í dag.

Mikil óðaverðbólga er nú í Venesúela og hefur ríkisstjórnin brugðið á ýmiss óhefðbundin ráð til að draga úr útgjöldum ríkisins, meðal annars með að stytta vinnuviku opinberra starfsmanna í 2 daga á viku, fella niður einn skóladag í viku og taka rafmagn af í nokkrar klukkustundir á dag í nokkrum sýslum landsins. Þá var klukkunni í landinu flýtt um 30 mínútur í því augnamiði að nýta sólarljós betur og draga úr raforkunotkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert