Pólitískt ofbeldi verði ekki liðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði í dag eftir samstöðu í kjölfar þess að fréttir bárust um að sprengjur hefðu mögulega verið sendar í pósti til forystumanna í Demókrataflokknum. Þar á meðal til Barack Obama, forvera Trumps í embætti.

Trump sagði að slíkt pólitísk ofbeldi ætti ekki að vera liðið í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem fengu slíkar sendingar er Hillary Clinton, fyrrverandi mótherji hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum haustið 2016. 

„Ég vil segja það að við þessar aðstæður þurfum við sameinast og senda mjög skýr skilaboð um að hvers kyns pólitískt ofbeldi á sér verði ekki liðið í Bandaríkjunum.“

Forsetafrúin, Melania Trump, fordæmdi í dag harðlega verknaðinn og sagði hann verk hugleysingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert