34 milljónir barna bólusettar

Bólusetning gegn mislingum í Jemen.
Bólusetning gegn mislingum í Jemen. UNICEF

Þrátt fyrir ofbeldi og átök hefur tekist að bólusetja 34 milljónir barna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku í herferðum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í samstarfi við ríkisstjórnir og hjálparsamtök frá því í byrjun árs. Um er að ræða lönd eins og Írak, Jórdaníu, Líbýu, Súdan, Sýrland og Jemen.

Beðið eftir bólusetningum í Dhamar.
Beðið eftir bólusetningum í Dhamar. UNICEF

Bólusetningar verja börn fyrir sjúkdómum og dauða og marka upphaf að heilbrigðu og bættu lífi barna í þessum löndum. Í þessum ríkjum býr eitt af hverjum fimm börnum við stríð og eru í meiri hættu en flest önnur börn heimsins að smitast af farsóttum. 

 
Vefur UNICEF á Íslandi

Barn bólusett gegn mænusótt.
Barn bólusett gegn mænusótt. UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert