Bréfsprengjur til Obama og Clinton

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, …
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, árið 2016. AFP

Grunur leikur á um að sprengjubúnaður hafi verið í pakka sem átti að berast á heimili Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og eiginkonu hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, í New York.

New York Times greinir frá því að samskonar búnaður hafi einnig fundist í pakka sem átti að berast á heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Washington.  

Bandaríska leyniþjónustan hefur lagt hald á pakkana en hvorki Obama og fjölskylda hans, né Clinton-hjónin fengu þá í hendurnar.

Hillary og Bill Clinton á síðasta ári.
Hillary og Bill Clinton á síðasta ári. AFP

Starfsmaður sem sér um að fara yfir póst sem er stílaður á Hillary Clinton fann pakkann seint í gær. Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar fundu pakka sem átti að berast á heimili Obama snemma í morgun, að sögn New York Times.

Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan bréfsprengja var send á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York.

Barack Obama og eiginkona hans Michelle.
Barack Obama og eiginkona hans Michelle. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert