„Verðum að stöðva allt ofbeldi“

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna.
Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hvetur ríkisstjórnir heims til að grípa til aðgerða en heimilisofbeldi hefur aukist víða í kórónuveirufaraldrinum.

Guter­res sagði ofbeldi ekki einskorðast við vígvöllinn og sagði að fyrir fjölda kvenna og stúlkna væri ógnin mest þar sem þær ættu að vera öruggastar; heima hjá sér.

Guterres benti á að óskir eftir aðstoð vegna heimilisofbeldis hefðu tvöfaldast í Malasíu í faraldrinum og þrefaldast í Kína.

Kallað er eftir því að konur sem eru beittar ofbeldi geti látið vita af sér og leitað hjálpað án þess að ofbeldismennirnir verði þess varir.

„Í sameiningu getum við og verðum að stöðva allt ofbeldi; allt frá stríðssvæðum til heimila fólks þar sem við reynum að ráða niðurlögum kórónuveirunnar,“ sagði Guterres.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert