Eldgos í kjölfar jarðskjálftans í Indónesíu

Gosmökkurinn úr eldfjallinu Soputan nær hátt til himins.
Gosmökkurinn úr eldfjallinu Soputan nær hátt til himins. AFP

Eldfjallið Soputan hóf í dag að gjósa á indónesísku eyjunni Sulawesi en eyjan sú varð illa úti vegna flóðbylgju sem myndaðist í kjölfar jarðskjálfta fyrir nokkrum dögum. Gosmökkur fjallsins nær nú í um 4.000 metra hæð.

Yfirvöld hafa varað fólk við því að vera í námunda við fjallið og er fólk beðið að halda sig í að minnsta kosti fjögurra kílómetra fjarlægð frá því. Hins vegar er ekki talin þörf á rýmingu enn sem komið er.

Eldfjallið Soputan er í um 1.000 kílómetra fjarlægð frá bænum Palu þar sem jarðskjálfti sem mældist 7,5 stig varð og myndaði í kjölfarið flóðbylgju sem skall á ströndinni og varð um 1.400 manns að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert