Hafa náð tökum á skógareldum á Spáni

Tæplega 1.200 hektarar urðu skógareldunum að bráð.
Tæplega 1.200 hektarar urðu skógareldunum að bráð. AFP

Tekist hefur að ráða niðurlögum skógarelda sem geisuðu á norðvestanverðum Spáni eftir um fjögurra sólarhringa baráttu. Tæplega 1.200 hektarar lands urðu eldinum að bráð. Óvenjuhár hiti, eða 29 gráður, rok og mikil þurrkatíð hefur gert slökkvistarf erfitt.  

Eldurinn braust út á mánudaginn nálægt þorpinu San Xoan de Laino. Alla jafna er votviðrasamt á þessum árstíma í héraðinu Galicia. Hundruð slökkviliðs- og her­manna börðust við eld­ana. Til verks­ins voru m.a. notaðar sjö þyrl­ur og fimm flug­vél­ar sem losa vatn yfir þeim svæðum þar sem eld­arn­ir eru mest­ir. 

Skóg- og kjarrlendi varð eldinum að bráð. Einn maður fannst látinn í brenndum bíl á þriðjudaginn og rannsakar lögregla hvort andlátið sé rakið til skógareldanna.

Þetta eru mestu skógareldar í landinu frá því í október árið 2017. Talið er lík­leg­ast að eld­arn­ir hafi kviknað frá neista úr há­spennu­línu. Hvassviðri hafi svo orðið til þess að þeir blossuðu hratt upp og breidd­ust út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert