Ákærður fyrir fimm alríkisglæpi

Cesar Sayoc hefur verið ákærður fyrir að hafa sent fjölda …
Cesar Sayoc hefur verið ákærður fyrir að hafa sent fjölda bréf­sprengja til þekktra ein­stak­linga sem gagn­rýnt hafa Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. AFP

Ces­ar Sayoc, maður­inn sem var hand­tek­inn fyrr í dag, grunaður um að hafa sent bréf­sprengj­ur til fólks sem hef­ur gagn­rýnt Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hefur verið ákærður fyrir fimm alríkisglæpi.

Sayoc er ákærður fyrir að hafa sent fjölda bréf­sprengja til þekktra ein­stak­linga sem gagn­rýnt hafa Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir skömmu og varar hann við að fleiri bréfsprengjur eigi eftir að finnast.

Þá er Sayoc einnig ákærður fyrir flytja sprengiefni milli ríkja og fyrir að póstleggja sprengiefni. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir hótanir gegn fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna.

Ef málið endar fyrir dómi getur Sayoc átt yfir höfði sér 58 ára fangelsisdóm.

Yfirmaður FBI, Chrostopher Wray, greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í …
Yfirmaður FBI, Chrostopher Wray, greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka