Grunur leikur á um að sprengjubúnaður hafi verið í pakka sem átti að berast á heimili Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og eiginkonu hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, í New York.
New York Times greinir frá því að samskonar búnaður hafi einnig fundist í pakka sem átti að berast á heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington.
Bandaríska leyniþjónustan hefur lagt hald á pakkana en hvorki Obama og fjölskylda hans, né Clinton-hjónin fengu þá í hendurnar.
Starfsmaður sem sér um að fara yfir póst sem er stílaður á Hillary Clinton fann pakkann seint í gær. Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar fundu pakka sem átti að berast á heimili Obama snemma í morgun, að sögn New York Times.
Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan bréfsprengja var send á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York.
The U.S. Secret Service says it intercepted an apparent explosive device sent to the Obama home in Washington. That follows an apparent pipe bomb that sources say was found near the Clintons' home in Chappaqua, NY, addressed to Hillary Clinton. https://t.co/qWdeMVkdS7 pic.twitter.com/uiyZxMKiDM
— CBS This Morning (@CBSThisMorning) October 24, 2018