Segir af sér vegna klámmynda

Damian Green, aðstoðarforsætisráðherra Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti.
Damian Green, aðstoðarforsætisráðherra Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti. AFP

Dami­an Green, aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra breska Íhalds­flokks­ins, hefur sagt af sér embætti.

Green, sem er einn af nánustu samstarfsmönnum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, var beðinn um að segja af sér eftir að hafa gefið út ónákvæmar og villandi yfirlýsingar um vitneskju sína um klámmyndir sem fundust í tölvu hans árið 2008.

Green var þingmaður á þeim tíma og hef­ur áður sagt að hann hafi aldrei horft á eða hlaðið niður klám­mynd­um á tölvu sína.

Frétt mbl.is: Þúsundir klámmynda í tölvu þingmanns

Í uppsagnarbréfi sínu biðst Green hins vegar afsökunar á gjörðum sínum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa beitt blaðamanninn Kate Maltby kynferðislegri áreitni árið 2015.

Theresa May segir í skriflegri yfirlýsingu að hún muni sjá á eftir Green sem starfsmanni.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka