Trump ánægður með störf lögreglunnar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði fyrir stundu bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir „lygilegt starf“ eftir að maður var handtekinn á Flórída vegna bréf­sprengja sem send­ar hafa verið að und­an­förnu til þekktra ein­stak­linga sem gagn­rýnt hafa Trump.

„Svona hryðjuverk eru fyrirlitleg og eiga ekki heima í landinu okkar,“ sagði Trump í ávarpi úr Hvíta húsinu.

„Ég hef sagt löggæsluyfirvöldum að spara ekki mannafla eða kostnað við að finna þá sem bera ábyrgð á þessu,“ bætti forsetinn við.

„Við megum aldrei leyfa pólitísku ofbeldi að skjóta rótum í Bandaríkjunum. Við verðum að sýna heiminum að við stöndum saman í friði og ást, ein heild sem bandarískir ríkisborgarar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert