Fimm stungnir á ljósahátíð gyðinga

Árásin átti sér stað í New York-ríki á laugardagskvöld.
Árásin átti sér stað í New York-ríki á laugardagskvöld. AFP

Hið minnsta fimm eru slasaðir eftir hnífstunguárás á heimili rabbína í New York-ríki í Bandaríkjunum. Þeir slösuðu voru gestir í veislu í tilefni ljósahátíðar gyðinga, Hanukkah, á heimi rabbínans þegar árásarmaðurinn réðst til atlögu.

Árásarmaðurinn flúði með bifreið af vettvangi í kjölfar árásarinnar en var handtekinn skömmu síðar.

Ástæða árásarinnar liggur ekki ljós fyrir á þessari stundu, en samkvæmt almannadeild rétttrúnaðargyðinga í Bandaríkjunum var eitt fórnarlambanna stungið minnst sex sinnum.

Hryðjuverkadeild lögreglunnar í New York er sögð fylgjast grannt með gangi mála.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert