London mælist besta háskólaborgin

London.
London. mbl.is/Atli Steinn

London er besta borg heimsins fyrir háskólanema, samkvæmt breska fyrirtækinu QS sem sérhæfir sig í menntun.

Montreal og París hafa áður verið í efsta sæti á þessum árlega lista QS yfir þrjátíu bestu háskólaborgirnar.

Einkunnin sem borgirnar fá byggist á fjölda háskóla í borginni, vinnumarkaðnum, fjölbreytni í menningarlífi og lífsgæðum, að því er BBC greinir frá.

London mældist neðarlega á einum stað, eða hversu dýrt er að búa þar.

Meiri áhersla er lögð á stofnanir á heimsmælikvarða í London en í öðrum borgum, samkvæmt QS. Þar eru nefndir til sögunnar skólarnir Imperial College, University College London, London School of Economics og King´s College.

Í borginni þykir einnig gott að ná tengslum við atvinnurekendur og fá starf við hæfi.

Tókýó, höfuðborg Japans, er í öðru sæti á listanum. Hún skoraði hátt í þáttum á borð við öryggi, mengun og lífsgæðum.

Melbourne er í þriðja sæti og Sydney í því níunda en sífellt fleiri stúdentar hafa kosið að stunda nám í Ástralíu á undanförnum árum.

30 bestu stúdentaborgirnar 2018:

London

Tokyo

Melbourne

Montreal

Paris

Munich

Berlin

Zurich

Sydney

Seoul

Vienna

Hong Kong

Toronto

Boston

Singapore

Edinburgh

Vancouver

New York

Kyoto-Osaka-Kobe

Taipei

Brisbane

Canberra

Auckland

Manchester

Buenos Aires

Beijing

Amsterdam

Moscow

Shanghai

Prague

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka