Sendiráðinu í Bandaríkjunum lokað

Nicolas Maduro í Hæstarétti í dag.
Nicolas Maduro í Hæstarétti í dag. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur tilkynnt að sendiráði og ræðismannsskrifstofum Venesúla í Bandaríkjunum verði lokað.

Forsetinn sleit í gær stjórnmálasamskiptum við ríkisstjórn Bandaríkjanna eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Juan Guaidó sem bráðbirgðaforseta landsins.

Maduro sakaði Bandaríkin í Hæstarétti Venesúela í dag um að hafa sett þrýsting á Guaidó um að efna til valdaráns.  

Tuttugu og sex manns hafa látist síðan mótmæli hófust í Venesúela fyrir fjórum dögum gegn Maduro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert