Raab heltist úr lestinni

Dominic Raab.
Dominic Raab. AFP

Dom­inic Raab, fyrr­ver­andi ráðherra Brex­it-mála, heltist í dag úr lest þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti leiðtogi Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Fimm standa eftir í baráttunni en tíu sóttust upphaflega eftir leiðtogahlutverkinu.

Önnur umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins fór fram nú síðdegis. Líkt og í fyrstu umferðinni varð Bor­is John­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og borg­ar­stjóri í London, atkvæðamestur. Hann hlaut 126 atkvæði, tólf fleiri en í fyrstu umferðinni, frá þeim 313 þing­mönn­um Íhalds­flokks­ins sem hafa at­kvæðis­rétt.

Jeremy Hunt, Michael Gove, Sajid Javid og Rory Stewart hlutu einnig nógu mörg atkvæði til að halda baráttunni áfram.

Dominic Raab hlaut hins vegar 30 atkvæði en 33 þurfti til að halda kosningabaráttunni áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert