Sex skólabörn létust í sprengingu

Tansanía er í austurhluta Afríku.
Tansanía er í austurhluta Afríku. Kort/Google.

Að minnsta kosti sex börn létust og 25 til viðbótar slösuðust eftir að sprenging varð í grunnskóla í norðvesturhluta Tansaníu.

Fregnir herma að nemendurnir hafi verið að leika sér með hlut sem sprakk í loft upp.

Þrjú börn voru úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Hin létust af sárum sínum, að því er BBC greindi frá.

Skólinn er í Kagera sem er skammt frá landamærum að Búrúndí.

Fréttaritari BBC segir að hluturinn sem krakkarnir léku sér með hafi líklega verið handsprengja.

Í nágrenni svæðisins þar sem sprengingin varð dvelja flóttamenn frá Búrúndí, sumir hverjir fyrrverandi hermenn sem hugsanlega skildu eftir vopnin sín hjá skólanum.

Einnig er mikið um að vopn séu flutt um svæðið og ekki er óalgengt að íbúar þar finni vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert