Ný sending stíluð á Joe Biden

Joe Biden var varaforseti Baracks Obama og hefur verið orðaður …
Joe Biden var varaforseti Baracks Obama og hefur verið orðaður við forsetaframboð árið 2020. AFP

Níunda skotmark óprúttinna aðila sem senda háttsettum demókrötum og öðrum andstæðingum Donalds Trumps sprengiefni með pósti er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, en grunsamlegur pakki stílaður á hann fannst á pósthúsi í Delaware í dag.

Joe Biden var varaforseti Baracks Obama og hefur hann jafnvel verið orðaður við forsetaframboð árið 2020.

Undanfarna daga hefur mikið borið á grunsamlegum sendingum, sem margar hverjar innihalda sprengiefni, til háttsettra demókrata. Þar á meðal eru fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Obama og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton. Þá hefur fréttastofu CNN borist slík sending og fréttir bárust af því í morgun að veitingastaður Roberts De Niros hefði fengið pakka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert