Fundu brak úr þotunni

66 voru um borð þegar að þotan hrapaði.
66 voru um borð þegar að þotan hrapaði. AFP

Brak úr farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðasta mánuði er fundið. Egypskir rannsakendur greindu frá þessu í dag en helstu hlutar braksins hafa nú verið merktir á korti. 

66 voru um borð í þotunni sem var af gerðinni Airbus A320 þegar hún hrapaði 19. maí á leið frá París til Kaíró. Hún hvarf af ratsjám án þess að senda frá sér neyðarboð.

Egypsk rannsóknarnefnd sem skoðar nú málið segir að rannsakendur um borð leitarskips á svæðinu muni nú teikna upp kort sem sýnir hvernig brakið dreifðist. Ekki er enn vitað  hvað varð til þess að þotan hrapaði.

Fyrri í þessum mánuði sögðu leitarteymi að merki úr flugritum vélarinnar hefðui verið skynjuð.

Það hefur ekki verið útilokað að hryðjuverkamenn hafi grandað vélinni en engin samtök hafa lýst yfir ábyrgð. Þá er einnig möguleiki að þotan hafi hrapað vegna mannlegra mistaka.

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka