Tveir létust í sprengingu í Frakklandi

Tveir viðgerðarmenn létust þegar sprenging varð í grænmetisolíuhreinsunarstöð í borginni hafnarborginni Dieppe í Frakklandi í dag. Eldur kviknaði í kjölfar sprengingarinnar sem varð í olíutanki. Ekki er vitað hvers vegna sprengingin varð. 

Fjörtíu slökkviliðsmenn og lögregla tóku þátt í slökkvistarfinu í verksmiðju Saipol en mikið eldhaf mætti þeim þegar þeir komu á vettvang. 11 slösuðust lítillega í eldsvoðanum. Avril, fyrirtækið sem á verksmiðjuna, er stærsti framleiðandi á grænmetisolíu í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert